Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.7.2015

43. fundur bæjarráðs

43. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 9. júlí 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Már Ingólfur Másson, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá ályktun vegna Hvammsvirkjunar. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  12. fundur haldinn 1. júlí
  -liður 7, 1506224, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar vegna jarðtækniathugana í Efri-Laugardælaeyju. Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfið. -liður 8, 1506256, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar lágspennustrengs við Eyrarbraut, Stokkseyri. Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfið. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2. 1505126 - Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks 2015
  13. fundur haldinn hinn 9. júní 2015
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
3. 1506009 - Stofnun öldungaráðs í Árborg, samþykktir fyrir öldungaráð til samþykktar og kjör tveggja fulltrúa
  Bæjarráð staðfestir samþykktirnar. Fulltrúar í öldungaráði verða Ari B. Thorarensen og Eggert Valur Guðmundsson. Bæjarráð óskar eftir tilnefningum frá félögum eldri borgara á Eyrarbakka og Selfossi og umsjónarmönnum félagsstarfs á Stokkseyri.
     
4. 1506232 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24.06.2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Selfossbíó, veitingastaður í flokki II, umsækjandi Kvikmyndafélagið ehf.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
5. 1506233 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24.06.2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, veitingastaður í flokki I (veitingavagn), umsækjandi Pizza félagið ehf
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
6. 1506061 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 07.06.2015, um umsögn um tímabundið áfengisleyfi, Olíuverslun Íslands, Arnbergi
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
7. 1506270 - Beiðni Tónsmiðju Suðurlands ehf, dags. 25.06.2015, um aukinn kvóta til handa Tónkjallaranum vegna nemenda úr Sveitarfélaginu Árborg
  Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2016.
     
8. 1504009 - Rekstraryfirlit fyrir mánuðina janúar til apríl og janúar til maí
  Lagt fram.
     
9. 1503029 - Beiðni leikskólastjóra á Brimver/Æskukoti, dags. 25.06.2015 um að starfsdögum sem áætlað var að taka dagana 5., 6. og 7. ágúst n.k. verði frestað þar til síðar á skólaárinu.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
10. 1506088 - Umferð og umferðarskipulag við Votmúlaveg, beiðni um lokun vegarins nærri Austurkoti, upplýsingar um afstöðu Vegagerðarinnar sbr. fyrirspurn bæjarráðs til hennar á 42. fundi
  Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna málsins.
     
Erindi til kynningar
11. 1505163 - Beiðni Auðar I. Ottesen vegna Sumarhússins og garðsins um leyfi fyrir umferðartakmörkunum vegna Stefnumóts við Múlatorg dagana 18. og 19. júlí 2015
  Samþykki nágranna lagt fram. Bæjarráð samþykkir tímabundna lokun vegarkaflans.
     
12. 1506269 - Hreyfivika UMFÍ sept. 2015
  Lagt fram til kynningar.
     

13. Ályktun vegna Hvammsvirkjunar: Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi ályktun: Undirrituð fagnar því að Hvammsvirkjun í neðri Þjórsá hafi verið færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Ljóst er að þessi niðurstaða er fengin eftir faglega og vandaða umfjöllun verkefnisstjórnar um rammaáætlun og faghóps á hennar vegum. Gera má ráð fyrir talsverðum beinum og óbeinum jákvæðum áhrifum á atvinnuuppbyggingu á Árborgarsvæðinu á framkvæmdartíma virkjunarinnar. Einnig er ástæða til þess að árétta, að stærri hluti þeirrar orku sem framleidd er á Suðurlandi verði nýttur til frekari atvinnusköpunar á svæðinu. Nú eru um 4% framleiddrar orku nýtt á Suðurlandi en um 50% af virkjuðu vatnsafli og 70% af virkjuðu afli frá háhitasvæðum koma úr þessum landshluta. Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista. Fulltrúar B-, D- og Æ-lista tóku undir ályktunina. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00

Gunnar Egilsson   Sandra Dís Hafþórsdóttir
Íris Böðvarsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Már Ingólfur Másson   Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica