43. fundur bæjarráðs
43. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 10.05.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi B-lista
Snorri Finnlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0701118 |
|
1a) -liður 1, Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun fulltrúa D-lista:
Eins og fram kemur í fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar frá 2.5.07 var enginn fulltrúi frá D-lista mættur á fundinum.
Vegna mistaka misfórst að tilkynna forföll aðalmanna og boða varamenn til fundarins og er beðist afsökunar á því að slík mistök hafi orðið og enginn hafi mætt á fundinn fyrir hönd D-lista.
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerðir til kynningar:
0703171 |
|
|
b. |
0702012 |
|
2b) Bæjarráð hvetur stjórn SASS til að gangast eftir því að framlag ríkisins vegna rekstrarársins 2006 fyrir Gaulverjaskóla verði greitt.
Lagðar fram.
3. 0704150
Lokaskýrsla verkefnisstjórnar Sunnan3 í lok verkefnis Sunnan3 og tillaga um rafrænt þjónustutorg, skrifstofuhótel, skilvirkari stjórnsýslu og rafræna félagsmiðstöð -
Skýrslan er lögð fram. Bæjarráð þakkar verkefnisstjórn gott starf. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kostnaðarmeta tillögur og leggja fyrir bæjarráð.
4. 0704146
Umsókn um greiðslu á kostnaði vegna tónlistarnáms í Reykjavík -
Reglur um stuðning við tónlistarnemendur úr Árborg sem stunda nám í öðrum sveitarfélögum féllu úr gildi 2004 og voru ekki endurnýjaðar, því er ekki gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og getur bæjarráð því ekki orðið við erindinu. Bæjarráð samþykkir að ákvörðun um hvort sveitarfélagið muni veita nemendum stuðning á næsta fjárhagsári verði tekin í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera athugun á réttarstöðu Sveitarfélagsins Árborgar um endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna framhaldsnáms í tónlist og leggja fyrir bæjarráð.
Samþykkt samhljóða.
5. 0705017
Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2007 - fundarboð -
Bæjarráð samþykkir að Margrét Ásgeirsdóttir, yfirbókavörður, sæki aðalfundinn f.h. sveitarfélagsins.
6. 0703160
Beiðni um heimild til breytinga á skipulagsdögum í Árbæ 2008, sbr. lið 1 í fundargerð leikskólanefndar frá 18.04.07, - áður frestað á 41. fundi bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir beiðnina.
7. 0704144
Beiðni unglingaráðs Knattspyrnudeildar UMF Selfoss um stuðning við ýmis verkefni -
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar og verkefnisstjóra íþrótta- forvarnar- og menningarmála að ræða við bréfritara og leggja niðurstöðuna fyrir bæjarráð eigi síðar en 24. maí. Samkvæmt þjónustusamningi við UMFS skulu erindi frá deildum ungmennafélagsins berast í gegnum aðalstjórn UMFS.
8. 0704107
Beiðni verkefnisstjóra fræðslumála um heimild til að veita skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri launalaust leyfi skólaárið 2007-2008 -
Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til umsagnar.
9. 0705023
Beiðni framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs um heimild til framkvæmda við gatnagerð við Skeiðtröð og við lokafrágang Gagnheiði - austur. -
Bæjarráð samþykkir beiðnina.
10. 0401006
Samningur um sameiginlega félagsmálanefnd Sveitarfélagsins Árborgar og Flóahrepps - tillaga um endurskoðun -
Lögð var fram tillaga bæjarstjóra um að samningi við Flóahrepp um sameiginlega félagsmálanefnd verði sagt upp og horfið frá gerð þjónustusamnings.
Greinargerð:
Þann 30. desember 2003 var stofnuð sameiginleg félagsmálanefnd Árborgar, Gaulverjabæjarhrepps, Hraungerðishrepps og Villingaholtshrepps, nú Flóahrepps. Í 1. gr. samningsins kemur fram að sveitarfélögin stefni að því að gera með sér þjónustusamning um að Árborg veiti ráðgjöf, fagþjónustu, úrvinnslu og framkvæmd úrræða í þeim málefnum sem falla undir félagsmálanefnd.
Á fundi bæjarráðs 17. mars 2005 fól bæjarráð Árborgar framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar að semja tillögu að þjónustusamningi. Drögin voru lögð fyrir bæjarráð 13. október 2005. Bæjarráð var sammála efni draganna en ítrekaði það sem fram hafði komið að ekki væri unnt að staðfesta samninginn fyrr en tekist hefði að ráða starfsfólk inn á sviðið þannig að unnt væri að anna verkefnum. Veruleg fjölgun mála innan félagsþjónustu Árborgar og viðvarandi mannekla , sérstaklega á sviði barnaverndar og fjárhagsaðstoðar er megin skýring þess að ekki hefur enn verið hægt að ganga til samninga um þjónustu við Flóahrepp eins og stefnt var að með samningnum frá 30. desember 2003.
Að höfðu samráði við framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar er lagt til að samningnum verði sagt upp og að horfið verði frá því að gera þjónustusamning.
Ragnheiður Hergeirsdóttir
bæjarstjóri
Tillagan var samþykkt samhljóða. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Flóahrepps um mögulegt víðtækara samstarf eða sameiningu sveitarfélaganna.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Ég samþykki tillöguna vegna þessa sértæka samnings en lýsi jafnframt yfir áhuga á heildstæðu samstarfi Sveitarfélagsins Árborgar og Flóahrepps í ýmsum málaflokkum, ekki síst til að skapa skipulagslega heild þessara tveggja sveitarfélaga. Ennfremur lýsi ég yfir vilja bæjarfulltrúa D-lista til að skoða alvarlega kosti þess að sameina sveitarfélögin.
11. 0701156
Uppsögn á leigusamningi um hluta beitarlandsins Brautarholts - aðkoma að beitarlandinu Veitunni II, sbr. lið 4 í fundargerð landbúnaðarnefndar frá 5. janúar 2007, - áður frestað á 13. fundi bæjarstjórnar
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu landbúnaðarnefndar frá 5. janúar 2007 og samþykkir kostnað við að girða vegslóðann af.
12. Erindi til kynningar:
a) 0704136
Beiðni SASS um að embættismenn sveitarfélaga veiti umsögn um frumvörp til skipulagslaga og til laga um mannvirki -
Bæjarráð felur bæjarritara og skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu.
b) 0705020
Ályktun Leikfélags Selfoss um fjölnota menningarhús -
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00.
Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir