44. fundur bæjarstjórnar
44. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 11. mars 2009 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Þorvaldur Guðmundsson, forseti, B listi,
Jón Hjartarson, V-listi,
Helgi S. Haraldsson, B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D listi,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D listi
Grímur Arnarson, D-lista
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá heillaóskir til keppnisliðs Árborgar í Útsvari og breytta tímasetningu næsta bæjarstjórnarfundar. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til kynningar:
1. a) 128. fundur bæjarráðs 0901006 frá 12. feb. 2009
2. a) 0901098
Fundargerð fræðslunefndar frá 12.feb. 2009
b) 129. fundur bæjarráðs 0901006 frá 19.feb. 2009
3. a) 0902119
Fundargerð lista- og menningarnefndar frá 17.feb. 2009
b) 0901097
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 17.feb. 2009
c) 0902143
Fundargerð atvinnuþróunarnefndar Árborgar frá 16.feb. 2009
d) 130. fundur bæjarráðs 0901006 frá 26.feb. 2009
4 a)0901097
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 26.feb. 2009
b) 131. fundur bæjarráðs 0901006 frá 5.mars 2009
-liður 3a) fundargerð lista- og menningarnefndar, 0810132, breyting á nafni Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að nýtt heiti bókasafnsins á Selfossi skuli vera Bókasafn Selfoss.
Greinagerð:Í fyrsta lagi er Árborg er heiti á ágætu fyrirtæki í Sveitarfélaginu Árborg. Skemmst er að minnast úrskurðar félagsmálaráðuneytisins þar sem sá fyrirvari var settur að stjórnsýslueiningin Árborg skyldi heita Sveitarfélagið Árborg og stytting á því væri ekki leyfð þar sem Árborg væri eign nefnds fyrirtækis.Í öðru lagi er óþarft að breyta ágætum nöfnum Bókasafnsins á Stokkseyri og Bókasafni Umf. Eyrarbakka en tillaga afmælisnefndar felur það í sér. Bókasafn Selfoss felur þvert á móti í sér aðlögun að nafni þeirra bókasafna sem fyrir eru í öðrum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Í þriðja lagi er ,,Sveitarfélagið Árborg" ekki staðarheiti eða örnefni og því ekki merkt þannig á leiðarlýsingar eða landakort ferðamanna.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Bókasafn Selfosser gagnsætt og einfalt. Að kenna stofnanir og félög við ,,Árborg" án þess að ,,Sveitarfélag" sé skeytt framan við er ekki leyfilegt sbr. úrskurð félagsmálaráðuneytis.Þá er flatneskjulegt að má út sérkenni þéttbýliskjarnanna Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar eins og samþykkt meirihluta B, S- og V-lista felur í sér. Til að fá samanburð á því sem gerst gæti í framhaldi af þessu þá væri afar hjákátlegt að leggja af nöfnin Umf. Stokkseyrar, Umf. Eyrarbakka og Umf. Selfoss en taka upp nafnið Umf. Árborgar. Þá eru stjórnsýslueiningar ekki staðarnöfn eða örnefni.
-liður 3d) 130. fundargerð bæjarráðs, liður 11, breytt fyrirkomulag þjónustuskrifstofu á Eyrarbakka, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Sparnaðurinn sem fæst af því að loka þjónustuskrifstofunni á Eyrarbakka er enginn, lokunin þýðir tilfæringu á starfsmanni. Þróun þjónustu á Eyrarbakka af hendi meirihluta B, S- og V-lista hefur verið að fresta byggingu vegna Barnaskólans og nú er óljóst hvort eða hvert verður framhaldið á því -og nú að loka þjónustuskrifstofunni.Það er köld vatnsgusa af hendi B- og V-lista í bæjarráði að benda fólki á að taka strætó til aðsækja þjónustu út fyrir Eyrarbakka á meðan stórhuga menn opna Vesturbúð á Eyrarbakka.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að gert yrði fundarhlé. Var það samþykkt samhljóða.
-liður 4b) 131. fundur bæjarráðs, liður 2, 0902090, tillaga fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu um skiptingu framlaga til BÁ. Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram tillögu um að vísa málinu aftur til bæjarráðs:
Ljóst er að skiptinguframlaga vegna rekstrar Brunavarna Árnessýslu, í samræmi við fulltrúaráðs BÁ, felur í sér hækkun á framlagi Sveitarfélagsins Árborgar. Ekki er gert ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun Árborgar.Í ljósi stöðu bæjarsjóðs er mikilvægt að stíga varlega til jarðar og skoða málið heildstætt, frá öllum sjónarmiðum og alvegtil enda.
Greinagerð: Samþykkt fulltrúaráðs um breytingu á kostnaðarskiptingu framlaga vegna rekstrar BÁ var tekin 16. des., bréf til aðildarsveitarfélaga er dagsett 5. jan. og tillaga ráðsins tekin til afgreiðslu bæjarráðs 5. mars. Það líða þrír mánuðir frá því fulltrúaráð bókar tillögu sína þar til hún kemur til afgreiðslu bæjarstjórnar Árborgar. Útgjaldaauki vegna þessa og ekki á fjárhagsáætlun. Þá stendur styr um ýmsa þætti í starfsemi og umgjörð BÁ sem ber að skoða í samhengi. Vegna þess dráttar sem orðið hefur á erindi BÁ ogvegna þess að ákvörðunin getur verið íþyngjandi fyrir Árborger ekki að ófyrirsynju að rannsóknarregla vegi hér þyngra en málshraðaregla.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði:
Erindi Brunavarna barst eftir áramót, bréfið er dagsett 5. janúar og skráð í skjalavörslu 12. febrúar, ástæða þess að erindið er skráð svo seint er ruglingur sem varð við móttöku erindisins.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, lagði til að bætt yrði við afgreiðslu málsins í bæjarráði: Kostnaðarauka, kr. 1.304.177, vegna breytinga á framlögum til Brunavarna Árnessýslu verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2009, sem fram fer eftir fyrsta ársfjórðung.
Eyþór Arnalds, D-lista, Jón Hjartarson, V-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, óskaði eftir fundarhléi og var það samþykkt.
Tillaga Þórunnar Jónu var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Kynningarfundur með formanni stjórnar og slökkviliðsstjóra var nú klukkustund fyrir þennan bæjarstjórnarfund – afar gagnlegur en afar seint í ljósi umræðunnar. Spyrja má sig hvaða ástæður liggja að baki því að meirihlutinn skrifar upp á óútfylltan tékka til Brunavarna Árnessýslu, en þær hafa ekki komið fram.
Tillaga Ragnheiðar var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og staðfestar samhljóða.
II. Önnur mál:
a) 0810016
Samþykkt um kattahald í Sveitarfélaginu Árborg fyrri umræða
Bæjarstjórn vísar samþykktinni til síðari umræðu.
b) 0802055
Tillaga frá fulltrúum D-lista um að sent verði beint út frá bæjarstjórnarfundum
Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdi úr hlaði svohljóðandi tillögu um að sent verði beint út frá bæjarstjórnarfundum.
Bæjarstjórn samþykkir að sent verði beint frá bæjarstjórnarfundum í útvarpi og á vef sveitarfélagsinshttps://www.arborg.is/.
Greinargerð:
Bæjarstjórnarfundir eru lýðræðislegur vettvangur bæjarmála og er það í anda umræðu um gagnsæi í stjórnmálum að sent verði beint út frá bæjarstjórnarfundum. Ein leið væri samstarf við Útvarp Suðurlands sem sent er nú út frá Selfossi. Þá er netið ákjósanlegur vettvangur enda búnaður ódýr og rekstrarkostnaður við slíkar útsendingar lítill. Aukin krafa um búalýðræði og upplýsingagjöf kallar á bætt aðgengi að umræðu í bæjarstjórn Árborgar. ´Slíkt getur leitt til ábendinga um það sem betur má fara í framfaramálum og sparnaði í rekstri sveitarfélagsins. Þá er minnt á kosningaloforð flokkanna svo sem loforð Samfylkingarinnar í bæklingi sendum út í maí 2006 þar semslegið er upp: "Sendum beint út frá bæjarstjórnarfundum."Það ætti því að vera þverpólitísk samstaða um þetta mál.
Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun ásamt tillögu:
Allir flokkar í bæjarstjórn Árborgar eru sammála um mikilvægi þess að senda beint út frá bæjarstjórnarfundum og er minnt á bókun meirihlutans um málið á 29. bæjarstjórnarfundi 13. febrúar 2008. Útsendingar af fundum geta verið á nokkra vegu gegnum netmiðil, útvarp og / eða sjónvarp. Mikilvægt er að gæði séu á útsendingu og að kostnaður sé innan þeirra marka sem unað verði við. Vinna við endurhönnun heimasíðu Árborgar er nú á lokastigum. Á síðunni verður mögulegt að senda út frá bæjarstjórnarfundum bæði mynd og hljóð. Útfærsla þess er í vinnslu.
Í tillögu D listans er þess getið að ein leiðin til að senda út beint frá bæjarstjórnarfundum væri að leita samstarfs við Útvarp Suðurlands á Selfossi. Bent er á að s.l. haust óskaði bæjarstjóri eftir verðhugmynd frá Útvarpinu vegna útsendingar á bæjarstjórnarfundum en því miður var verðtilboðið ekki aðgengilegt fyrir sveitarfélagið. Hins vegar vill svo skemmtilega til að í gær bárust upplýsingar um að von væri á nýju tilboði frá Útvarpi Suðurlands vegna útsendingar bæjarstjórnarfundar. Verði það tilboð aðgengilegra fyrir sveitarfélagið hlýtur það að verða skoðað af fullri alvöru. Því legg ég til að tillögunni verði frestað þar sem málið er í vinnslu og hún verði lögð fram að nýju þegar fyrir liggur hvaða valkosta taka þarf afstöðu til.
Fulltrúar B, S og V lista
Grímur Arnarson, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.
Frestunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Kosningaloforð Samfylkingarinnar um útsendingar frá bæjarstjórnarfundum hafa ekki verið efnd. Tillaga okkar gengur út á að framkvæma það sem allir flokkar hafa lýst sig jákvæða gagnvart ekki síst aukin krafa er um lýðræðislega og gagnsæja umræðu í þjóðfélaginu. Þessi krafa á ekki síður við á sveitarstjórnarstiginu en annars staðar. Kostnaður við útsendingar á netinu er afar lítill eða jafnvel enginn. Útsendingar í útvarpi ættu ekki að kosta mikið þar sem nú er starfrækt útvarpsstöð hér á Selfossi sem hefur lýst yfir áhuga á að útvarpa bæjarstjórnarfundum.
c) 0903037
Tillaga frá fulltrúum D- lista um endurskoðun aðkomu Sveitarfélagsins Árborgar að Brunavörnum Árnessýslu
Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdi úr hlaði svohljóðandi tillögu um endurskoðun aðkomu sveitarfélagsins Árborgar að Brunavörnum Árnessýslu.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa þriggja manna vinnuhóp til að fara yfir aðkomu sveitarfélagsins að BÁ. Vinnuhópurinn skal skipaður einum fulltrúa meirihluta, einum fulltrúa minnihluta auk bæjarritara.
Greinargerð:
Atkvæðavægi erhvorki í samræmi við eignarhlut né útgjöld sveitarfélaga og boðleiðir eru langar. Þá eru nágrannasveitarfélög þau sem ekki eiga aðild að BÁ að skoða brunavarnamál sín auk þess sem staða sveitarfélagsins krefst þess að vel sé farið með hverja krónu í útgjöldum.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Brunavarnir Árnessýslu er byggðasamlag í eigu 5 sveitarfélaga í sýslunni. Hveragerði, Ölfus og Hrunamannahreppur standa utan BÁ en í gangi eru viðræður við Sveitarfélagið Ölfus um inngöngu í byggðasamlagið.
Aðkoma Sveitarfélagsins Árborgar að BÁ er skýr. Sveitarfélögin sem reka Brunavarnir Árnessýslu kjósa sér fulltrúaráð og stjórn. Stjórn og fulltrúaráð fara með stjórnun stofnunarinnar fyrir hönd eigenda BÁ. BÁ búa yfir miklum mannauði og góðum tækjabúnaði. Sveitarfélagið Árborg á tvo fulltrúa af sex í fulltrúaráði og er eina sveitarfélagið sem á fleiri en einn fulltrúa. Annar fulltrúinn er bæjarfulltrúi úr meirihlutanum og hinn er fyrsti varabæjarfulltrúi úr minnihluta og því er augljóst að boðleiðir bæjarfulltrúa Árborgar gagnvart BÁ geta ekki verið mjög langar.
