105.fundur bæjarráðs
105. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 23. ágúst 2012 í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Fundurinn hófst á undirritun samninga um akademíur, sem fram fór í Iðu, íþróttahúsi FSu.
Dagskrá:
1. 1208051 - Samstarfssamningur um fimleikaakademíu
Bæjarráð staðfestir samninginn.
2. 1208052 - Samstarfssamningur um handknattleiksakademíu
Bæjarráð staðfestir samninginn.
3. 1208053 - Samstarfssamningur um körfuknattleiksakademíu
Bæjarráð staðfestir samninginn.
4. 1208054 - Samstarfssamningur um knattspyrnuakademíu
Bæjarráð staðfestir samninginn.
5. 1208042 - Beiðni um leyfi til myndatöku í landi Árborgar við Ölfusárós
Bæjarráð samþykkir erindið, enda verði landinu skilað í sama ástandi.
6. 1208044 - Kostnaðaráætlun vegna flutnings á smíðastofu á Stokkseyri
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárfestingaáætlunar fyrir árið 2013.
7. 1208057 - Tillaga um endurskipulagningu og ráðningu á fagmenntuðum verkefnastjóra í tómstundahús
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013.
8. 1201041 - Beiðni Kaþólsku kirkjunnar um að fá að kynna hugmyndir og fyrirætlanir um byggingar og starfsemi á Austurvegi 37
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að koma á fundi í byrjun september.
9. 1208055 - Hamingjuóskir til Hveragerðisbæjar með vígslu íþróttahúss
Bæjarráð óskar Hveragerðisbæ og íbúum hans, svo og Sunnlendingum öllum, til hamingju með glæsilegt íþróttamannvirki.
10. 1208004 - Málefni Gráhelluhverfis
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að boða íbúa og lóðarhafa í Gráhelluhverfi til fundar um málefni hverfisins n.k. þriðjudag kl. 18 í sal Ráðhússins.
11. 1206166 - Svar við beiðni um frest á skilum áætlunar til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga
Lagt fram. Frestur er veittur til 15. nóvember.
12. 1208049 - Ársskýrsla HSu 2011
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45.
Eyþór Arnalds |
|
Elfa Dögg Þórðardóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |