Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.11.2017

43. fundur skipulags- og byggingarnefndar

43. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 8. nóvember 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10 Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-lista Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Sveinn Ægir Birgisson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Dagskrá:
Erindi til kynningar
1.   1705111 - Kynning á tillögu að deiliskipulagi lóðanna Austurvegar 52-60b Selfossi
  Anne B. Hansen og María Bjarnadóttir komu á fundinn og kynntu tillöguna.
     
2.   1704004 - Kynning á tillögu að deiliskipulagi lóða við Grænuvelli og Árveg
  Anne B. Hansen og María Bjarnadóttir komu inn á fundinn og kynntu deiliskipulagstillöguna.
     
Almenn afgreiðslumál
3.   1609216 - Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í Hagalandi
  Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
     
4.   1709001 - Tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag að Votmúla II
  Lagt er til við bæjarráð að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt.
     
5.   1707183 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi lóðarinnar Léns. Umsækjandi fh landeiganda Landform ehf
  Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulaginu verði breytt þannig að landnotkun verði skilgreind fyrir íbúðabyggð í stað frístundabyggðar og að farið verði með málið skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
     
6.   1711056 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi Austurbyggðar (Dísastaðalands), Selfossi
  Skipulags- og byggingarnefnd leggst gegn því að þær 15 einbýlishúsalóðir sem eru á skipulagsreitnum verði allar felldar út. Nefndin telur að bjóða verði upp á meiri fjölbreytni íbúðagerða á reitnum. Nefndin fellst því ekki á tillöguna óbreytta. Ragnar Geir Brynjólfsson, B-lista, óskaði eftir að bókað yrði að hann styðji tillöguna og að hún fari í auglýsingaferli.
     
7.   1711055 - Umsókn um uppskiptingu á landinu Nabba sunnan við Kaldaðarnesveg og Eyrarbakkaveg
  Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að landskiptin verði samþykkt.
     
8.   1710162 - Umsókn um lóðarstækkun að Miðtúni 13. Umsækjandi: Brynja Davíðsdóttir
  Skipulags- og byggingarnefnd leggst ekki gegn breytingunni og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að semja við umsækjanda um verð á landskikanum. Ragnar Geir Brynjólfsson, B-lista, vék af fundi.
     
9.   1710081 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun vatnsveitu Grundarbæja og Skipa. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar
  Ásta Stefánsdóttir vék af fundi. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
     
10.   1704198 - Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna synjunar byggingarfulltrúa á endurnýjun byggingarleyfis að Laxabakka 4
  Lagt fram til kynningar.
     
11.   1708205 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Sandgerði 4, Stokkseyri. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjendur: Guðveigur Steinar Ómarsson og Ómar Geirsson
  Óskað er eftir fullnægjandi aðaluppdráttum.
     
12.   1708102 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðalinngangi, svölum og gluggum að Skólavöllum 5, Selfossi. Erindi hefur verið grenndarkynnt og athugasemd borist. Umsækjandi: Guðmundur B Vigfússon
  Frestað til næsta fundar.
     
13.   1711021 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 2 gámum að Skólavöllum 5, Selfossi. Umsækjandi: Guðmundur B. Vigfússon
  Samþykkt til 3ja mánaða.
     
14.   1711052 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gámi að Norðurbraut 3, Selfoss. Umsækjandi: Haraldur Ólason
  Samþykkt til sex mánaða.
     
15.   1711053 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 3 gámum að Gagnheiði 13, Selfoss. Umsækjandi: Fossandi ehf.
  Samþykkt til sex mánaða.
     
16.   1711054 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhúsi, í byggingu að Lækjaskógi við Selfoss. Umsækjandi: Sigursteinn Sumarliðason
  Samþykkt til sex mánaða.
     
17.   1710087 - Umsókn um leyfi fyrir klifurturni á Eyrarbakka. Umsækjandi: Björgunarsveitin Björg.
  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að funda með forsvarsmönnum björgunarsveitarinnar.
     
18.   1710004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa
  18.1   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Akralandi 2-10. Umsækjandi: Lagsarnir ehf
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrú
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.2   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Akralandi 12-22. Umsækjandi: Lagsarnir ehf
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.3   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Móhellu 6-8. Umsækjandi BS-verk ehf
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.4   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Keldulandi 2-4. Umsækjandi: Kvistfell ehf
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.5   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Laxalæk 28-32. Umsækjandi: Eðalbyggingar ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.6   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Vestri Grund Stokkseyri. Umsækjendur: Jón Sindri Stefánsson og Andrea Hlín Franklínsdóttir
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum. Ásta Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
   
 
  18.7   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Túngötu 63.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.8   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsi að Hellismýri 9. Umsækjandi: Starrahæð ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.9   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir hóteli að Eyravegi 11-13. Umsækjandi: Starrahæð ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Frestað.
   
 
  18.10   - Umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd fyrir viðbyggingu að Þóristúni 3. Umsækjendur: Ólafur Hallgrímsson og Íris Ingþórsdóttir.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Lagt er til við skipulags- og byggingarnefnd að erindið verði grenndarkynnt.
   
 
  18.11   - Ósk um umsögn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Eyravegi 8, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrú
  Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
   
 
  18.12   - Ósk um umsögn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV að Engjavegi 56, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
   
 
     
19.   1711071 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Göngu- og hjólreiðastígur meðfram Eyrarbakkavegi
  Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
     
20.   1711075 - Umsókn um breytta notkun - Eyravegur 38
  Óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi, landnotkun verði breytt á Eyravegi 38 þannig að heimilt verði að hafa íbúðir á efri hæðum.
  Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði að breyta landnotkun á Eyravegi 36 og 38 í blandaða notkun, þar sem heimilt verði að hafa íbúðir á efri hæðum. Lagt er til að farið verði með málið skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa D-lista, fulltrúi S-lista sat hjá og fulltrúi B-lista greiddi atkvæði á móti og óskað eftir að eftirfarandi yrði bókað: Ragnar Geir Brynjólfsson, B-lista, lýsti sig andvígan hugmynd um aðalskipulagsbreytingu.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11:15 Ásta Stefánsdóttir                                          Magnús Gíslason Gísli Á. Jónsson                                             Ragnar Geir Brynjólfsson Viktor Pálsson                                                Bárður Guðmundsson Sveinn Ægir Birgisson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica