123. fundur bæjarráðs
123. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 17. janúar 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ritaði fundargerð.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá bókun um afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
| 
 Fundargerðir til staðfestingar  | 
||
| 
 1.  | 
 1301009 - Fundargerð fræðslunefndar  | 
|
| 
 28. fundur haldinn 10. janúar  | 
||
| 
 Fundargerðin staðfest.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 Fundargerðir til kynningar  | 
||
| 
 2.  | 
 1301058 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands  | 
|
| 
 223. fundur haldinn 8. janúar  | 
||
| 
 Lagt fram.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 Almenn afgreiðslumál  | 
||
| 
 3.  | 
 1301057 - Beiðni Rannveigar Önnu Jónsdóttur um afnot af herbergi að Túngötu 40, Blátúni, Eyrarbakka, til nota fyrir Konubókastofu  | 
|
| 
 Bæjarráð samþykkir erindið.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 1011089 - Styrkbeiðni Sæbýlis ehf, afsláttur af heitu vatni 2012  | 
|
| 
 Með vísan til reglna um styrki til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja vegna orkunotkunar frá 13. desember 2012 samþykkir bæjarráð 25% afslátt af gjaldi fyrir heitavatnsnotkun tímabilið janúar til desember 2012.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 1209056 - Úthlutun byggðakvóta 2010-2011 og 2012-2013 - staða mála  | 
|
| 
 Farið var yfir stöðu mála.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 1210005 - Söluferli Pakkhússins  | 
|
| 7. | 
 Bæjarráð samþykkir að falla frá áformum um sölu Pakkhússins, enda komu ekki ásættanleg tilboð í húsið. 
 1301143 - Afhendingaröryggi raforku í Sveitarfélaginu Árborg Að gefnu tilefni vill bæjarráð leggja áherslu á bætt raforkuöryggi í sveitarfélaginu, rafmagnsleysi varð fimmtudaginn 3. janúar sl. sem olli vandræðum og tjóni. Bæjarráð leggur áherslu á að bætt verði úr afhendingaröryggi með varanlegum hætti svo fljótt sem verða má. Aðgengi og afhendingaröryggi rafmagns skiptir miklu máli fyrir samkeppnisstöðu fyrirtækja í sveitarfélaginu.  | 
|
| 
 
  | 
||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40.
| 
 Eyþór Arnalds  | 
 
  | 
 Sandra Dís Hafþórsdóttir  | 
| 
 Eggert Valur Guðmundsson  | 
 
  | 
 Helgi Sigurður Haraldsson  | 
| 
 Þórdís Eygló Sigurðardóttir  | 
 
  | 
 Ásta Stefánsdóttir  |