44. fundur bæjarráðs
44. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 18.05.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0701068 |
|
|
b. |
0701055 |
|
1b) -liður 4, afgreiðslu reglnanna er frestað til næsta fundar.
-liður 5, bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá félagsaðild að "Ungum frumkvöðlum" til eins árs.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0702029 |
|
|
b. |
0701073 |
|
c. |
0702070 |
|
d. |
0705074 |
|
e. |
0705029 |
|
f. |
0705029 |
|
g. |
0701126 |
|
2a) -liður 11, meirihluti bæjarráðs fagnar afgreiðslu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á tillögu meirihluta bæjarstórnar Árborgar sem lögð var fyrir stjórnarfund þann 19. mars 2007 og leggur áherslu á að vinna starfshópsins muni styrkja stöðu sveitarfélaganna í samskiptum sínum við ríkisvaldið.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, situr hjá.
2c) -liður 1, bæjarráð Árborgar óskar eftir upplýsingum frá Sorpstöð Suðurlands um hvernig vinnu miðar að því að finna nýjan urðunarstað, þar sem núverandi svæði dugir aðeins út árið 2008.
Bæjarráð Árborgar lýsir yfir áhyggjum vegna lokunar kjötmjölsverksmiðjunnar og gerir athugasemdir við að sláturúrgangur sé urðaður án meðhöndlunar, enda er í fullu gildi samþykkt stjórnar Sorpstöðvarinnar um bann við urðun sláturúrgangs frá 2003. Bæjarráð óskar eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra sorpstöðvar. Bæjarráð felur bæjarritara að boða framkvæmdastjóra og formann stjórnar á næsta bæjarráðsfund.
Lagðar fram.
3. 0703178
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um styrkveitingu til vorhátíðarinnar "Vorskipið kemur" - vísað til bæjarráðs á 19. fundi bæjarstjórnar -
Jón Hjartarson lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:
Bæjarráð samþykkir að veita vorhátíðinni “Vorskipið kemur” styrk að upphæð 700.000 krónur.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
4. 0704087
Beiðni um afnot af beitarlandi í landi Bjarkar - áður á dagskrá 42. fundar -
Bæjarráð felur landbúnaðarfulltrúa að ganga til samninga við Hagsmunafélag hestaeigenda um leigu á þeim hluta lands Bjarkar sem er afgirtur og nýtist almennum hestamönnum á félagslegum grundvelli.
Jafnframt felur bæjarráð landbúnaðarfulltrúa að afmarka útivistarsvæði í landi Bjarkar fyrir hundaeigendur til að viðra hunda, skv. ákvörðun fyrri bæjarstjórnar.
Bæði svæðin skulu vera víkjandi þegar kemur að því að nýta þurfi þau undir byggð.
5. 0703051
Selfossþorrablót 2008 -
Bæjarráð samþykkir að leigja Kjartani Björnssyni íþróttahús Vallaskóla á sama grunni og verið hefur undanfarin ár og felur verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála að ganga frá samningi þar að lútandi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Ég fagna sinnaskiptum aðila innan meirihlutans og þessari niðurstöðu.
6. 0504050
Tillaga um að byggingarnefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verði falið að kanna möguleika á að framtíðarhúsnæði BES á Eyrarbakka rísi á svæði norðan við þorpið -
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð felur byggingarnefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri að kanna möguleika á að nýtt framtíðarhúsnæði BES á Eyrarbakka rísi á svæðinu norðan við þorpið, sunnan þjóðvegar.
