9.7.2015
43. fundur bæjarráðs
43. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 9. júlí 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Már Ingólfur Másson, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá ályktun vegna Hvammsvirkjunar. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
|
12. fundur haldinn 1. júlí |
|
-liður 7, 1506224, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar vegna jarðtækniathugana í Efri-Laugardælaeyju. Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfið. -liður 8, 1506256, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar lágspennustrengs við Eyrarbraut, Stokkseyri. Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfið. Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
2. |
1505126 - Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks 2015 |
|
13. fundur haldinn hinn 9. júní 2015 |
|
Lagt fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
3. |
1506009 - Stofnun öldungaráðs í Árborg, samþykktir fyrir öldungaráð til samþykktar og kjör tveggja fulltrúa |
|
Bæjarráð staðfestir samþykktirnar. Fulltrúar í öldungaráði verða Ari B. Thorarensen og Eggert Valur Guðmundsson. Bæjarráð óskar eftir tilnefningum frá félögum eldri borgara á Eyrarbakka og Selfossi og umsjónarmönnum félagsstarfs á Stokkseyri. |
|
|
|
4. |
1506232 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24.06.2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Selfossbíó, veitingastaður í flokki II, umsækjandi Kvikmyndafélagið ehf. |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
5. |
1506233 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24.06.2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, veitingastaður í flokki I (veitingavagn), umsækjandi Pizza félagið ehf |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
6. |
1506061 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 07.06.2015, um umsögn um tímabundið áfengisleyfi, Olíuverslun Íslands, Arnbergi |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
7. |
1506270 - Beiðni Tónsmiðju Suðurlands ehf, dags. 25.06.2015, um aukinn kvóta til handa Tónkjallaranum vegna nemenda úr Sveitarfélaginu Árborg |
|
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2016. |
|
|
|
8. |
1504009 - Rekstraryfirlit fyrir mánuðina janúar til apríl og janúar til maí |
|
Lagt fram. |
|
|
|
9. |
1503029 - Beiðni leikskólastjóra á Brimver/Æskukoti, dags. 25.06.2015 um að starfsdögum sem áætlað var að taka dagana 5., 6. og 7. ágúst n.k. verði frestað þar til síðar á skólaárinu. |
|
Bæjarráð samþykkir erindið. |
|
|
|
10. |
1506088 - Umferð og umferðarskipulag við Votmúlaveg, beiðni um lokun vegarins nærri Austurkoti, upplýsingar um afstöðu Vegagerðarinnar sbr. fyrirspurn bæjarráðs til hennar á 42. fundi |
|
Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna málsins. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
11. |
1505163 - Beiðni Auðar I. Ottesen vegna Sumarhússins og garðsins um leyfi fyrir umferðartakmörkunum vegna Stefnumóts við Múlatorg dagana 18. og 19. júlí 2015 |
|
Samþykki nágranna lagt fram. Bæjarráð samþykkir tímabundna lokun vegarkaflans. |
|
|
|
12. |
1506269 - Hreyfivika UMFÍ sept. 2015 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
13. Ályktun vegna Hvammsvirkjunar: Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi ályktun: Undirrituð fagnar því að Hvammsvirkjun í neðri Þjórsá hafi verið færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Ljóst er að þessi niðurstaða er fengin eftir faglega og vandaða umfjöllun verkefnisstjórnar um rammaáætlun og faghóps á hennar vegum. Gera má ráð fyrir talsverðum beinum og óbeinum jákvæðum áhrifum á atvinnuuppbyggingu á Árborgarsvæðinu á framkvæmdartíma virkjunarinnar. Einnig er ástæða til þess að árétta, að stærri hluti þeirrar orku sem framleidd er á Suðurlandi verði nýttur til frekari atvinnusköpunar á svæðinu. Nú eru um 4% framleiddrar orku nýtt á Suðurlandi en um 50% af virkjuðu vatnsafli og 70% af virkjuðu afli frá háhitasvæðum koma úr þessum landshluta. Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista. Fulltrúar B-, D- og Æ-lista tóku undir ályktunina. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00
Gunnar Egilsson |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Íris Böðvarsdóttir |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Már Ingólfur Másson |
|
Ásta Stefánsdóttir |