Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.1.2009

42. fundur bæjarstjórnar

42. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 14. janúar 2009 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Þorvaldur Guðmundsson, B listi,
Helgi S. Haraldsson, B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D listi
Grímur Arnarson, D-lista
Ari B. Thorarensen, D-lista

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I.   Fundargerðir til staðfestingar:
1.  a) 122. fundur bæjarráðs 0801020                               frá       23.des. 2008

 

2. a)0801042
    Fundargerð leikskólanefndar Árborgar                          frá        17.des. 2008

    b) 123.fundur bæjarráðs 0901006                                frá          8.jan. 2009

-liður 2b, fundargerð leikskólanefndar Árborgar, 2.liður, 0812104, breyting á innritunarreglum í leikskóla, lagt var til að bæjarstjórn feli framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar að gera tillögu að innritunarreglum leikskóla.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og staðfestar samhljóða.

II. Önnur mál:

a)   0812134
Tillaga um breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, seinni umræða.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram yfirlýsingu tveggja nefndarmanna lista- og menningarnefndar ásamt því sem hann lagði til að fallið verði frá fækkun í lista- og menningarnefnd úr fimm kjörnum fulltrúum í þrjá.

Gylfi Þorkelsson, S-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa meirihlutans, gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Tillögur um breytingar á samþykktum sem lagðar voru fram á síðasta fundi voru teknar til afgreiðslu:

Tillögur bæjarfulltrúa D-lista sem lagðar voru fram 22. desember s.l.:
1. Bæjarfulltrúum verði fækkað úr 9 í 7 og 1. gr. hljóði svo:
Stjórn Sveitarfélagsins Árborgar nefnist bæjarstjórn og er skipuð 7 bæjarfulltrúum kjörnum skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, sbr. 8. og 12. gr. sveitarstjórnalaga nr. 45/1998. 

Eyþór Arnalds, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:

Tillaga um fækkun bæjarfulltrúa úr 9 í 7 er byggð á grundvelli laga um sveitarstjórnarmál en þar er kveðið um að sveitarfélög megi hafa 7 bæjafulltrúa þar til íbúafjöldi er kominn yfir 10.000. Ljóst er að þessi ráðstöfun myndi spara fjármuni strax frá og með næsta ári enda eru kosningar á því ári. Sveitarfélagið Árborg hefði hér verið með frumkvæði í að minnka kostnað vegna kjörinn fulltrúa fyrst sveitarfélaga. Það er miður að fulltrúar V, S og B lista skuli ekki grípa þetta tækifæri og sýni hér frumkvæði.

Jón Hjartarson, V-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

Það skýtur skökku við að leggja til fækkun kjörinna fulltrúa á sama tíma og almenningur kallar á aukið lýðræði og aðkomu fleiri að ákvörðunum.  Bent er á að ákvörðun sem þessi tæki ekki gildi fyrr en að afloknum sveitarstjórnakosningum og felur tillagan því ekki í sér neinn sparnað á þessu kjörtímabili, sem þó er meginrökstuðningur fyrir flutningi hennar.

2. Vegna upplýsingaöflunar og starfa nefnda muni 52. gr. hljóða svo:
Nefndarfundir skulu haldnir fyrir luktum dyrum. Nefnd getur kvatt á sinn fund einstaka starfsmenn sveitarfélagsins. Ennfremur getur nefnd boðið aðila að koma á sinn fund til viðræðna um tiltekin mál.

            Lögð var til breytingartillaga:

Aftan við ákvæðið komi, "að höfðu samráði við yfirmann viðkomandi málaflokks."

Ari B. Thorarensen, D-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

3. Vegna bæjarstjóra sem er jafnframt bæjarfulltrúi muni 59. gr. hljóða svo:
Bæjarstjórn ræður bæjarstjóra. Gera skal skriflegan ráðningarsamning við hann þar sem m.a. skal kveðið á um ráðningartíma, kaup og kjör. Ráðningarsamningur skal staðfestur af bæjarráði.  Nú gegnir bæjarfulltrúi starfi bæjarstjóra og skulu þá bæjarstjóralaunin standa óskert en bæjafulltrúalaunin falla niður. 