Nýlega voru allar almannavarnarnefndir í Árnessýslu sameinaðar í eina nefnd. Það var gert til að efla starfsemina og auka öryggi íbúanna á svæðinu. Meirihluti B, S og V lista í Árborg telur æskilegt að í framtíðinni verði sú þjónusta sveitarfélaga sem varðar öryggismál íbúanna byggð á öflugu samstarfi í sýslunni. Þannig nýtist best fjölbreytt þekking og reynsla af svæðinu í þágu íbúanna auk þess sem mikið öryggi felst í því að hafa samræmdar áætlanir og vinnubrögð svo hjálparlið geti auðveldlega gengið í störf hvar sem þörf er á því á þessu svæði.
Eyþór Arnalds, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tóku til máls.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að gert yrði fundarhlé. Var það samþykkt.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði.
Bæjarfulltrúar D-lista hafa reglulega verið upplýstir af hendi fulltrúa sinna í stjórn og fulltrúaráði BÁ og leitað eftir upplýsingum frá þeim sem og öðrum þeim sem hafa hagsmuna að gæta. Þó má geta þess að fundargerðir stjórnar og fulltrúaráðs berast Sveitarfélaginu Árborg allt að 6 mánuðum eftir samþykktir þeirra. Bæjarfulltrúar D-lista hafa áhyggjur af útgjaldaauka til BÁ m.a. í ljósi efnahafsástands. Í þessu ljósi sem og mögulegri aðkomu fleiri sveitarfélaga að BÁ er nauðsynlegt að bæjarfulltrúar fari skipulega yfir málin heildstætt með hagsmuni Áraborgar að leiðarljósi.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Brunavarnir Árnessýslu standa á tímamótum og er brýnt að sveitarfélagið Árborg sýni dug með forgöngu um framhald félagsins. BÁ voru stofnaðar 1975 og hafa því þjónað hreppunum í Árnessýslu um aldarþriðjung. Margt hefur breyst á þessum tíma ekki síst vegna mannfjölgunar í þéttbýli. Rekstrarform félagsins hefur verið með þeim hætti að slökkviliðsmenn hafa ekki verið í fullu starfi þrátt fyrir að fullar kröfur séu gerðar um viðbragðshæfi við mengunarslysum, eldsvoðum í þéttbýli og dreifbýli, björgunarmálum og fleiri málum. Umræða um hvort BÁ eigi að vera atvinnuslökkvilið á því fyllilega rétt á sér enda eru tækifæri til að stækka félagið með aðkomu nágrannasveitarfélaganna og ekki síður með þeim möguleika taka yfir sjúkraflutninga. Það er ábyrgðarleysi aðkanna ekki nýja fleti á rekstri félagsins í takt við nýja og breytta tíma.Þá skýtur skökku við að Árborg hafi ekki aðeins 33% atkvæða en greiði nú 54% kostnaðar.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Það er mat meirihluta bæjarstjórnar að hag sveitarfélagsins og íbúanna sé betur borgið í samstarfi um Brunavarnir Árnessýslu en utan þeirra. Fulltrúar B, S og V-lista standa heilshugar að baki stjórnar og fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.
d) 0508068
Tillaga frá fulltrúum D-lista um miðbæjarsvæðið
Lögð var fram svohljóðandi tillaga um miðbæjarsvæði
Bæjarstjórn samþykkir að láta vinna tillögu að nýju skipulagi á svokölluðum Miðjureit. Tillagan miði að því að bæta aðgengi, fegra umhverfi miðbæjarins og um leið eina helstu aðkomu ferðamanna inn í bæjarfélagið. Skipulagið feli í sér gróðursetningar trjáa og almennan frágang svæðisins með graslögn, göngustígum og blómum um miðbæjargarðinn.
Greinargerð:
Ásjóna Selfossbæjar hefur hrakað mikið síðustu 2 árin og er þá sérstaklega átt við aðkomu inn í bæinn á móts við brúarstæði eða svonefnt Miðjusvæði. Ljóst er að lítið verður um framkvæmdir á næstunni og því verður að grípa til aðgerða til að koma svæðinu í það horf að það sé sveitarfélaginu til sóma. Samkvæmt samningi þeim sem Miðjan ehf. og Sveitarfélagið Árborg gerðu með sér, þá bar Miðjunni ehf að greiða 45 milljónir króna á síðari hluta ársins 2008. Enn bólar ekki á þeirri greiðslu sem nýta mætti lítinn hluta af m.a. til þess að fegra umhverfi miðbæjarins, leggja stíga og opna aðkomu inn í framtíðarbæjargarðinn við Sigtún. Slík framkvæmd er ekki kostnaðarsöm og ef vel er vandað til verka getur falleg aðkoma inn í bæjarfélag verið frekari hvati fyrir ferðafólk til þess að staldra við og njóta fallegs umhverfis og verslunarmöguleika.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Meirihlutinn telur ekki koma til greina á þessum tímum að leggja fjármuni í að láta vinna nýtt deiliskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi. Það er ljóst að framkvæmdir við uppbyggingu svæðisins munu dragast um einhvern tíma. Vel kann að vera að breytingar verði gerðar á skipulaginu síðar, áður en framkvæmdir hefjast. Fram að þeim tíma er mikilvægt að finna svæðinu hlutverk og fyrir vorið þarf að fegra það og snyrta. Í þessu verkefni er nú unnið af fullum krafti.
Fulltrúar B, S og V lista.
e) 0902018
Þriggja ára áætlun 2010 – 2012 – seinni umræða
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Hér er lögð fram til afgreiðslu í bæjarstjórn Árborgar þriggja ára rammaáætlun um rekstur, fjármál og fjárfestingar Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árin 2010-2012. Áætlunin er unnin í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga. Ástand í efnahagsmálum á Íslandi í dag er erfitt og óljóst hver þróunin verður næstu misserin. Við slíkar aðstæður er áætlanagerð af þessu tagi háð ýmsum óvissuþáttum.
Um forsendur áætlunarinnar vísast í greinargerð sem lögð var fram við fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 11. febrúar s.l..
Grímur Arnarson, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
Þriggja ára áætlun var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Samkvæmt 3ja ára áætlun meirihlutans stefnir í 1.433 milljón króna tap á árunum 2009-2012. Það þýðir að ein milljón verður í tap hvern einasta dag. Við slíkt verður ekki unað enda leiðir slíkur taprekstur til þess að eigið fé sveitarfélagsins verður uppurið að óbreyttu árið 2015. Með öðrum orðum verður sveitarfélagið Árborg tæknilega gjaldþrota eftir sex ár árið 2015. Fyrir aðeins einu ári stefndi meirihlutinn á að eigið fé sveitarfélagsins yrði 4.179 milljónir af A og B hluta árið 2011. Nú er gert ráð fyrir því að eigið fé sveitarfélagsins verði 1.410 milljónir árið 2011 og verði komið niður í 987 milljónir árið 2012. Eiginfjárhlutfall verður þá dottið niður í tæp 8%. Í áætluninnier gert ráð fyrir þriggja milljarða skuldaaukningu á árunum 2009-2012. Vandséð er að sveitarfélagið þyki lánshæft miðað við þær forsendur sem hér eru kynntar. Það er því morgunljóst að taka þarf fjármál sveitarfélagsins fastari tökum en verið hefur.
f) Hamingjuóskir til keppnisliðs Árborgar í Útsvari
Bæjarstjórn Árborgar óskar keppnisliði sveitarfélagsins til hamingju með góðan árangur í spurningaþættinum Útsvari.
g) Tillaga um breytta tímasetningu næsta bæjarstjórnarfundar
Lagt var til að bæjarstjórnarfundur í apríl verði haldinn miðvikudaginn 15. apríl í stað 8. apríl.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:55.
Þorvaldur Guðmundsson Helgi S. Haraldsson
Jón Hjartarson Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson Eyþór Arnalds
Þórunn Jóna Hauksdóttir Grímur Arnarson
Elfa Dögg Þórðardóttir Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari