107. fundur bæjarráðs
107. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 6. september 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá umræðu um virðisaukaskatt á ferðaþjónustu og lóðarumsókn Kaþólsku kirkjunnar.
Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar |
||
1. |
1201004 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands |
|
219. fundur haldinn 28. ágúst |
||
Lagt fram. |
||
|
||
2. |
1201084 - Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
1140. fundur haldinn 30. ágúst |
||
Lagt fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
3. |
1004111 - Skipan starfshóps um framtíðarhlutverk Tryggvaskála |
|
Bæjarráð skipar Ara B. Thorarensen og Eggert Val Guðmundsson til setu í starfshópnum. Bæjarráð óskar eftir að Skálafélagið leiti eftir tilnefningum annarra aðila í starfshópinn og kalli hópinn saman til fyrsta fundar. |
||
|
||
4. |
1109126 - Skýrsla um ytra mat á grunnskólum |
|
Lögð var fram skýrsla um ytra mat á grunnskólum. Bæjarráð óskar eftir að fræðslustjóri kanni hvað kosti að gera ytra mat á grunnskólum Árborgar. |
||
|
||
5. |
1209003 - Ályktun um skerta þjónustu RÚV á Suðurlandi |
|
Bæjarráð mótmælir skertri þjónustu RÚV á Suðurlandi og þeirri ákvörðun RÚV að segja upp verktakasamningi við fréttaritara sinn í landshlutanum. Í ljósi þess að hlutverk RÚV er að þjóna öllum landsmönnum hvetur bæjarráð stjórnendur RÚV til að endurskoða ákvörðun sína tafarlaust. |
||
|
||
6. |
1209008 - Ályktun um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu |
|
Bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun: „Bæjarráð mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 7% í 25,5%. Slík fyrirvaralaus, einhliða ákvörðun myndi setja rekstur greinarinnar í algert uppnám eins og fram kemur í úttekt KPMG frá 31. ágúst 2012. Bæjarráð skorar á þingmenn að standa vörð um uppbyggingu eins helsta vaxtarsprota í atvinnulífinu á Íslandi.“ Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, sat hjá og lagði fram bókun: „Gríðarleg gróska og vöxtur hefur verið í ferðaþjónustunni á stuttum tíma. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki aðila í ferðaþjónustunni og stjórnvalda. Ljóst er að greinin hefur notið stuðnings ríkisins umfram aðrar atvinnugreinar í formi lægri virðisaukaskatts. Nauðsynlegt er að samræmi sé í skattlagningu atvinnugreina svo jafnræðis sé gætt. Sjálfsagt og eðlilegt er, áður en ákvörðun um skattahækkun á ferðaþjónustuna er tekin, að ganga úr skugga um hvort gengið sé of nálægt greininni með hugsanlegri skattlagningu og það ógni ekki að stöðu ferðaþjónustunnar til framtíðar og sýnt sé að greinin geti mætt slíkri hækkun.“ Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista |
||
|
||
7. |
1201041 - Lóðarumsókn Kaþólsku kirkjunnar |
|
Fulltrúar Kaþólsku kirkjunnar komu á fund bæjarráðs vegna vilyrðis um lóðarúthlutun. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
8. |
1208112 - Breytingar á lögum og reglugerðum um vatns- og fráveitumál |
|
Erindi frá Samorku og Sambandi íslenskra sveitarfélaga lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
1208109 - Erindi Umhverfisstofnunar um haustleitir og akstur utan vega |
|
Bæjarráð vísar erindinu til Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða. |
||
|
||
10. |
1208111 - Fundargerð skipulagsmálanefndar Sambandsins, samgöngur og vegamál |
|
Lagt fram. |
||
|
||
11. |
1109179 - Umsögn Sorpstöðvar Suðurlands um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.
Eyþór Arnalds |
|
Elfa Dögg Þórðardóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |