22. fundur menningarnefndar
22. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 15. nóvember 2012 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:45.
Mættir:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Björn Ingi Bjarnason, varaformaður, D-lista,
Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Formaður leitar afbrigða til að taka inn mál nr.1211072, styrkbeiðni vegna Listahátíðar Íslands 2013. Samþykkt samhljóða og kemur málið inn sem 7. mál á dagskrá.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1204155 - Menningarmánuðurinn október 2012 |
|
Farið yfir menningarmánuðinn október 2012. Fram kom að viðburðir hafi í heildina gengið vel. Fengu þeir í flestum tilfellum góða aðsókn og nefndin er ánægð með að geta tengt viðburði líkt og 160 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri við menningarmánuðinn. Stærsta kvöldið var án efa Byggðarhornsfjörið sem heppnaðist mjög vel og var fullt út úr dyrum í Hvíta húsinu. Menningarmánuðurinn endaði síðan 3.nóvember á pólskum menningardegi í Tryggvaskála. Þar kynntu Pólverjar á Suðurlandi menningu sína og buðu upp á fjölbreytt atriði og matarveislu fyrir gesti og gangandi. Skemmtilegur dagur sem var til sóma. Kvikmyndin Hreint hjarta, sem kom aukalega inn í dagskrá menningarmánaðarins, fékk góða aðsókn í Selfossbíói. Nefndin vill þakka öllum þeim sem komu að skipulagningu og framkvæmd viðburða þeirra framlag til hátíðarinnar.
Menningarnefndin telur mjög miður að bíóinu á Selfossi hafi verið lokað nýverið enda sé slík starfsemi menningarauki fyrir samfélagið. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1209161 - Vor í Árborg 2013 |
|
Rætt um dagsetningar fyrir Vor í Árborg 2013. Ákveðið að hafa hátíðina dagana 9. - 12. maí 2013 en uppstigningardagur er á fimmtudeginum og því kemur inn auka hátíðisdagur. Farið yfir útfærslu hátíðarinnar og stefnt á að afhending menningarviðurkenningar Sv. Árborgar verði á fimmtudeginum við upphaf hátíðarinnar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
3. |
1209160 - Menningarráð Suðurlands |
|
Björn Ingi óskar eftir umræðu um fjárveitingar Menningarráðs Suðurlands í framhaldi af því að fjárveitingavald menningaráðsins til menningarmála hefur yfirtekið flesta styrki til menningarmála frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem talið var að það væri faglegri leið. Farið yfir hvað skiptir miklu máli að þeir sem úthluti séu með tilfinningu fyrir því hvað sé að gerast í menningarmálum og velti upp til umræðu hvernig staðið er að úthlutunum í menningarráðinu í dag og hvernig staðið er að kynningarmálum á styrkúthlutunum en marga mánuði tók að koma úthlutuninni 2012 inn á vef ráðsins og til fjölmiðla. Björn Ingi leggur til að nefndin óski eftir því við Menningarráð Suðurlands að fá afhentan lista yfir alla þá sem sóttu um árið 2012. Málið rætt og upplýsir formaður að mögulega séu einhverjar breytingar í farvatninu á skipulagi menningarráðs innan SASS. Samþykkt samhljóða að óska eftir þessum upplýsingum og er starfsmanni nefndarinnar falið að senda bréf á menningarráð og óska eftir upplýsingum um alla umsóknaraðila 2012 og þær breytingar á ráðinu sem mögulega eru í farvatninu. |
||
|
||
4. |
1209165 - Fjárhagsáætlun 2013 |
|
Frestað mál frá 21.fundi nefndarinnar. |
||
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2013 fyrir menningarmálaflokkinn. Fram kom að nefndin óskar sérstaklega eftir því að fá inn fjármagn til að geta veitt þeim menningarstyrki til þeirra sem eru ekki styrkhæfir til Menningarráðs Suðurlands en eru að vinna að hinum ýmsu viðburðum og verkefnum innan sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
5. |
1210124 - Tillaga um menningarmál |
|
Menningarnefndin tekur undir þær tillögur sem ungmennaráðið leggur til. Ýmislegt er vel gert og sumt má bæta líkt og kynningar sem ná betur til yngri kynslóðarinnar eins og t.d. í gegnum fésbókina. Nefndin áréttar fyrri bókanir um menningarsalinn og mikilvægi hans fyrir sunnlenskt menningarlíf. Nefndin þakkar ungmennaráðinu sérstaklega fyrir þeirra áhuga á menningarmálum í sveitarfélaginu og hvetur þau áfram til að koma með hugmyndir og tillögur að menningartengdum málum. Til stendur að halda fund í kringum áramótin með hátíðarhöldurum og leggur nefndin til að ungmennaráðinu verði boðið á þann fund. Samþykkt samhljóða. |
||
|
|
|
6. |
1202261 - Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Kjartan Björnsson fer yfir aðdraganda verkefnisins og býður Þorstein Tryggva Másson, héraðsskjalavörð, velkominn á fundinn. Fram kom hjá Þorsteini að undirbúningur að verkefninu væri í fullri vinnslu hjá safninu og markmiðið væri að nýta veraldarvefinn þannig að upplýsingarnar væru aðgengilegar hvar sem er í heiminum og í gegnum snjallsíma. Þorsteinn sýnir sambærileg verkefni sem eru komin af stað. Héraðsskjalasafn Árnesinga á mikið af gögnum sem hægt verður að nota en síðan þurfa að koma til upplýsingar frá hinum almenna íbúa sem settar verða inn í gagnagrunninn. Hægt væri t.d. að fá einhvern bekk í grunnskóla eða áfanga í framhaldsskóla til að safna ákveðnum upplýsingum til að virkja fleiri inn í verkefnið. Ákveða þarf hversu langt aftur á að sækja upplýsingar til að ramma verkefnið betur inn og hvernig eigi að standa að upplýsingaöfluninni. Tæknin býður upp á mikla möguleika og mikilvægt að nýta hana þar sem t.d. snjallsímar og spjaldtölvur eru orðnar mjög algengar í dag. Stefnt verði á sameiginlega kynningu síðar. |
||
|
||
7. |
1211072 - Styrkbeiðni Listahátíð Íslands |
|
Nefndin fjallar um málið og felur starfsmanni nefndarinnar að fá fund með umsóknaraðilum. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
8. |
1211065 - Jól í Árborg 2012 |
|
Menningar- og frístundafulltrúi fer yfir þau verkefni sem liggja fyrir í tengslum við Jól í Árborg 2012. Fram kom að jólaljósin verða kveikt í dag fyrir framan Ráðhúsið, verið er að setja saman viðburðadagatal sem dreift verður inn á heimili í Sveitarfélaginu Árborg og jólagluggarnir verða áfram opnaðir í fyrirtækjum og stofnunum frá 1.des til 24.des. Sérstakur leikur fyrir yngri kynslóðina verður í gangi í tengslum við jólagluggana þetta árið. Nefndin þakkar upplýsingarnar. |
||
|
||
9. |
1211087 - Örnefnalýsing á Sogni í Ölfusi |
|
Lögð var fram Örnefnalýsing fyrir Sogn í Ölfusi en nefndinni barst skýrslan frá höfundinum Ágústi Dalkvist. Nefndin þakkar fyrir skýrsluna. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:20
Kjartan Björnsson
Björn Ingi Bjarnason
Þorlákur H Helgason
Bragi Bjarnason