42. fundur fræðslunefndar
42. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 13. mars 2014 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1403088 - Leikskóladagatal 2014-2015 |
|
Tillögur að leikskóladagatali 2014-2015 frá Álheimum, Árbæ, Brimveri og Æskukoti, Hulduheimum og Jötunheimum. Leitast var við að samræma skipulagsdaga, m.a. að höfðu samráði við skólastjóra grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkir tillögurnar. |
||
|
||
2. |
1403089 - Skóladagatal 2014-2015 |
|
Tillögur að skóladagatali 2014-2015 fyrir Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla. Einnig var lögð fram ályktun frá kennurum Vallaskóla. Í ljósi athugasemda er afgreiðslu frestað til næsta fundar og óskað eftir að skólastjórar taki skóladagtalið aftur til skoðunar með skólaráðum og kennurum. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
3. |
1403119 - Stöður leikskólastjóra við Hulduheima og Jötunheima |
|
Fræðslustjóri kynnti umsækjendur og verklag Capacent í tengslum við meðferð umsókna. |
||
|
||
4. |
1403096 - Upplýsingatækni og skólastarf |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir lagði fram spurningar um stöðuna í upplýsingatæknimálum skólanna. 1. Hverjar eru óskir/þarfir í grunn- og leikskólum sveitarfélagsins í upplýsingatæknimálum að mati stjórnenda þeirra? 2. Hver er þörf/ósk skólanna um endurnýjun og/eða viðbætur á vélbúnaði að mati stjórnenda skólanna? 3. Hver er þörfin varðandi eflingu nettenginga eða uppsetningu á nægilega öflugu þráðlausu neti í hverjum skóla fyrir sig? 4. Hver er kostnaður við að mæta þörfum/óskum skólanna í upplýsingatæknimálum og hversu mikið var gert ráð fyrir að verja í þessi mál á fjárhagsárinu 2014? Lagt fram minnisblað með svörum skólastjóra leik- og grunnskóla og upplýsingum frá fræðslustjóra. Bókun. Undirrituð þakkar framkomin svör við fyrirspurn um upplýsingatæknimál í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Árborg á að hafa þann metnað að vera í fremstu röð í upplýsingatæknimálum í leik- og grunnskólum. Afar hröð þróun hefur orðið í notkun tölvu- og snjalltækja í kennslu í skólum og virðast vera óþarfa hindranir í veginum fyrir að hægt sé að nýta þessa tækni eins og þyrfti. Undirrituð leggur til að skoðað verði hvort aðskilja eigi tölvudeild sveitarfélagsins og tölvutæknimál skólanna. Undirrituð leggur auk þess til að sett verði upp þráðlaus net án tafar í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins þar sem það er ekki til staðar. Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista. |
||
|
||
5. |
1401115 - Aðgerðaráætlun Sv.Árborgar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri kynbundinni áreitni |
|
Til kynningar. Aðgerðaráætlunin gerir m.a. ráð fyrir að skipað sé í heilsuverndarteymi og á fundi bæjarráðs, 20. janúar sl., voru eftirtaldir skipaðir í teymið: Anný Ingimarsdóttir, félagsmálasviði, Birna Kjartansdóttir, framkvæmda- og veitusviði, Lára Ólafsdóttir, fræðslusviði og Þorvaldur Halldór Gunnarsson, fræðslusviði. Varamenn: Halla Steinunn Hinriksdóttir, félagsmálasviði, Hermann Örn Kristjánsson, fræðslusviði og Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir, fræðslusviði. |
||
|
||
6. |
1403093 - Fréttabréf skólaþjónustu Árborgar |
|
1. og 2. tbl. 2014 til kynningar. |
||
|
||
7. |
1402054 - Álfheimafréttir |
|
3. tbl. 2014 til kynningar. |
||
|
||
8. |
1312029 - Minnisblað um styrkumsókn í sjóðinn "Forritar framtíðarinnar" |
|
Afgreiðsla sjóðsins á umsókn Sveitarfélagsins Árborgar. |
||
Stjórn sjóðsins hefur nú yfirfarið umsóknir í sjóðinn. Gat sjóðurinn ekki orðið við umsókn Árborgar að þessu sinni en sjóðurinn hefur opnað nýjan umsóknarfrest fyrir úthlutun á haustönn 2014. |
||
|
||
9. |
1402125 - Fréttabréf Brimvers og Æskukots |
|
Febrúarbréf til kynningar. |
||
|
||
10. |
1402071 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra |
|
Fundargerð til kynningar frá 11. mars 2014. |
||
|
||
11. |
1402163 - Samstarf skólaþjónustu, félagsþjónustu og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands |
|
Fundargerð frá 13. febrúar 2014 til kynningar. |
||
|
||
12. |
1403094 - Skólaráð Vallaskóla |
|
Fundargerð frá 26. febrúar 2014 til kynningar. |
||
|
||
13. |
1402089 - Skólaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri |
|
Til kynningar 25. fundur sem var haldinn 11. mars 2014. |
||
|
||
14. |
1403039 - Stóri leikskóladagurinn - Árborg gestasveitarfélag |
|
Til kynningar: - Bréf frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, dags. 25. febrúar 2014, þar sem Sveitarfélaginu Árborg er boðið að vera gestasveitarfélag Stóra leikskóladagsins í ár. - Þakkarbréf fræðslustjóra frá 5. mars 2014 þar sem tilkynnt er að leikskólafólk í Árborg þiggi boðið. |
||
|
||
15. |
1402053 - Skólaráð Sunnulækjarskóla |
|
Til kynningar 31. fundur haldinn 12. mars 2014. |
||
|
||
16. |
1403097 - Forvarnar- og frístundastarf |
|
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi og Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, forvarnar- og tómstundafulltrúi, komu á fundinn til að ræða forvarnar- og frístundamál. Minnisblað Braga, sem fjallar m.a. um mögulegar breytingar á lengdri viðveru nemenda í 1.― 4. bekk með meiri tengingum við íþrótta- og tómstundafélög sveitarfélagins, fékk góðar viðtökur. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
|
Brynhildur Jónsdóttir |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Magnús Jóhannes Magnússon |
Eygló Aðalsteinsdóttir |
|
Már Ingólfur Másson |
Málfríður Garðarsdóttir |
|
Málfríður Erna Samúelsdóttir |
Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir |
|
|
Þorsteinn Hjartarson |
|
|