43. fundur fræðslunefndar
43. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 10. apríl 2014, í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.
Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, varamaður D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra, Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara, Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1403089 - Skóladagatal 2014-2015 |
|
Skóladagatal Barnaskólans Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla fyrir árið 2014-2015 lagt fram. Einnig minnisblað skólastjóra Sunnulækjarskóla frá 4. apríl 2014, minniblað skólastjóra BES frá 8. apríl 2014 og fundargerð skólaráðs Vallaskóla frá 9. apríl 2014. Skóladagatalið samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1404098 - Tillaga um námskeið/fræðslu fyrir foreldra við skólabyrjun á haustin |
|
Tillaga frá Örnu Ír Gunnarsdóttur: Undirrituð leggur til að foreldrum nýrra grunnskólanemenda í Svf. Árborg verði boðið upp á námskeið/fræðslu við skólabyrjun á haustin þar sem áhersla er lögð á hvernig foreldrar geti sem best stutt við skólagöngu barnanna sinna. Greinargerð: Það sem foreldrar gera heima, sem góðir uppalendur, hefur merkjanleg áhrif á námsárangur barna. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli foreldraþátttöku, betri hegðunar barna, ástundunar í námi og námsárangurs. Í nýlegum rannsóknum koma fram sterkar og vaxandi vísbendingar um að fjölskyldur geti eflt árangur barna sinna í námi m.a. með því að hvetja börn sín, sýna náminu áhuga, sýna gott fordæmi og eiga gott samstarf við skólann. Undirrituð telur að með því að bjóða foreldrum upp á slíkt námskeið/fræðslu séum við að auka möguleika á bættum námsárangri og betri líðan barnanna okkar. Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista. Samþykkt samhljóða. Fræðslustjóra og skólastjórum falið að útfæra þetta nánar. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
3. |
1401008 - PISA 2012 |
|
Almar M. Halldórsson frá Námsmatsstofnun kynnti helstu niðurstöður PISA 2012 fyrir Árborg. |
||
|
||
4. |
1403119 - Stöður leikskólastjóra við Hulduheima og Jötunheima |
|
Kristrún Hafliðadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Hulduheima og Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Jötunheima. Þær taka við leikskólastjórastöðunum 1. maí nk. Fræðslunefnd býður þær velkomnar til starfa og þakkar um leið þeim Eygló Aðalsteinsdóttur og Helgu Geirmundsdóttur fyrir vel unnin störf. |
||
|
||
5. |
1402071 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 8. apríl 2014 til kynningar. |
||
|
||
6. |
1402055 - Skólaþjónusta |
|
Fundargerð frá 18. mars 2014 til kynningar. |
||
|
||
7. |
1403093 - Fréttabréf skólaþjónustu Árborgar |
|
4.tbl. fréttabréfs skólaþjónustu Árborgar til kynningar. |
||
|
||
8. |
1403366 - Könnun - framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum |
|
Til kynningar. Könnun á framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. |
||
|
|
|
9. |
1402073 - Vettvangsnám í leikskólum |
|
Til kynningar: - Bréf til Háskóla Íslands frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. mars 2014. - Tölvupóstur frá formanni Félags leikskólakennara frá 7. febrúar 2014. - Yfirlýsing um fyrirkomulag á greiðslu fyrir vettvangsnám kennaranema frá forseta Menntavísindasviðs HÍ og forseta kennaradeildar, dagsett 25. júní 2013. |
||
|
||
10. |
1404062 - Jafnréttisáætlanir leik- og grunnskóla |
|
Jafnréttisstefna heilsuleikskólans Brimvers og Æskukots til kynningar. |
||
|
||
11. |
1402054 - Álfheimafréttir |
|
Álfheimafréttir, 4. og 5. tbl. 2014 til kynningar. |
||
|
||
12. |
1402125 - Fréttabréf Brimvers og Æskukots |
|
Fréttabréf Brimvers og Æskukots í mars 2014 til kynningar. |
||
|
||
13. |
1402052 - Fréttabréf Jötunheima |
|
Fréttabréf Jötunheima frá apríl 2014 til kynningar. |
||
|
||
14. |
1404063 - Jógabókin í Brimveri og Æskukoti |
|
Jógabókin mín í heilsuleikskólunum Brimveri og Æskukoti til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:55
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Birgir Edwald
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Málfríður Erna Samúelsdóttir
Þorsteinn Hjartarson