43.fundur bæjarstjórnar
43. fundur leikskólanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar þann 15. mars 2006
Formaður nefndarinnar setti fundinn kl. 18:10
Mættir: Arna Ír Gunnarsdóttir, Róbert Sverrisson, Þórunn Elva Bjarkadóttir Sigríður Óskarsdóttir, Eyþór Frímannsson, Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi, Auður Hjálmarsdóttir; fulltrúi starfsmanna, Sigmundur Sigurgeirsson; fulltrúi foreldra.
1. Endurskoðun leikskólastefnu, framhald frá síðasta fundi
Rætt um leikskólastefnu Árborgar. Leikskólanefnd leggur fram tillögu að endurskoðaðri stefnu undir liðnum starfsfólk.
-Leikskólinn hafi ávallt á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki.
2. Samþykkt bæjarstjórnar um niðurgreiðslur til barnafjölskyldna frá 8. mars s.l. til kynningar
Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að framvegis verði unnið í samræmi við viðmiðunarreglur sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nýlega gefið út fyrir sveitarfélög til að hafa til hliðsjónar við gerð samninga um tímabundna dvöl barns í leikskóla utan lögheimili sveitarfélags.
Bæjarstjórn Árborgar hefur einnig samþykkt að reglum sveitarfélagsins um niðurgreiðslur daggæslu barna í heimahúsum verði breytt á þann veg að framvegis standi öllum foreldrum til boða niðurgreiðslur vegna gæslu barna í heimahúsum með þeim skilyrðum sem nánar eru rakin í tillögu að breytingu á núgildandi reglum um niðurgreiðslur daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg. Sú breyting tekur gildi 1. apríl.
Leikskólanefnd fagnar þessari samþykkt bæjarstjórnar frá 8. mars.
3. Kynning leikskólafulltrúa á Málþingi um stöðu leikskólans á vegum menntamálaráðuneytisins 20. febrúar s.l.
Leikskólafulltrúi kynnti fyrir nefndarmönnum samantekt um þær umræður sem fram fóru á málþinginu. Kom fram að umræður málþingsins þóttu góðar og málefnalegar og m.a. var rætt um kjaramál og menntun leikskólakennara.
4. Kynning leikskólafulltrúa á Ráðstefnu um stöðu barna í íslensku samfélagi 3. mars s.l.
Garðabær, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Seltjarnarnes stóðu fyrir ráðstefnu um stöðu barna í íslensku samfélagi. Leikskólafulltrúi kynnti fyrir nefndarmönnum erindi ráðstefnunnar.
5. Fundargerð leikskólafulltrúa og leikskólastjóra dags. 14. mars
Leikskólafulltrúi dreifði fundargerð til kynningar.
6. Önnur mál
a) Leikskólafulltrúi las bréf frá 8. svæðisdeild FL varðandi haustþing leikskóla á Suðurlandi er deildin hyggst halda 22. september 2006. Er það beiðni 8. svæðisdeildar að leikskólum verði lokað þennan dag.
Leikskólanefnd leggur til að leikskólar Árborgar verði lokaðir þennan dag í ljósi góðrar reynslu af haustþingum 2004 og 2005. Jafnframt gerir nefndin það að tillögu sinni að skipulagsdagar haustsins verði hafðir í tengslum við sumarfrí.
b) Leikskólafulltrúi dreifði fréttabréfi frá Ásheimum.
c) Viðbótarhúsnæðið við leikskólann Álfheima var formlega tekið í notkun 16. febrúar s.l og viðbótarhúsnæðið við Árbæ var formlega tekið í notkun í dag, 15. mars.
Leikskólanefnd fagnar þessum áföngum.
d) Næsti fundur leikskólanefndar verður miðvikudaginn 26. apríl.
Fundi slitið kl. 19:20
Fundargerð ritaði Þórunn Elva Bjarkadóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Róbert Sverrisson
Eyþór Frímannsson
Sigríður Óskarsdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi
Auður Hjálmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna
Sigmundur Sigurgeirsson, fulltrúi foreldra