11. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
11. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 10. desember 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.
Mættir: Grímur Arnarson, formaður, D-lista, Þorsteinn Magnússon, nefndarmaður, D-lista, Tómas Þóroddsson, nefndarmaður S-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1211068 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2012 |
|
Farið yfir dagskrárdrög vegna uppskeruhátíðar sem og rætt um fyrirkomulag sérstakra styrkja og viðurkenninga sem sveitarfélagið veitir á hátíðinni. Einnig rætt um hvatningarverðlaunin og verður ákvörðun um þau tilkynnt á uppskeruhátíðinni. ÍTÁ hvetur íbúa til að mæta á uppskeruhátíðina þann 3.janúar nk. sem haldin verður í sal FSu og hefst kl.20:00. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1212037 - Reglugerð um afreks- og styrktarsjóð GOS og Árborgar |
|
Reglugerð Golfklúbbs Selfoss lögð fram. ÍTÁ samþykkir reglugerðina en felur starfsmanni nefndarinnar að útfæra 3.gr. reglugerðarinnar með golfklúbbnum eftir þeim ábendingum sem fram komu á fundinum. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
3. |
1212038 - Yfirbygging yfir KSÍ sparkvelli |
|
Gögn lögð fram og málið rætt. Hluti af kostnaðar áætlun um yfirbyggingu yfir KSÍ sparkvöll lögð fram. Málið rætt út frá ýmsum hliðum tengt uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Tómas Þóroddsson, nefndarmaður S-Lista, leggur fram eftirfarandi tillögu: "Legg til að horfið verði frá þessum hugmyndum og frekar leitað eftir samstarfi við Hveragerðisbæ um nýtingu á nýju Hamarshöllinni næstu árin en á sama tíma ætti að skoða nánar loftborið íþróttahús, t.d. yfir stóra gervigrasið á Selfossvelli."
Nefndarmenn D-lista þakka Tómasi fyrir góðar ábendingar en einungis lá fyrir að fá kostnaðaráætlun á verkið fyrir þennan fund en ekki taka afstöðu af eða á um framkvæmdina.
|
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
4. |
1212039 - Hvatagreiðslur 2012 |
|
Lagt fram. ÍTÁ hvetur foreldra til að nýta sér hvatagreiðslurnar og minnir á að hægt er að sækja um fyrir árið 2012 allt fram til 31.janúar 2013. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30.
Grímur Arnarson |
|
Þorsteinn Magnússon |
Tómas Þóroddsson |
|
Bragi Bjarnason |