44. fundur bæjarstjórnar
44. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 21. ágúst 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista
Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til kynningar
1.
a) 1301008
Fundargerð félagsmálanefndar 28. fundur frá 6. júní
b) 144. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 13. júní
2.
a) 1301010
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 37. fundur frá 11. júní
b) 1301011
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 7. fundur frá 12. júní
c) 1301009
Fundargerð fræðslunefndar 34. fundur frá 13. júní
d) 145. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 27. júní
3.
a) 146. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 11. júlí
- liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, frá 11. júní lið 20, málsnr. 1306027 – Mjólkurbúshverfi kynntar hugmyndir um skipulag hverfisins.
Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júní , lið 21, málsnr. 0704037 – Tillögur að umferðarskipulagi í Sveitarfélaginu Árborg.
Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að auglýsa eftir ábendingum og hugmyndum íbúa sveitarfélagsins í tengslum við endurskoðun umferðarskipulags þess.
- liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 12. júní, lið 6, málsnr. 110057 – Stefnumótun í íþróttamálum.
Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 2 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 12. júní, lið 5, málsnr. 1306066 – Nafnasamkeppni um miðbæjargarðinn á Selfossi.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:50
Eyþór Arnalds
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari