40. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
40. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 12. september 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri, Andrés Rúnar Ingason, varamaður V-lista.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1206102 - Rekstrarform Selfossveitna |
|
Fulltrúar frá PwC komu á fundinn. Farið var yfir rekstrarform Selfossveitna bs. Stjórnin telur ekki ástæðu til að breyta núverandi rekstrarformi. |
||
|
||
2. |
0910079 - Leigusamningur við HS veitur um leiguhúsnæði |
|
Rætt um húsnæðisþörf tækni- og veitusviðs. Ljóst er að þörf er fyrir aukið húsnæði fyrir sviðið. Tækni- og veitustjóra falið að segja upp húsaleigusamningi við leigutaka að Austurvegi 67. |
||
|
||
3. |
1103049 - Götulýsing í Árborg |
|
Tækni- og veitustjóra falið að ræða við forsvarsmenn HS-veitna um rekstur og viðhald á götulýsingu í Árborg á grundvelli þess samnings sem liggur fyrir og unnið hefur verið eftir. |
||
|
||
4. |
1208138 - Strætóskýli í Árborg |
|
Tækni- og veitustjóra falið að láta færa annað biðskýlið sem stendur við Sunnulækjarskóla og koma því upp við Austurveg í samráði við byggingaryfirvöld og lóðarhafa. Í framhaldinu mun stjórnin vinna þarfagreiningu á framtíðarþörf fyrir biðskýli í sveitarfélaginu, tekið verður tillit til þess kostnaðar við fjárhagsáætlunargerð ársins 2013. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Tómas Ellert Tómasson |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
Andrés Rúnar Ingason |