Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


31.8.2017

42. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

42. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 23. ágúst 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista Viktor Pálsson, varamaður, S-lista Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1708095 - Gatnagerð við Flugvöll Selfoss -Vallarheiði 2017
  Farið yfir skipulag við Flugvöll Selfoss. Ákveðið að hefja verkhönnun fyrir svæðið.
     
2.   1605337 - Borun á ÞK-18
  Farið yfir stöðu borverksins. Unnið er að fóðringu holunnar ÞK-18 niður á 1489 m dýpi. Afkastamæling mun fara fram að því loknu.
     
3.   1507013 - Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
  Borhola SE-34 við Jórutún verður fóðruð niður á 300 m dýpi til að loka fyrir innrennsli úr köldum æðum.
     
4.   1609137 - Orkusjóður - styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
  Stjórnin ákveður að auglýsa eftir samstarfsaðila um uppsetningu og rekstur á hraðhleðslustöðvum í sveitarfélaginu.
     
5.   1706148 - Fjögurra ára samgönguáætlun vegna hafna- og sjóvarnaframkvæmda, 2018-2021.
  „Stjórnin fór yfir erindi Vegagerðarinnar dagsett 15. júní 2017. Stjórnin óskar eftir að áfram verði unnið að sjóvörnum á þeim stöðum sem tilgreindir eru í sjóvarnaskýrslu Siglingastofnunar frá árinu 2012. Jafnframt verði ástand núverandi sjóvarnagarða endurmetið.“
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30  
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Helgi Sigurður Haraldsson
Viktor Pálsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
         

Þetta vefsvæði byggir á Eplica