43. fundur bæjarstjórnar
43. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 12. júní 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til staðfestingar
1. a) 1301007
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 54. fundur frá 13. maí
b) 140. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 16. maí
2. a) 141. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 23. maí
3. a) 142. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 30. maí
4. a) 1301011
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 6. fundur frá 22. maí
b) 1301007
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 55. fundur frá 29. maí
c) 1301009
Fundargerð fræðslunefndar 33. fundur frá 22. maí
d) 143. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 6. júní
- liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundagerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 13. maí, lið 2, málsnr. 1303006 – Framkvæmd hunda- og kattaeftirlits í Sveitarfélaginu Árborg 2013.
Gunnar Egilsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 3 a) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 30. maí, lið 5, málsnr. 1305239 – Erindi um fyrirhugaða starfrækslu Selfossbíós.
- liður 4 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 22. maí.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir upplýsingum um starfsmannahald á menningarsviði.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.
- liður 4 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 22. maí, lið 13 – málsnr. 1206087 – Barnabær –samstarfsverkefni skólasamfélagsins á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 4 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 22. maí, lið 2, málsnr. 1304079 – Kynning á innleiðingu á spjaldtölvum í Vallaskóla.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
II. 1302190
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.
1. Kosning forseta til eins árs
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Kosning 1. varaforseta til eins árs
Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista, yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3. Kosning 2. varaforseta til eins árs
Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. Kosning tveggja skrifara til eins árs
Lagt var til að Eyþór Arnalds, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, yrðu kosnir skrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs
Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
III. 1302190
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:
Aðalmenn: Varamenn:
Eyþór Arnalds Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir Kjartan Björnsson
Eggert Valur Guðmundsson Arna Ír Gunnarsdóttir
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
IV. 1302190
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:
1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.
2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
5. Undirkjörstjórn 4, (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
6. Undirkjörstjórn 5, (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
Lagt er til að eftirtaldir verði kosnir í kjörstjórnir:
1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Ingimundur Sigurmundsson Lára Ólafsdóttir
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Sigurbjörg Gísladóttir
Bogi Karlsson Þórunn Jóna Hauksdóttir
2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Erlendur Daníelsson Þorgrímur Óli Sigurðsson
Gunnar Gunnarsson Hólmfríður Einarsdóttir
Ólafur Bachmann Haraldsson Svanborg Egilsdóttir
3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Erling Rúnar Huldarsson Magnús Jóhannes Magnússon
Ingibjörg Jóhannesdóttir Sigríður Ólafsdóttir
Valdemar Bragason Gunnar Þorkelsson
4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Björnsdóttir Elvar Ingimundarson
Hafdís Kristjánsdóttir Grétar Páll Gunnarsson
Ragnhildur Benediktsdóttir Jónína Halldóra Jónsdóttir
5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir Helga Björg Magnúsdóttir
Björn Harðarson Bjarkar Snorrason
Ragnhildur Jónsdóttir Guðni Kristjánsson
6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Lýður Pálsson Arnar Freyr Ólafsson
María Gestsdóttir Þórarinn Ólafsson
Svanborg Oddsdóttir Birgir Edwald
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
V. 1305181
Tillaga um að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti í sumar
Lagt er til að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti frá og með 13. júní til 21. ágúst.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
VI. 1305181
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála
Með vísan til heimildar í 7. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 21. ágúst. Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
VII. 1211126
Samþykktir Sveitarfélagsins Árborgar – síðari umræða.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Nýjar samþykktir fyrir Sveitarfélagið Árborg eru unnar í samræmi við ný sveitarstjórnarlög sem tóku gildi 1. janúar 2012. Nýmæli í þeim lögum eru til dæmis fjölgun bæjarfulltrúa miðað við stærð sveitarfélaga, skýrari valdmörk og heimildir til íbúakosninga. Vinna við samþykktirnar hefur verið unnin af fulltrúum allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn og er þannig reynt að ná breiðri samstöðu um meginatriði þeirra. Með samþykktunum er fest í sessi stjórnskipan sveitarfélagsins eins og hún nú er og með þeim sameiningum á nefndum sem nú hafa átt sér stað. Til að tryggja góða sátt um grunnreglur sveitarfélagsins og taka tillit til þeirra sjónarmiða sem komið hafa fram um að halda fjölda bæjarfulltrúa óbreyttum er lagt til að fjöldi þeirra verði áfram óbreyttur eða níu alls, hvorki fleiri né færri en nú eru. Jafnframt er sett inn nýtt ákvæði sem tryggir að hér eftir þurfi aukinn meirihluta til að breyta samþykktunum eða 2/3 hluta greiddra atkvæða. Festir þetta í sessi þá stjórnskipan sem nú er hjá sveitarfélaginu og tryggir jafnframt að breið samstaða þurfi að vera til staðar um frekari breytingar.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls og tók undir fyrri bókun D-lista en lagði einnig fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð fagna þeim breytingum sem hafa verið gerðar á bæjarmálasamþykkt sveitarfélagsins. Sérstakt fagnaðarefni er að nú hefur fyrri ákvörðun verið breytt hvað varðar fjölda bæjarfulltrúa. Undirrituð hafa allt frá upphafi kjörtímabilsins gagnrýnt þá ákvörðun sem tekin var á 2. fundi bæjarstjórnar þann 7. júlí 2010 um fækkun bæjarfulltrúa úr níu í sjö, samanber bókun bæjarfulltrúa S-lista frá þeim fundi. Einnig er ánægjulegt að sjá að fullt tillit hefur verið tekið til þeirra tillagna og áendinga sem undirrituð hafa lagt til við endurskoðun á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls og tóku undir bókanir D- og S-lista sem áður höfðu verið lagðar fram.
Samþykktir Sveitarfélagsins Árborg voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:04.
Eyþór Arnalds
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari