Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.12.2017

45. fundur skipulags- og byggingarnefndar

45. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn föstudaginn 15. desember 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-lista Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Sveinn Ægir Birgisson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi  Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka fyrir þrjú erindi, Bráðabirgða girðing á lóðinni Eyravegur 17-19, Breytingar á skipulagskilmálum á lóðinni Hraunhellu 19 og Framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara við Árveg. Dagskrá: 
Erindi til kynningar
1.   1712064 - Hugmynd að deiliskipulagi Hrefnutanga til kynningar
  Skipulags og byggingarnefnd þakkar fyrir fram komnar hugmyndir. Nefndin óskar eftir skipulagslýsingu til auglýsingar. Fulltrúi B-lista óskaði eftir að bókað yrði að mikilvægt væri að ásýnd mannvirkjanna myndi falla vel að umhverfi og næsta nágrenni.
     
Almenn afgreiðslumál
2.   1711210 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir bragga að Norðurbraut 11 Selfossi. Umsækjandi: Haraldur Ólason
  Samþykkt til 6 mánaða.
     
3.   1711211 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir frístundahús að Fagurgerði 2c. Umsækjandi: AB parket
  Hafnað þar sem um íbúðabyggð er að ræða.
     
4.   1711267 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir flugeldaskúr að Austurvegi 23. Umsækjandi: Hjálparsveitin Tintron
  Samþykkt til 15. janúar 2018
     
5.   1711269 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborun að Langanesi. Umsækjandi: Selfossveitur
  Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt.
     
6.   1709031 - Umsókn um stækkun á lóð að Hraunhólum 2. Umsækjandi: Hafdís Bjarnadóttir
  Nefndin ítrekar fyrri afgreiðslu.
     
7.   1711265 - Fyrirspurn um byggingu á lóðinni að Austurvegi 40b. Fyrirspyrjandi: Hvítasunnukirkjan á Selfossi
  Óskað er eftir skipulagsgögnum þar sem meðal annars er gerð grein fyrir nýtingarhlutfalli og fjölda bílastæða.
     
8.   1711266 - Fyrirspurn um byggingu á lóðinni að Fagurgerði 2c. Fyrirspyrjendur: Runólfur Sigursveinsson og Ragnheiður Thorlacius
  Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðina. Nefndin samþykkir því að vesturmörk deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu fyrir Grænuvelli og Árveg verði við Bankaveg.
     
9.   0511041 - Umsókn um breytingu á byggingarleyfi að Lækjarbakka 2, Selfossi. Umsækjandi Gísli Björnsson
  Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Lækjarbakka 1, 3, 4, 5 og 7 og Laxabakka 1 og 3.
     
10.   1712013 - Fyrirspurn um nafnabreytingu að Byggðarhorn,i Sandvíkurhreppi. Fyrirspyrjandi: Lilja Björk Andrésdóttir
  Lagt er til við bæjarstjórn að nafnabreytingin verði samþykkt.
     
11.   1712014 - Umsókn um stækkun á byggingarreit að Urðarmóa 8, Selfossi. Umsækjandi: Glóra ehf.
  Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Urðarmóa 4, 6, 10 og 12.    
     
12.   1712016 - Fyrirspurn um leyfi fyrir verslun í bílskúr að Sunnuvegi 3, Selfossi. Fyrirspyrjendur: Þorgeir Freyr Sveinsson og Annalyn Mananquil Icban
  Hafnað þar sem skipulag á svæðinu gerir ekki ráð fyrir atvinnustarfsemi.
     
13.   1712018 - Umsókn um hækkun nýtingarhlutfalls að Dranghólum 7 Selfossi. Umsækjandi: Andri Ingólfsson fyrir hönd lóðarhafa
  Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Dranghólum 5, 9 og 11
     
14.   1712040 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir flugeldaskúr á Stokkseyri. Umsækjandi: Björgunarfélag Árborgar
  Samþykkt til 15. janúar 2018.
     
15.   1712043 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám að Árvegi 1 Selfossi. Umsækjandi: Björgunarfélag Árborgar
  Samþykkt til 15. janúar 2018.
     
16.   1712063 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
  Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.
     
17.   1711065 - Umsókn um byggingarleyfi að Eyravegi 11-13, Selfossi. Umsækjandi: Starrahæð ehf.
  Lagt var til að skipulags- og byggingarnefnd gæfi jákvæða umsögn um umsókn um byggingarleyfi Eyravegar 11-13. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Fulltrúi B-lista greiddi atkvæði gegn og bókaði: Vanda þyrfti betur til útlitshönnunar og heildarsvips með tilliti til götumyndar og byggðarsérkenna.
     