Greinargerð:
Í tengslum við afgreiðslu aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Árborg samþykkti bæjarstjórn þann 15. janúar 2006 að láta gera meiri rannsóknir á flóðahættu á svæðinu milli núverandi byggðar á Eyrarbakka og þjóðvegarins m.t.t. þess að skoða möguleika á frekari nýtingu svæðisins. Niðurstöður þessarar könnunar hafa leitt í ljós að umrætt svæði sé byggilegt að ákveðnum hluta að uppfylltum ákveðnum forsendum. Með því að byggja nýtt skólahúsnæði á þessu svæði væri skólinn meira miðsvæðis í þorpinu, inni í væntanlegu nýju íbúðahverfi. Bæjarráð telur eðlilegt að kanna möguleika og kostnað við slíka framkvæmd en leggur þó áherslu á að sú könnun raski sem minnst tímaáætlunum um uppbyggingu skólanna við ströndina.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram eftirfarandi frestunartillögu:
Bæjarfulltrúar D-lista hafa lýst þeirri trú sinni að hægt sé að byggja á svæðinu norðan Eyrarbakka. Á fundi framkvæmda- og veitustjórnar í byrjun mars var sagt að skýrslan um flóðasvæði norðan Eyrarbakka yrði birt í apríl, hún hefur ekki birst enn. Rétt er að birta skýrsluna og menn kynni sér hana áður en málið er afgreitt. Einnig er rétt að vísa málinu til umsagnar í skólanefnd þar sem rétt er að fagnefnd fjalli um svo veigamikið mál sem þetta. Þar til upplýsingar og álit liggja fyrir frestar bæjarráð afgreiðslu málsins.
Frestunartillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Jón Hjartarson lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:
Bæjarráð felur byggingarnefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri að kanna möguleika á að nýtt framtíðarhúsnæði BES á Eyrarbakka rísi á svæðinu norðan við þorpið, sunnan þjóðvegar og leggja fyrir bæjarráð.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Málið er illa kynnt. Gengið er framhjá skólanefnd, þverfaglegum vinnuhópi BES – og bygginganefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri vantar veigamiklar upplýsingar frá framkvæmda- og veitustjórn. Ég minni líka á að í öllu ákvörðunarferli er mikilvægt að tryggja að uppbygging BES verði í samræmi við væntingar íbúa.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir:
Hví hefur skýrslan um flóðasvæði norðan Eyrarbakka ekki verið kynnt eins og boðað var?
Hver er ástæða þess að ný staðsetning kemur til greina á skólahúsnæði BES á Eyrarbakka?
Hefur þetta áhrif á byggingu skólahúsnæðis BES á Stokkseyri?
Hvaða hugmyndir hefur meirihlutinn um nýtingu núverandi skólahúsnæðis BES á Eyrarbakka nái þessi tillaga fram að ganga?
Hvert er áætlað kostnaðarmat við þessa tillögu?
7. 0705062
Tillaga um að leitað verði samstarfs við Flóahrepp, Hveragerðisbæ og Sveitarfélagið Ölfus um endurskoðun svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin -
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð samþykkir að leita samvinnu við Flóahrepp, Hveragerðisbæ og Sveitarfélagið Ölfus um að hafin verði vinna við endurskoðun svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin í því skyni að samræma stefnu sveitarstjórna um þróun byggðar og landnotkun til næstu ára. Bæjarráð tilnefnir eftirtalda aðila til setu í samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags, sbr. 4. mgr. 12. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997:
Bárð Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúa
Þorvald Guðmundsson, bæjarfulltrúa
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Tillagan er í samræmi við óskir bæjarfulltrúa D-lista um að koma á skipulagslegri heild milli sveitarfélaga.
8. 0705061
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarráðs sumarið 2007 -
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð samþykkir að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti í sumar, frá og með 21. júní til og með 16. ágúst.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
9. 0704102
Tillaga um styrki til stjórnmálasamtaka -
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð samþykkir að veita þeim stjórnmálafélögum í Árborg sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn styrk að fjárhæð kr. 250.000 fyrir árið 2007, innan þess styrks falli þeir styrkir sem veittir hafa verið einstökum stjórnamálsamtökum til auglýsinga í kosningablöðum á s.l. vikum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að móta reglur um styrki til stjórnmálasamtaka skv. lögum nr. 162/2006.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum. Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, sat hjá.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Tillaga meirihluta B-, S- og V-lista er sérsniðin að því að styrkja fjárhagslega þau framboð sem mynda meirihluta Árborgar. Tillaga meirihlutans er nefnilega ekki í anda laganna þar sem mælt er fyrir um að stjórnmálaflokkar fái úthlutað í hlutfalli við úrslit kosninga.
Væntanlega verður því fylgt hér eftir, eins og lögin kveða á um.
10. 0705063
Tillaga um að endurskoðuð verði fyrri ákvörðun um skólahverfi Tjarnarbyggðar -
Lögð var fram svohljóðandi tillaga um endurskoðun fyrri ákvörðunar bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að þar til uppbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri er lokið verði Tjarnarbyggð í skólahverfi Sunnulækjarskóla.
Greinargerð:
Sala lóða í Tjarnarbyggð hefur gengið vel og útlit er fyrir að börnum á skólaaldri fjölgi þar hraðar en áætlað hafði verið þegar ákvörðun um skólahverfi var tekin á fundi bæjarráðs þann 22. mars s.l. Nú stendur fyrir dyrum bygging nýs skólahúsnæðis á Eyrarbakka og Stokkseyri og áætlað er að nýtt húsnæði hafi verið tekið í notkun í báðum þorpum árið 2010. Ljóst er að fram að þeim tíma mun reynast erfitt að taka við stórum hópum nýrra nemenda. Í því ljósi er því lögð fram tillaga um að breyta fyrri ákvörðun bæjarráðs og samþykkja að Sunnulækjarskóli á Selfossi verði hverfisskóli íbúa Tjarnarbyggðar tímabundið.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram eftirfarandi frestunartillögu:
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar skólanefndar og frestar afgreiðslu málsins þar til álit hennar liggur fyrir.
Frestunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
11. 0705065
Beiðni um fjárveitingu vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna 10-16 ára -
Beiðnin var lögð fram.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
12. 0705064
Beiðni um heimild til að bæta við tveimur stöðugildum leikskólakennara við Leikskólann Hulduheima. -
Beiðnin var lögð fram.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Ég furða mig á vinnubrögðum og skammsýni meirihluta B-, S- og V-lista að geta ekki skipulagt mannahald örfáa mánuði fram í tímann. Ekki eru nema um fjórir mánuðir síðan starfsmönnum var sagt upp í Hulduheimum gegn mótmælum bæjarfulltrúa D-lista.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihluta bæjarráðs:
Í Hulduheimum er hátt hlutfall barna sem hófu skólavist 18 mánaða. Lenging á daglegum vistunartíma þessara barna hefur verið mikil og kallar það á fjölgun stöðugilda fram yfir það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Í ört stækkandi sveitarfélagi gerast hlutirnir hratt og við því þarf að bregðast eins og nú er gert.
13. 0704107
Beiðni verkefnisstjóra fræðslumála um heimild til að veita skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri launalaust leyfi 2007-2008 - áður vísað til skólanefndar til umsagnar á 43. fundi
Umsögn skólanefndar liggur fyrir. Bæjarráð samþykkir erindið og veitir verkefnisstjóra fræðslumála heimild til að ráða Daða Ingimundarson tímabundið.
14. 0705075
Reglur um snertilendingar á Selfossflugvelli -
Lögð voru fram starfleyfisskilyrði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir Selfossflugvöll, þar sem koma fram m.a. reglur um takmarkanir á snertilendingum. Bæjarráð felur bæjarritara að boða fulltrúa Heilbrigðiseftirlitsins og Flugklúbbs Selfoss til fundar þar sem farið verði yfir með hvaða hætti eftirliti sé háttað með því að farið sé eftir reglunum, en talsvert er um að íbúar kvarti undan því að reglunum sé ekki fylgt.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu:
Ég legg til að jafnframt sé reglunum vísað í starfshóp um framtíð Selfossflugvallar til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er ánægjulegt að þessar reglur eru komnar fram og mikilvægt að þeim sé framfylgt. Ég hvet meirihlutann til að kalla saman starfshóp um framtíð Selfossflugvallar en það hefur ekki verið gert í tíð hans. Sama á við um aðalskipulagshópinn en málefni Selfossflugvallar er hluti aðalskipulagsvinnu.
15. 0705070
Beiðni um ókeypis aðgang í Sundhöll Selfoss fyrir þátttakendur í Kvennahlaupi ÍSÍ 16. júní 2007 -
Bæjarráð samþykkir erindið.
16. Erindi til kynningar:
a) 0703050
Nefnd á vegum Sambands ísl. svf. - kostnaðarmat á lög og reglugerðir 1996-2007 -
Lagt fram.
b) 0705065
Áskorun 34. aðalfundar FOSS um aðkomu bæjar- og sveitarstjórnarmanna að kjarasamningagerð við félagið -
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:05.
|
Margrét K. Erlingsdóttir |
|
Þórunn Jóna Hauksdóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |