26. fundur fræðslunefndar
26. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2012 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Grímur Arnarson, varaformaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá bréf, dags. 2. nóvember 2012, frá leikskólakennurum og starfsfólki leikskóla. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1210126 - Tillaga um skólamál |
|
frá ungmennaráði Sveitarfélagsins Árborgar sem lögð var fram í bæjarstjórn 31. október sl. og vísað til fræðslunefndar. Tillagan er eftirfarandi:
Tillaga ungmennaráðs um skólamál 1. Við viljum auka samstarf á milli grunnskólanna í Árborg Fyrsta skref væri að hafa sameiginlegar valgreinar hjá 8. 9. og 10. bekk í Sunnulækjarskóla, Vallaskóla og BES. Ástæður: - Meira úrval af valgreinum fyrir nemendur. - Aukin samskipti unglinga á milli skóla og þannig styrkjast böndin á milli ungmennanna í sveitarfélaginu. Það myndi hugsanlega draga úr klíkuskiptingu á milli skóla þegar upp í framhaldsskóla er komið - Betri nýting á aðstöðu hjá hverjum skóla fyrir sig. Sem dæmi má nefna járnsmíðastofuna í Vallaskóla. 2. Við viljum að settar verði fleiri hjólagrindur við Sunnulækjarskóla - Í vettvangsheimsókn, sem ungmennaráðið fór í núna í haust, urðu meðlimir ráðsins varir við mikið af hjólum í gangvegi að skólanum, úr þessu mætti bæta með fleiri hjólagrindum í kringum skólann. Fræðslunefnd fagnar frumkvæði ungmennaráðs og þeirri miklu grósku sem er í starfi þess. Nefndin tekur jafnframt undir með ráðinu að mikilvægt sé að auka samstarf grunnskóla í Árborg og styrkja þurfi böndin á milli ungmenna í sveitarfélaginu til að mynda með sameiginlegum valgreinum. Þegar hafa fræðslustjóri og skólastjórar farið yfir tillöguna og vilja gjarnan stíga fleiri skref í þessa átt á næsta ári en á þessu ári var haldinn einn sameiginlegur fundur nemendafélaga grunnskólanna í tengslum við endurskoðun skólastefnunnar. Fræðslunefnd samþykkir að vinna beri að því að auka tengsl og samstarf þvert á skóla sveitarfélagsins og óskar eftir frekari tillögum að útfærslu frá skólastjórnendum og fræðslustjóra eigi síðar en í mars 2013. Erindi um hljólagrindur við Sunnulækjarskóla vísað til skólastjóra og eignadeildar til frekari skoðunar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1210127 - Tillaga um fasteignamál |
|
frá ungmennaráði Sveitarfélagsins Árborgar sem lögð var fram í bæjarstjórn 31. október sl. og vísað til framkvæmda- og veitustjórnar og fræðslunefndar. Tillagan er eftirfarandi:
Tillaga ungmennaráðs um fasteignamál Hrós fyrir gólfið í íþróttahúsinu við Vallaskóla 1. Við viljum að ákvarðanir um framtíðarhúsnæði fyrir skólann á Eyrarbakka verði teknar sem fyrst - Við teljum það ekki vera boðlegt að krakkar sem koma upp í 7. bekk í BES fari úr nýju húsnæði á Stokkseyri yfir í kaldar útistofur á Eyrarbakka. 2. Við viljum að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar varðandi íþróttahúsið á Stokkseyri - Húsnæðið í dag er ekki boðlegt. Leggjum til að annaðhvort verði lagst í mikið viðhald og breytingar á núverandi húsnæði eða byggt nýtt hús þar sem praktísk hönnun ræður för, hvorki of dýrt né of stórt. Fræðslunefnd þakkar ábendingarnar og tekur undir að allt skólahúsnæði grunnskólanna þurfi að vera boðlegt fyrir nemendur á öllum aldri. Hins vegar er bent á að efnahagshrunið hafði þau áhrif að frekari framkvæmdum við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri var slegið á frest á sínum tíma. Viðhaldsverkefnum í skólanum á Eyrarbakka hefur verið sinnt ágætlega á þessu ári og í fjárfestingaáætlun 2013, sem var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn, er gert ráð fyrir framkvæmdum við aðalanddyri skólans á Eyrarbakka og færslu smíðastofu inn í skólann á Stokkseyri. Nú er unnið að endurnýjun á þaki íþróttahússins á Stokkseyri og á næsta ári verður farið í stækkun áhaldageymslunnar og fleira. Framtíðaráform gera ráð fyrir að byggt verði við skólann á Eyrarbakka og útistofur aflagðar og vonandi styttist í það geti orðið að veruleika. Ef kynding er ekki í lagi í einhverjum skólastofum verður óskað eftir því að eignadeildin láti lagfæra það hið fyrsta. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
3. |
1209131 - Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2013 |
|
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, og Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, kynntu áætlun fræðslusviðs sem lögð var fram til 1. umræðu í bæjarstjórn. Ingibjörg Harpa spyr hvað standi eftir á leikskólunum þegar búið er að greiða laun og launatengd gjöld, ljós og hita, leigu á húsnæði og lausafjármunum, skrifstofukostnað og mat. Fræðslustjóri kemur með þessar upplýsingar á næsta fund. |
||
|
||
4. |
1211009 - Kynning skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri |
|
Magnús J. Magnússon, skólastjóri, kynnti helstu áherslur í skólastarfinu og það sem er fram undan. |
||
|
||
5. |
1211010 - Kynning skólastjóra Vallaskóla |
|
Guðbjartur Ólason, skólastjóri, kynnti helstu áherslur í skólastarfinu og það sem er fram undan. |
||
|
||
6. |
1211011 - Kynning skólastjóra Sunnulækjarskóla |
|
Birgir Edwald, skólastjóri, kynnti helstu áherslur í skólastarfinu og það sem er fram undan. Fræðslunefnd þakkar skólastjórunum fyrir þeirra kynningu. |
||
|
||
7. |
1008823 - Stofnanaúttektir á leik- og grunnskólum |
|
Til kynningar: 1) Bréf dags. 25. september 2012 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu v/eftirfylgni með úttekt Sunnulækjarskóla vorið 2011. 2) Svarbréf framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar og skólastjóra Sunnulækjarskóla, dags. 4. október 2012. 3) Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 15. október 2012, þar sem ráðuneytið þakkar fyrir upplýsingarnar og telur að sveitarfélagið hafi gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins. |
||
|
||
8. |
1211013 - Skólanámskrár grunnskóla 2012-2013 |
|
Skólanámskrá Sunnulækjarskóla 2012-2013 til kynningar. |
||
|
||
9. |
1101166 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa. og fræðslustjóra. |
|
Fundargerðir frá 16. október og 6. nóvember 2012 til kynningar. |
||
|
||
10. |
1210103 - Dagur íslenskrar tungu 2012 |
|
Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 11. október 2012. Þar eru skólar og aðrar stofnanir hvattar til að huga að því að nota 16. nóvember eða dagana þar í kring til að hafa íslenskuna alveg sérstaklega í öndvegi. Fræðlunefnd tekur undir hvatningarorð ráðuneytisins og beinir þeim til starfsfólks leikskóla og grunnskóla í Árborg. |
||
|
||
11. |
1202224 - Skólaráð Sunnulækjarskóla |
|
25. fundur haldinn 31. október 2012 til kynningar. |
||
|
||
12. |
1204180 - Álfheimafréttir |
|
9. og 10. tbl. í október 2012 til kynningar. Í 10. tbl. er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 19. október sl. |
||
|
||
13. |
1206037 - Tal- og málþroskaraskanir skólabarna - greiðsluþátttaka o.fl. |
|
Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um talþjálfun skólabarna frá 26. október 2012 til kynningar. |
||
|
||
14. |
1201084 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
142. stjórnarfundur haldinn 2. október 2012 til kynningar. |
||
|
||
15. |
1211037 - Bréf frá leikskólakennurum og starfsfólki leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Í bréfinu sem dagsett er 2. nóvember 2012 er vísað í bókun fræðslunefndar á 25. fundi 10. október sl. og því mótmælt harðlega að leikskólakennurum hafi ekki verið gefinn sami möguleiki og grunnskólakennurum og framhaldsskólakennurum að mæta á þingið. Fræðslunefnd þakkar erindið og felur formanni fræðslunefndar og fræðslustjóra að hitta fulltrúa leikskólakennara til að fara yfir málið og stuðla að því að rödd leikskólakennara hljómi hærra í undirbúningsvinnu fyrir næsta málþing sem haldið verður þvert á skólastig á Suðurlandi. Jafnframt er bent á að allir leikskólar í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu voru opnir þegar sambærilegt málþing var haldið í Flensborgarskólanum í ágúst sl. enda eru leikskólar mikilvægar þjónustustofnanir fyrir barnafjölskyldur á sama tíma og þeir eru fyrsta skólastigið. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:45
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Brynhildur Jónsdóttir |
Grímur Arnarson |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Magnús J. Magnússon |
Eygló Aðalsteinsdóttir |
|
Már Ingólfur Másson |
Málfríður Garðarsdóttir |
|
Ingibjörg Harpa Sævarsd. |
Þorsteinn Hjartarson |
|
|