18.   1712066 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir kynningarvagni að Austurvegi 2, Selfossi. Umsækjendur: Árni F. Jóhannesson og Jón Þór Viðarsson
  Ekki er um stöðuleyfisskyldan búnað að ræða. Nefndin vísar erindinu til bæjarráðs sem umráðaaðila lóða sveitarfélagsins.
     
19.   1705111 - Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 52-60a, Selfossi
  Skipulags- og byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að funda með skipulagshöfundum.
     
20.   1712050 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir færslu á Votmúlavegi. Umsækjandi: Vegagerðin
  Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.
     
21.   1712071 - Fyrirspurn vegna skipulagsmála að Hólum. Fyrirspyrjandi: Anne B. Hansen fyrir hönd landeiganda.
  Óskað eftir gögnum til grenndarkynningar.
     
22.   1712089 - Beiðni um umsögn vegna matvælaframleiðslu að Eyravegi 23, Selfossi. Umsagnaraðili: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
  Veitt er jákvæð umsögn um erindið.
     
23.   1712128 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu að Lágengi 10, Selfossi
  Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagi lóðarinnar verði breytt í íbúðarlóð.
     
24.   1703112 - Umsókn um stækkun á lóðinni að Hásteinsvegi 35 Stokkseyri. Umsækjendur: Sigurbjörg Dögg Finnsdóttir og Gunnar Guðmundsson
  Samþykkt að láta vinna lóðarblað í samræmi við umsóknina.
     
25.   1711006F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 38
  25.1   - Umsókn um byggingarleyfi að Stekkjarlandi 14, Selfossi. Umsækjandi: Ómar Þór Ingvarsson
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  25.2   - Umsókn um byggingarleyfi að Austurvegi 9, Selfossi. Umsækjandi: Íslandsbanki
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  25.3   - Fyrirspurn um bílskýli að Eyjaseli 9, Stokkseyri. Fyrirspyrjandi: Kristinn Óskarsson
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
   
 
  25.4   - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, Guesthouse Bjarney, að Kjarrmóa 1, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Samþykkt að veita neikvæða umsögn um erindið þar sem húsið er í íbúðarhverfi.
   
 
  25.5   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri utanhúsklæðningu að Eyrarbraut 45, Stokkseyri. Umsækjandi: Kr. Gréta Adolfsdóttir.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Umsókn um að klæða húsið með litaðri álklæðningu er hafnað með vísan til umsagnar Minjastofnunar. Umsækjanda er bent á að Minjastofnun heimilar klæðningu með bárujárni.
   
 
  25.6   - Fyrirspurn um byggingu verandar yfir þak byggingar að Eyravegi 37. Fyrirspyrjandi: Ólafur Tage Bjarnason fyrir hönd TRS.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Fyrirspurn vísað til umsagnar eldvarnareftirlits.
   
 
  25.7   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Sandgerði 4 Stokkseyri. Umsækjendur: Guðveigur Steinar Ómarsson og Ómar Geirsson.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  25.8   - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir bílskúr að Hjalladæl 6, Eyrarbakka. Umsækjandi: Þorvaldur Þórðarson.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  25.9   - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Steinsbæ 2, Eyrarbakka. Fyrirspyrjendur: Ragna Berg Gunnarsdóttir og Halldór Jónsson
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  25.10   - Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar að Hrafnhólum 7, Selfossi. Umsækjandi: Guðný Þorvaldsdóttir
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  25.11   - Umsókn um byggingarleyfi að Suðurbraut 12, Tjarnabyggð. Umsækjandi Elín Ester Magnúsdóttir.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  25.12   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu að Norðurleið 1, Tjarnabyggð. Umsækjandi Jóhann Ævarsson
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Samþykkt.
   
 
  25.13   - Umsókn um byggingarleyfi að Heiðarvegi 5, Selfossi. Umsækjandi: Súperbygg ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Heiðarvegi 3, 7, 4, 6, og 8
   
 
  25.14   - Umsókn um byggingarleyfi að Eyravegi 11-13, Selfossi. Umsækjandi: Starrahæð ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 38
  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn skipulags- og byggingarnefndar.
   
 
     
26.   1712152 - Beiðni um breytingu á skipulagsskilmálum að Hraunhellu 19
  Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Hraunhellu 16 og 17 og Tjaldhólum 6, 8, 18, 20 og 34.
     
27.   1712146 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Árveg
  Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt með því skilyrði að haft verði samráð við framkvæmda- og veitusvið varðandi yfirborðsfrágang.
     
28.   1712145 - Umsókn um leyfi fyrir bráðabirgðagirðingu á lóðinni Eyravegi 17-19
  Samþykkt enda verði haft samráð við lóðarhafa að lóð Eyravegar 21.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:35  
Ásta Stefánsdóttir   Magnús Gíslason
Gísli Á. Jónsson   Ragnar Geir Brynjólfsson
Viktor Pálsson   Bárður Guðmundsson
     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica