Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.9.2012

108. fundur bæjarráðs

108. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 13. september 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá málefni viðbyggingar við Sundhöll Selfoss og rekstur líkamsræktarstöðvar, var það samþykkt samhljóða. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1201019 - Fundargerðir félagsmálanefndar

 

20. fundur haldinn 3. september 21. fundur haldinn 5. september

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1201020 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar

 

39. fundur haldinn 4. september

 

-liður 2, 1208139, fjárhagsáætlun 2013, gjaldskrá Selfossveitna. Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmda- og veitustjórnar um hækkun gjaldskrár um 3,9%.

Fundargerðin staðfest.

 

   

3.

1201024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

 

28. fundur haldinn 5. september

 

-liður 7, 1208119, óskað er eftir leyfi fyrir landnámshænum að Hafnartúni, Selfossi, bæjarráð veitir leyfi til eins árs til reynslu til að halda allt að sex landnámshænur að Hafnartúni, Selfossi, ekki er gefið leyfi til að hafa hana. Halda skal hænurnar innan girðingar.

-liður 9, mál nr. 1208115, umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun að Austurvegi 52, Selfossi. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að erindið verði grenndarkynnt. Eggert Valur kom inn á fundinn að nýju.

-liður 10, fyrirspurn um breytingar á lóð að Kerhólum 9-17. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að erindið verði grenndarkynnt.

-liður 15, mál nr. 1111015, friðlýsing landsvæða í Flóa. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um friðlýsingu fuglafriðlands í Flóa. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að gera samkomulag við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, í samráði við Umhverfisstofnun, varðandi afnot af Flóagaflsmýri.

-liður 16, mál nr. 1106045, tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um kynningu tillögunnar.

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

4.

1201156 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

143. fundur haldinn 31. ágúst

 

Lagt fram.

 

   

5.

1204187 - Fundargerðir Byggðasafns Árnesinga

 

12. fundur haldinn 4. september

 

Lagt fram.

 

   

6.

1202238 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2012

 

8. fundur haldinn 4. september

 

-liður 2a) gönguleið með Ölfusá við NA-horn nýja kirkjugarðsins. Bæjarráð felur framkvæmdastóra að ræða við formann sóknarnefndar.

-liður 2b) gönguleið með Ölfusá, neðan við verslun Krónunnar. Framkvæmdin var ákveðin af framkvæmda- og veitustjórn í samræmi við gildandi aðalskipulag, lokafrágangi við stíginn er ekki lokið.

-liður 3, trjágróður við gangstéttir á Selfossi. Bæjarráð þakkar ábendinguna og vísar erindinu til umhverfisdeildar.

-liður 4, samþykkt um hundahald. Unnið er að fullvinnslu samþykktarinnar og verður hún lögð fyrir bæjarstjórn í október.

-liður 6, akstur í bæjargarði. Ekki er heimilt að aka bifreiðum eftir göngustígum.

-liður 7 b), malbikun á stíg milli tjaldsvæðis og Grundarhverfis. Unnið er að gerð fjárfestingaáætlunar fyrir árið 2013.

-liður 8, lokun afgreiðslu þjóðskrár á Selfossi. Bæjarráð vísar í fyrri bókun um málið.

-liður 9, 17. júní hátíðahöld. Sveitarfélagið hefur gert samning við Björgunarfélag Árborgar um 17. júní hátíðahöld og er framkvæmd í þeirra höndum.

-liður 10, eftirlit með blindhornum. Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að fara yfir stöðu mála.

-liður 11, kynning á starfsemi hverfisráða. Opinber kynning fór fram á starfsemi og tilvist hverfaráða þegar þeim var komið á stofn, önnur kynning hefur ekki farið fram.

 

   

7.

1209020 - Fundargerðir Borgarþróunar 2012

 

Stjórnarfundur haldinn 6. september Aðalfundur haldinn 6. september

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

8.

1209024 - Umsögn - drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga

 

Bæjarráð felur umsjónarmanni umhverfis- og framkvæmda að fara yfir frumvarpið.

 

   

9.

1205001 - Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2012

 

Lagt fram.

 

   

10.

1109126 - Ytra mat á skólastarfi

 

Minnisblað frá fræðslustjóra v/fyrirspurnar um kostnað við ytra mat í grunnskólum

 

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

 

   

11.

1209043 - Rekstrarleyfisumsögn - Matur og músík, Tryggvagötu 40

 

Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um erindið.

 

   

12.

1203082 - Yfirlit yfir útsvarstekjur og Jöfnunarsjóðsframlög

 

Lagt var fram yfirlit yfir tekjur af útsvari og framlög frá Jöfnunarsjóði fyrir janúar til ágúst 2012.

 

   

13.

1201004 - Upplýsingar um þróun sorpmagns 2011 - 2012

 

Lagðar voru fram tölur frá Sorpstöð Suðurlands um magn sorps eftir mánuðum. Heildarsorpmagn í Árborg hefur aukist milli ára, bendir það til aukinna umsvifa. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um skiptingu milli  úrgangsflokka milli ára.

 

   

14.

1208056 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss, viðræður við rekstraraðila líkamsræktarstöðvar

 

Farið var yfir stöðu málsins. Bæjarráð og sundlaugarhópur funda með þeim aðilum sem hafa lýst áhuga á að koma að rekstri líkamsræktarstöðvar í Sundhöll Selfoss, fimmtudaginn 20. september nk. frá kl. 17.

 

   

Erindi til kynningar

15.

1202386 - Erindi varðandi Dag gegn einelti 8. nóvember

 

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl:  9:40

 

Eyþór Arnalds

 

Elfa Dögg Þórðardóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica