45. fundur bæjarstjórnar
45. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 18. september 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, boðaði forföll,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til kynningar
1. a) 1301007
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 56. fundur frá 10. júlí
b) 1301010
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 38. fundur frá 16. júlí
c) 147. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 1. ágúst
2. a) 1301011
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 8. fundur frá 9. ágúst
b) 148. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 15. ágúst
- liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 9. ágúst, lið 1, málsnr. 1306033 – Menningarmánuðurinn 2013
II. Fundargerðir til staðfestingar
1. a) 1301007
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 57. fundur frá 22. ágúst
b) 1301009
Fundargerð fræðslunefndar 35. fundur frá 22. ágúst
c) 149. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 29. ágúst
2. a) 1301008
Fundargerð félagsmálanefndar 29. fundur frá 29. ágúst
b) 150. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 5. september
3. a) 151. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 12.september
- liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 22.ágúst, lið 1, málsnr. 1308067 – Fráveita Árborgar – meðhöndlun á fráveitu 2013.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Eyþór Arnalds, S-lista, tóku til máls.
- liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 22. ágúst, lið 5, málsnr. 1308004 – Viðhald á húseignum Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka.
Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
- liður 3 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 12. september, lið 2, málsnr. 1301198 – Skólaskrifstofa Suðurlands, ályktun um að hraða vinnu við uppgjör SKS.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
III. 1302052
Kosning í hverfisráð
Varamaður í hverfisráð Stokkseyrar
Lagt er til að Hafdís Sigurjónsdóttir verði varamaður í hverfisráði Stokkseyrar
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
IV. 1302175
Lántökur 2013 – Sveitarfélagið Árborg
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir lántöku fyrir Sveitarfélagið Árborg.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 120.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir eignasjóðs á árinu 2013, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
V. 1309092
Lántökur 2013 - Selfossveitur
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir lántöku fyrir Selfossveitur.
Bæjarstjórn samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr., í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt, sbr. heimild í 1.mgr. 69. Gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna hluta af kostnaði við borun nýrrar borholu við Ósabotna sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
VI. 1210118
Viðauki við fjárhagsáætlun
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdi úr hlaði viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
Eyþór Arnalds, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.
Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
VII. 1309120
Beiðni um könnun um kynbundinn launamun hjá Sveitarfélaginu Árborg
Helga S. Haraldsson, B-lista, las upp eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að fela framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að gera athugun á því hvort kynbundinn launamunur sé til staðar hjá starfsfólki þess, í sambærilegum stöðum/störfum. Niðurstaða þeirrar athugunar liggi fyrir eigi síðar en 16.október 2013 og verði þá kynnt fyrir bæjarfulltrúum sveitarfélagsins.
Kynbundinn launamunur er því miður enn staðreynd á Íslandi. Í fréttum nýlega kom fram að samkvæmt könnun væri hann einna mestur á Suðurlandi. Það er ólíðandi og nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort slíkt sé til staðar hjá Sveitarfélaginu Árborg.“
Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tóku til máls og tóku undir tillögu Helga S. Haraldssonar.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði til að vísa tillögunni til bæjarráðs.
Tillaga Eyþórs Arnalds, D-lista, var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gert var fundarhlé.
VIII. 1308113
Frumkvöðlaviðurkenning 2013
Greidd voru atkvæði og hlýtur Fjallkonan - Sælkerahús frumkvöðlaviðurkenningu 2013
Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15.
Eyþór Arnalds
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari