Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.12.2017

45. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

45. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 28. November 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-listi Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1706058 - Gatnagerð í Hagalandi 2017-2018
  Farið var yfir stöðu á verkhönnun nýs íbúahverfis í Hagalandi þar sem gert er ráð fyrir 72 nýjum íbúðum. Stefnt er á að bjóða verkið út í desember og verklok verði haustið 2018.
     
2.   1710183 - Endurnýjun götulýsingar - verðkönnun
  Niðurstaða verðkönnunar á "Endurnýjun götulýsingar" kynnt. Tilboðin verða yfirfarin m.t.t. verðs og gæða.
     
3.   1710123 - Uppsetning og rekstur hæghleðslustöðva í Árborg
  Niðurstaða útboðs á uppsetningu og rekstri hæghleðslustöðva í Árborg kynnt. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
     
4.   1507013 - Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
  Kynnt var skýrsla frá ÍSOR varðandi jarðhitaleit norðan við Ölfusárbrú. Stjórnin samþykkir að fara í frekari tilraunaboranir samkvæmt tillögum ÍSOR á því svæði.
     
5.   1711264 - Viðbygging við Leikskólann Álfheima
  Stjórnin samþykkir að halda áfram hönnunarvinnu vegna stækkunar leikskólans Álfheima.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00  
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir  
Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson  
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica