43. fundur félagsmálanefndar
43. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 12. apríl 2010 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista,
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista,
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista,
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir. verkefnisstjóri félagslegra úrræða,
Þórunn Elva Bjarkadóttir (S) boðaði forföll.
Dagskrá:
1. 1004019 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
2. 1004022 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
3. 1004023 - Húsnæðismál- trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
4. 1004021 - Fjárhagsaðstoð - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
5. 1003165 - Sérstakar húsaleigubætur í félagslega húsnæðiskerfinu
Eftirfarnandi breytingar á 8. og 27. gr. reglna um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur í Sveitarfélaginu Árborg eru lagðar fram og lagt er til:
Ný málsgrein, 3 mgr. 8. gr., verði svohljóðandi:
,,Heimilt er að greiða þeim sem búa í félagslegu leiguhúsnæði í eigu Leigubústaða Árborgar sérstakar húsaleigubætur uppfylli þeir skilyrði 1. mgr. 6. gr. og skilyrði a. og b. liðar 6. gr. regna þessara."
Við 27. gr. bætist við eftirfarnandi málsgrein sem verður 3 mgr. 27. gr.:
,,Sérstakar húsaleigubætur til þeirra sem búa í félagslegu leiguhúsnæði í eigu Leigubústaða Árborgar, sbr. 3. mgr. 8. gr., greiðast í fyrsta sinn vegna aprílmánaðar 2010."
Meirihluti Félagsmálanefndar, Þorgrímur Óli Sigurðsson (B) og Sædís Ósk Harðardóttir (V) samþykkir breytingarnar, Guðmundur B. Gylfason (D) og Bjarnheiður Ástgeirsdóttir (D) sitja hjá.
6. 0912040 - Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2010
Lögð er fram tillaga að breytingu á 3. grein reglna í gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Árborg. Í núgildandi reglum er tekið mið að grunnfjárhæð einstaklings samkvæmt gildandi reglum Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar um fjárhagsaðstoð en lagt er til að 3. gr. reglnanna vera svo hljóðandi.
,,Gjald fyrir ferðir út fyrir mörk Sveitarfélagsins Árborgar, sbr. undanþáguákvæði 2. mgr. 6. gr. reglna um ferðaþjónustu fatlaðra, er tekjutengd. Notendur, 18 ára og eldri, sem eru einungis með tekjur frá Tryggingastofnun ríkisins (örorkulífeyrir, aldurstengd örorkuuppbót 100%, tekjutrygging og heimilisuppbót), kr. 179.639, greiði sem svarar 25% af ferðakostnaði. Notendur með hærri tekjur en áðurnefnda grunnfjárhæð greiði 50% af ferðakostnaði. Við gjaldtöku notenda, yngri en 18 ára, gildir sama regla og skal taka mið af tekjum forsjárforeldra."
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar.
7. 1004018 - Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra
Lagt fram til kynningar.
8. 1001061 - Samstarfssamningur um nærþjónustu við langveik börn og börn með ADHD og fjölskyldur þeirra
Fjölskyldumiðstöð Árbogar fékk úthlutaðar sex milljón króna í styrk frá félags-og tryggingamálaráðuneytinu vegna verkefna sem ætlað er að efla þjónustu í heimabyggð við langveik börn og börn með athyglisbrest og ofvirkni. Verkefni sem Fjölskyldumiðstöðin sótti um voru annarsvegar ráðning talmeinafræðings til að gera átak í að þjálfa þau börn sem eru í brýnustu þörf vegna mál-og talvanda og hinsvegar ráðningu starfsmanna í liðveislu og stuðningsforeldra til handa fyrrgreindum hópi barna. Verkefnið er til eins árs.
Félagsmálnefnd fagnar styrkveitingunni.
9. 1003052 - Smiðjan-nýtt hlutverk
Hópur fólks í atvinnuleit hefur nú fengið afnot af húsnæði Sveitarfélagsins Árborgar að Austurvegi 36, Selfossi þar sem áður var leikskólinn Ásheimar. Til stendur að húsnæðið verði notað sem félags-, fræðslu- og nýsköpunarmiðstöð fólks sem er í atvinnuleit. Hópurinn sem stendur að verkefninu stefnir að því að í Smiðjunni skapast aðstæður fyrir fólk til að koma hugmyndum sínum um ný atvinnutækifæri á framfæri. Með starfseminni skapast tækifæri til að virkja og efla þá sem eru í atvinnuleit.
Félagsmálanefnd fagnar framtaki hópsins og óskar þeim velgegni.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50
Þorgrímur Óli Sigurðsson
Guðmundur B. Gylfason
Sædís Ósk Harðardóttir
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir