Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.8.2012

20. fundur menningarnefndar


20. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 7. ágúst 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:30
 

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Björn Ingi Bjarnason, varaformaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður S-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi. 

Bragi Bjarnason ritar fundagerð.

Dagskrá: 

1.

1204155 - Menningarmánuðurinn október 2012

 

Farið yfir dagskrárdrög að menningarmánuðinum október 2012. Stefnt er á að vera með þrjú menningarkvöld í október 2012 og miða við að dagsetningar kvöldanna væru 4, 11 og 18. október. Auk þess er ákveðið að auglýsa eftir viðburðum úr samfélaginu sem gætu verið hluti af dagskrá menningarmánaðarins. Samþykkt samhljóða.

 

   

2.

1208014 - Menningargönguferðir um Sveitarfélagið Árborg

 

Formaður leggur fram hugmynd að gönguferðum og skoðunarferðum um ákveðna staði í sveitarfélaginu. Minnst á fuglaskoðunarferð um fuglafriðlandið, gönguferðir um kirkjugarða í sveitarfélaginu sem og um Hellisskóg. Stefnt væri á fuglaskoðunarferð og gönguferðir seinna í ágústmánuði og byrjun september. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram eftir þeim hugmyndum sem komu fram á fundinum. Samþykkt samhljóða.

 

   

3.

1201147 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2012

 

Farið yfir þær hátíðir sem hafa verið haldnar í sveitarfélaginu núna í sumar og þær sem eru eftir. Vel hefur gengið hjá flestum og almenn ánægja verið með þær hátíðir. Ákveðið að taka fyrir uppgjör hátíðahalda á fundi seinna í haust þegar þau hafa borist frá hátíðarhöldurum. Samþykkt samhljóða.

 

   

 Menningarnefndin lýsir yfir ánægju með nýju söguskiltin sem hafa verið sett upp í miðbæjargarðinum á Selfossi. Vonandi verður hægt að halda áfram með það verkefni fyrir allt sveitarfélagið. 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00 

 

Kjartan Björnsson

 

Björn Ingi Bjarnason

Þorlákur H Helgason

 

Bragi Bjarnason

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica