44. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
44. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 3. október 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Bjarni Harðarson, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri, Samúel Smári Hreggviðsson. varamaður D-lista.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1207083 - Fjárfestingaráætlun 2013 |
|
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir fjárfestingaráætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2013. |
||
|
||
2. |
1209136 - Veraldarvinir 2013 |
|
Umsjónarmanni umhverfis- og framkvæmda falið að svara erindinu. |
||
|
||
3. |
1209204 - Vinnuskóli Árborgar - framtíðar fyrirkomulag |
|
Marta María Jónsdóttir og Bragi Bjarnason komu inn á fundinn og fóru yfir málefni Vinnuskóla Árborgar. |
||
|
||
4. |
1006066 - Selfossvirkjun |
|
Lokaskýrsla frá Verkfræðistofu Suðurlands um mögulega virkjunarkosti í Ölfusá lögð fram. Hugmyndir um Ölfusárvirkjun tengjast smíði nýrrar brúar og mögulegum samlegðaráhrifum á virkjanaframkvæmdir. Skoðaðir voru virkjanakostir við Efri Laugardælaeyju og við Hávaða neðan við Selfosskirkjugarð. Niðurstaða skýrslunnar er að virkjun Ölfusár við Selfoss er óarðbær kostur og umhverfislega óréttlætanleg.
|
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:40
Gunnar Egilsson |
|
Tómas Ellert Tómasson |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Bjarni Harðarson |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
Samúel Smári Hreggviðsson |