Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.10.2012

24. fundur fræðslunefndar

24. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 20. september 2012  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15.

Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Gunnar Már Kristjánsson, fulltrúi foreldra leikskóla, Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara, Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. 
 
Formaður bauð Hörpu fulltrúa starfsmanna í leikskólum velkomna og leitaði afbrigða um að taka á dagskrá dagskrárlið nr. 19, fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2013. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1209091 - Foreldrakönnun í leikskólum

 

Fræðslustjóri kynnti undirbúning foreldrakönnunar í leikskólum sveitarfélagsins en skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja könnunina fyrir á sama tíma og sambærileg könnun verður lögð fyrir í leikskólum borgarinnar. Fræðslunefnd samþykkir að könnunin verði lögð fyrir í janúar næstkomandi og að fræðslustjóri haldi áfram undirbúningi í samstarfi við skóla- og frístundasvið, fræðslunefnd og leikskólastjóra í Sveitarfélaginu Árborg. 

 

   

Erindi til kynningar

2.

1209016 - Innra mat Sunnulækjarskóla 2011-2012

 

Birgir Edwald kynnti sjálfsmatsskýrslu Sunnulækjarskóla 2011-2012. Eins og segir í inngangi skýrslunnar er þar m.a. fjallað um með hvaða hætti skólastarfið er metið og gerð áætlana um eflingu skólastarfs. Sjálfsmatið byggir á ýmsum gögnum, bæði ytri- og innri könnunum, árangri á samræmdum prófum o.fl. 

 

   

3.

1208103 - Álit - skilgreining á skóladögum í grunnskólum

 

Til kynningar.  

 

   

4.

1109098 - Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar

 

Fundargerðir stýrihóps um endurskoðun skólastefnu frá 30. ágúst og 6. september til kynningar.

 

   

5.

1208041 - Vinnuhópur um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla í Árborg

 

Fundargerðir vinnuhóps um sérfræðiþjónustu frá 7. september og 11. september til kynningar.

 

   

6.

1101166 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra

 

Fundargerð frá 28. ágúst og 18. september til kynningar.

 

   

7.

1206037 - Tal- og málþroskaraskanir skólabarna - greiðsluþátttaka o.fl.

 

Til kynningar er tölvupóstur frá 23. ágúst frá skólamálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga sem greinir frá stöðu viðræðna milli ríkis og sveitarfélaga um talþjálfun barna. Einnig lagt fram minnisblað frá 11. júlí sl.

 

   

8.

1109126 - Ytra mat á skólastarfi - tilraunaverkefni

 

Minnisblað fræðslustjóra til bæjarráðs, dags. 7. september 2012, til kynningar.

 

   

9.

1208097 - Námstefna - stjórnun og forysta í grunnskólum

 

Til kynningar.

 

   

10.

1202386 - Þjóðarsáttmáli gegn einelti

 

Til kynningar. Erindið hefur þegar verið rætt á samstarfsfundum fræðslustjóra og skólastjórnenda í leikskólum og grunnskólum. Fræðslunefnd hvetur skóla sveitarfélagsins til að helga 8. nóvember baráttunni gegn einelti.

 

   

11.

1003034 - Velferðarvaktin - velferð barna á krepputímum

 

Til kynningar.

 

   

12.

1204180 - Álfheimafréttir

 

Til kynningar.

 

   

13.

1201073 - Fréttabréf Brimvers og Æskukots

 

Til kynningar.

 

   

14.

1209018 - Fréttabréf Hulduheima

 

Til kynningar.

 

   

15.

1201072 - Fréttabréf Jötunheima

 

Til kynningar.

 

   

16.

1203083 - Foreldrafélag Sunnulækjarskóla

 

Fréttabréf og fundargerð 3. september til kynningar.

 

   

17.

1205001 - Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2012

 

Til kynningar.

 

   

18.

1201084 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2012

 

Stjórnarfundur nr. 140 frá 30. ágúst 2012 og fundur nr. 141 frá 13. september 2012 til kynningar.

 

   

19.

1209131 - Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2013

 

Fræðslustjóri kynnti vinnu við fjárhagsáætlunargerðina á fræðslusviði. Óskað var eftir að fjárfestingaráætlun 2012 fyrir skólana verði kynnt á næsta fundi og listi yfir fjárfestingaráætlun 2013 verði einnig kynntur. Talað var um gjaldtöku í strætó frá Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir börn og einnig minnst á tölvumál skólanna.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:03
 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

Brynhildur Jónsdóttir

Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Arna Ír Gunnarsdóttir

Andrés Rúnar Ingason

 

Birgir Edwald

Eygló Aðalsteinsdóttir

 

Gunnar Már Kristjánsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica