25.6.2015
42. fundur bæjarráðs
42. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 25. júní 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista,
Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tækifærisleyfi vegna hátíðarinnar Sumars á Selfossi ásamt rekstrarleyfisumsókn - heimagisting Sunnuvegi 3, áður á dagskrá 28. maí sl. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar
1.
1504135 - Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Árnesinga
Aðalfundur haldinn 28. apríl
Lagt fram til kynningar.
Almenn afgreiðslumál
2.
1505206 - Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs
Lagt var til að Gunnar Egilsson verði formaður bæjarráðs og Sandra Dís Hafþórsdóttir verði varaformaður. Var það samþykkt samhljóða.
3.
1506088 - Erindi Vegagerðarinnar varðandi beiðni íbúa við Votmúlaveg um að lokað verði fyrir gegnumakstur.
Bæjarráð óskar eftir hugmyndum frá Vegagerðinni um leiðir til að draga úr hraða á vegarkaflanum við Austurkot.
4.
1506207 - Styrkbeiðni Aldísar Sigfúsdóttur, f.h. Fischerseturs, skákkennsla í Fischersetri 2015-2016
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda.
5.
1506210 - Tillaga um breytingu á gjaldskrá sundlauga Árborgar
Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldi fyrir stök skipti í 650 kr, enda var gjaldskrá sundstaða ekki hækkuð um sl. áramót þegar aðrar gjaldskrár voru hækkaðar.
6.
1506225 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - Sumar á Selfossi 2015, Knattspyrnufélag Árborgar
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
7.
1505223 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - heimagisting að Sunnuvegi 3, Þorgeir Freyr Sveinsson, gististaður í flokki I
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50.
Gunnar Egilsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Viðar Helgason
Arna Ír Gunnarsdóttir
Ásta Stefánsdóttir