Gylfi Þorkelsson, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Ari B. Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Starf bæjarstjóra er fullt starf. Það nýnæmi að greiða sama aðila bæjarstjóralaun og bæjarfulltrúa laun hófst með valdtöku V, S og B lista í árslok 2006 . Á krepputímum er hægt að lækka stjórnunarkostnað með þeim hætti að bæjarstjóri þiggi ekki jafnframt laun sem bæjarfulltrúi. Laun bæjastjóra gefa takmarkaða mynd af heildarlaunum þeim sem sveitarfélagið greiðir viðkomandi ef einnig eru greidd laun bæjarfulltrúa.

Jón Hjartarson, V-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

Launakjör bæjarstjóra fylgja ráðningarsamningi sem gerður er fyrir hvert kjörtímabil.   Engin ákvæði eru í ráðningarsamningi núverandi bæjarstjóra um að hann skuli ekki taka laun sem bæjarfulltrúi.  Þegar hefur verið samið við bæjarstjóra um 15 % launalækkun á árinu 2009.  Þá er á það minnt að allir bæjarfulltrúar eru í föstum störfum sem þeir þiggja laun fyrir, auk starfa sinna sem bæjarfulltrúar.  Tillaga D lista gerir ráð fyrir því að banna einstaklingi sem gegnir einu ákveðnu starfi að sinna þeim lýðræðislega rétti sínum að starfa sem kjörinn bæjarfulltrúi. Slík tillaga gengur í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, er andstæð öllu siðferði í lýðfrjálsum ríkjum og samþykkt hennar væri því gróft brot á mannréttindum. Tillagan er fram borin undir yfirskini sparnaðar en rétt er að minna bæjarfulltrúa D listans á að þeir réðu bæjarstjóra á umtalsvert hærri launum en núverandi bæjarstjóri þiggur samanlagt fyrir störf sín sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi. Sparnaðarrökin eru þar með kolfallin.   

Tillaga að breytingu á 57. gr. um að skóla- og leikskólanefnd heiti fræðslunefnd. sem borin var upp 22. desember s.l. var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga um að skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd heiti umhverfis- og skipulagsnefnd var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga um að nefndarmenn í lista- og menningarnefnd verði þrír í stað fimm var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Tillaga um fækkun fulltrúa í menningarnefnd hefur verið áformuð í sparnaðarkyni. Nú hefur komið fram yfirlýsing tveggja fulltrúa í menningarnefnd þar sem þeir bjóðast til að falla fá þóknun vegna starfa sinna í nefndinni. Með þessari ráðstöfun fengist fram markmið um sparnað án þess að til fækkunar kæmi

Tillaga um að nefndarmenn í íþrótta- og tómstundanefnd verði þrír í stað fimm var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga um að í 59. gr. komi starfsheitið "framkvæmdastjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs" í stað "fjármálastjóri" var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga um að á eftir 59. gr. verði bætt inn nýrri grein í samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar:
Ákvarðanir um rétt og skyldu einstakra nemenda sem teknar eru í grunnskólum á grundvelli 3. og 4. mgr. 15. gr., 5. mgr. 17. gr., 1. mgr. 19. gr., 4. mgr. 26. gr., 4. mgr. 31. gr., 2. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 eru kæranlegar til ráðherra skv. 47. gr. grunnskólalaga. Áður en slíkar ákvarðanir eru kærðar til ráðherra skal fyrst beina kæru til fræðslunefndar. Sama gildir um ákvarðanir um rétt og skyldu leikskólabarna sem teknar eru á grundvelli 22. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Um málsmeðferð á kærustigi innan sveitarfélagsins fer að ákvæðum stjórnsýslulaga.  

Greinargerð:
Í grunnskólalögum nr. 91/2008 og leikskólalögum nr. 90/2008 er kveðið mun skýrar en áður á um hvaða ákvarðanir um rétt og skyldu einstakra leikskóla- og grunnskólabarna er unnt að kæra til menntamálaráðuneytisins. Jafnframt er sveitarstjórnum heimilað að kveða á um að áður en viðkomandi ákvarðanir séu kærðar til menntamálaráðuneytisins skuli beina kæru til skólanefndar. Lagt er til að þær ákvarðanir sem varða framangreind atriði og eru teknar af öðrum aðilum en bæjarráði skuli kærðar til fræðslunefndar áður en þeim verði skotið til ráðuneytisins.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Lagt var til að 62. gr. hljóði svo:
Bæjarstjórn ræður bæjarritara og  framkvæmdastjóra sviða.  Bæjarstjóri ræður skipulags- og byggingarfulltrúa og sérfræðing umhverfismála. Framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar ræður skólastjóra leik- og grunnskóla. Framkvæmdastjórar sviða ráða verkefnis- og deildarstjóra, sem ráða forstöðumenn stofnana. Forstöðumenn stofnana ráða annað starfsfólk sveitarfélagsins. Sömu tengsl eru milli aðila hvað varðar veitingu áminninga og uppsagnir.

Greinargerð:
Í fyrri útgáfu er ákvæðið svona:
Bæjarstjórn ræður bæjarritara og  framkvæmdastjóra sviða.  Ennfremur ræður bæjarstjórn skólastjóra leik- og grunnskóla. Bæjarstjóri ræður skipulags- og byggingarfulltrúa og sérfræðing umhverfismála.   Framkvæmdastjórar sviða ráða verkefnis- og deildarstjóra, sem ráða forstöðumenn stofnana. Forstöðumenn stofnana ráða annað starfsfólk sveitarfélagsins. Sömu tengsl eru milli aðila hvað varðar veitingu áminninga og uppsagnir.

Ákvæði eldri grunnskólalaga um að sveitarstjórn ráði skólastjóra hefur verið fellt út. Eðlilegt er að ráðning skólastjóra leik- og grunnskóla verði á hendi yfirmanns Fjölskyldumiðstöðvar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga að bæjarmálasamþykkt var borin undir atkvæði og samþykkt með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið á fundinum, jafnframt felur bæjarstjórn bæjarritara að færa breytingarnar inn í samþykktirnar, breyta númeraröð ákvæða og ganga frá bæjarmálasamþykkt til staðfestingar ráðherra.

      b)   0901053

            Kosning í fræðslunefnd.

            Lagt var til að eftirtaldir yrðu kosnir sem fulltrúar í fræðslunefnd:

            Aðalmenn                                                     Varamenn:
            Þórir Haraldsson, formaður                           Róbert Sverrisson
            Sædís Ósk Harðardóttir                                Sigrún Þorsteinsdóttir
            Sandra D. Gunnarsdóttir                               Arna Ír Gunnarsdóttir
            Grímur Arnarson                                           Samúel Smári Hreggviðsson
            Kristín Traustadóttir                                      Ásdís Sigurðardóttir

    Samþykkt samhljóða.

      c)   0901054

            Kosning í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Lagt var til að eftirtaldir yrðu kosnir sem fulltrúar í umhverfis- og skipulagsnefnd:

Aðalmenn                                                     Varamenn:
Kjartan Ólason, formaður                              Kristinn Hermannsson
Þorsteinn Ólafsson                                       Jóhann Óli Hilmarsson                 
Ármann Ingi Sigurðsson                                Þór Sigurðsson
Ari B. Thorarensen                                       Björn Ingi Gíslason
Samúel Smári Hreggviðsson                          Grímur Arnarson

Samþykkt samhljóða.

d)   0901055
Kosning í nefnd ÍTÁ.

Lagt var til að eftirtaldir yrðu kosnir sem fulltrúar í íþrótta- og tómstundanefnd:

 

Aðalmenn:                                                    Varamenn:  
Gylfi Þorkelsson, formaður                            Þórunn Elva Bjarkadóttir
Helgi Haraldsson                                         Elín Harpa Valgeirsdóttir
Óskar Sigurðsson                                        Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Samþykkt samhljóða.

e)   0901056
      Kosning í lista- og menningarnefnd.

Lagt var til að eftirtaldir yrðu kosnir sem fulltrúar í lista- og menningarnefnd:

Aðalmenn:                                                    Varamenn:
Andrés Rúnar Ingason, formaður                       Margrét Magnúsdóttir
Ingveldur Guðjónsdóttir                                    Sigríður Ágústsdóttir
Kjartan Björnsson                                            Björn Ingi Bjarnason

Samþykkt samhljóða.

f) 0901049
      Erindisbréf fræðslunefndar

Erindisbréfið var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

g) 0901051
     Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar

Erindisbréfið var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

h) 0812137
    Tillaga um breytingu á gjaldskrá sorphirðu, seinni umræða.

Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

i) 0901031
   Breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.          

Lögð var fram svohljóðandi ályktun vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands:

Bæjarstjórn Árborgar mótmælir harðlega þeirri þjónustuskerðingu sem fyrirhuguð er  á Heilbrigðisstofnun Suðurlands samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra. Verði vaktir skurðlæknis, fæðingarlæknis og svæfingarlæknis lagðar af og skurðstofu HSu lokað utan dagvinnutíma og um helgar er verið að færa heilbrigðisþjónustu við Sunnlendinga marga áratugi aftur í tímann.

Með þessari ákvörðun er í raun verið að leggja niður fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem  óhugsandi er að starfrækja fæðingardeild sem ekki er studd af fæðingarlækni á vakt. Fæðingar á HSu voru um 200 árið 2008 auk allrar annarrar þjónustu sem fæðingardeildin veitir.  Það er með öllu óásættanlegt að þessa þjónusta verði færð til Landspítala Háskólasjúkrahúss í Reykjavík með öllu því óhagræði sem því fylgir fyrir notendur þjónustunnar og vandséð að sparnaður nást við slíka ráðstöfun.

Til þess ber einnig að líta að Hellisheiðin getur verið erfiður farartálmi að vetrum og ekki sjálfgefið að samgöngur séu ávallt eins og best verður á kosið.  Notendur þjónustu fæðingardeildar við HSu koma af öllu Suðurlandi og er ekki til bóta að auka enn frekar á ferðalög fæðandi móður með því að flytja fæðingarþjónustuna alfarið til Reykjavíkur.  Mikill mannauður og reynsla er fólginn í þeim störfum sem munu tapast af svæðinu ef ákvörðuninni verður haldið til streitu og skerðing á heilbrigðisþjónustu hefur varanleg neikvæð áhrif á búsetugæði og byggðaþróun.

Aðgerðir í þágu sparnaðar mega ekki tefla öryggi íbúa í tvísýnu og mikilvægt er að framtíðarsýn sé skýr þegar lagt er upp með breytingar og tilfærslu á þjónustu.

Bæjarstjórn gagnrýnir að ekki skuli hafa verið haft samráð við sveitarfélögin og heimamenn í aðdraganda þessara ákvarðana og skorar á heilbrigðisráðherra að endurskoða ákvörðun sína með öryggi og heill Sunnlendinga að leiðarljósi.

Gert var fundarhlé.
Lagt var til að ræða í einu lagi tillögur undir i) og k) lið fundardagskrár.
Var það samþykkt samhljóða.

Eyþór Arnalds, D-lista fylgdi tillögu bæjarfulltrúa D-lista undir k) lið dagskrárinnar um að kanna möguleika á yfirtöku reksturs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands úr hlaði:

Bæjarstjórn samþykkir að kanna möguleika á yfirtöku reksturs Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands og verði bæjarstjóra og bæjarritara falið að óska eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið, forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar og aðra hagsmunaaðila.  

Greinargerð:
Mikilvægi Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands fyrir íbúa sveitarfélagsins og nærsveita er mjög mikið. Á tímum niðurskurðar og óvissu er rétt að skoða þann kost að sveitarfélagið taki yfir rekstur stofnunarinnar frá ríkinu sem jafnframt myndi tryggja framlög til rekstursins. Um væri að ræða sjálfseignastofnun en sambærilegar hugmyndir hafa nú verið ræddar hjá öðrum sveitarfélögum. Fjögur sveitarfélög hafa nú þegar óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að taka við verkefnum í heilbrigðisgeiranum. Þetta eru Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Skagafjörður. Reykjanesbær hefur óskað eftir viðræðum við að taka yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og auk þess hefur Vestmannaeyjabær leitast eftir sambærilegri yfirfærslu. Af viðbrögðum ríkisins að dæma er nú tækifæri til þess að sveitarfélög taki yfir þennan rekstur og geti þannig betur samþætt þjónustu varðandi hjúkrun og aðhlynningu en nú er; þegar tveir rekstraraðilar sinna oft sama einstaklingnum.

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Grímur Arnarson, D-lista, tóku


Þetta vefsvæði byggir á Eplica