Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.5.2010

44. fundur félagsmálanefndar

44. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 17. maí 2010 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista,
Þórunn Elva Bjarkadóttir, nefndarmaður S-lista,
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista,
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista,
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir. verkefnisstjóri félagslegra úrræða,

Einnig eru mættar Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri og Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri sem ritar fundagerð.

Dagskrá:

1. 1005168 - Félagsþjónustumál - Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

2. 1001068 - Samtölueyðublöð 2009

Lagt fram til kynningar

3. 1003165 - Sérstakar húsaleigubætur í félagslega húsnæðiskerfinu

Lagt fram til kynningar

4. 1005049 - Þjóðfundur um fátækt og félagslega einangrun haldin 9. maí 2010.

Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður sagði frá fundi sem hann fór á Grand hóteli 9. maí sl. um fátækt og félagslega einangrun. Árið 2010 er Evrópuári - gegn fátækt og félagslegri einangrun og hefur stýrihópur verið settur saman til að stýra og halda utan um verkefnið. Í stýrihópnum eru fulltrúar frá Félags-og tryggingamálaráðuneyti, Fjölmenningarsetri, Geðhjálp, Hjálpastofnun kirkjunnar, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Samiðnaðar, Samhjálp, Félagsþjónustu Reykjanesbæjar, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Öryrkjabandalag Íslands. Stýrihópurinn hefur 35. milljónir til ráðstöfunar, þeir fjármunir koma að hálfu frá Evrópusambandinu og að hálfu frá ríkissjóði. Fulltrúar stýrihópsins lofa því að átakið gegn fátækt og félagslegri einangrun muni leiða til þess að dragi verulega úr fátækt og félagslegri einangrun þó ekki séu líku á að hægt verði að útrýma fátækt.

5. 1003034 - Velferðarvaktin - velferð barna á krepputímum

Bréf frá Velferðarvakt, Félags-og tryggingamálaráðuneyti lagt fram til kynningar en þar kemur meðal annars að velferðarvaktin hvetur sveitarstjórnir og barnaverndarnefndir til að beita sér fyrir aukinni umræðu meðal starfsfólks og kjörinna fulltrúa um fjölbreytileg úrræði til að koma til móts við þarfir barna og barnafjölskyldna.

Á þessum síðasta fundi félagsmálanefndar Árborgar þetta kjörtímabil vilja kjörnir fulltrúar nefndarinnar koma á framfæri þakklæti til allra þeirra starfsmanna Fjölskyldumiðstöðvar Sveitarfélagsins Árborgar sem sinna þeim verksviðum sem heyra undir félagsmálanefnd. Einkunn og sér í lagi eru starfsmönnum nefndarinnar þakkað frábært samstarf og óeigingjarnt vinnuframlag í þágu nefndarinnar.

Vinnuálag hefur verið mikið á starfsfólki félagsþjónustunnar síðustu tvö ár. Veldur þar jarðskjálftinn vorið 2008 og bankahrunið í lok þessa sama árs. Gæta verður að því að hlúa vel að því starfsfólki sem býr við mikið vinnuálag. Félagsmálanefnd hvetur verðandi bæjarfulltrúa sveitarfélagsins að standa dyggan vörð um félagsþjónustuna á þessum samdráttartímum sem og í framtíðinni. Það gefur góðan ávöxtun síðar meir.

Ragnheiði Thorlacius, fráfarandi framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar eru færðar sérstakar þakkir fyrir störf hennar síðustu sex ár. Henni er jafnframt óskað velfarnaðar í nýju starfi.

Starfsmenn nefndarinnar Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri og Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri þakka félagsmálanefnd gott samstarf á síðust fjórum árum.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30
Þorgrímur Óli Sigurðsson
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica