Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


24.5.2007

45. fundur bæjarráðs

 

45. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 24.05.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá mál er varðar Háskólafélag Suðurlands. Var það samþykkt samhljóða.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, stjórnarformaður Sorpstöðvar Suðurlands, og Guðmundur Tryggvi Ólafsson, framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Suðurlands, komu á fundinn.

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0701012
Fundargerð félagsmálanefndar



frá 14.05.07


b.


0701062
Fundargerð leikskólanefndar



frá 16.05.07

 

1a) -liður 1, 0704103, bæjarráð staðfestir reglur um akstursþjónustu fyrir eldri borgara.
-liður a, 0703059, bæjarráð lýsir yfir ánægju með hve almenn ánægja er með þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu, sbr. niðurstöðu könnunar um viðhorf foreldra til daggæslu.

 

1b) -liður c, 0705053, bæjarráð tekur undir hamingjuóskir með formlega vottun leikskólans Árbæjar sem heilsuleikskóla.
-liður f, 0704094, bæjarráð tekur undir þakkir til Töfragarðsins fyrir að bjóða börnum á leikskólanum Árbæ frítt í garðinn.
-liður h, 0610096, bæjarráð þakkar leikskólafulltrúa og þeim börnum sem tóku þátt í athöfn vegna upphafs byggingarframkvæmda leikskólans við Leirkeldu/Norðurhóla.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0703019
Fundargerð fagráðs sérdeildar Vallaskóla



frá 16.04.07

 

2a) -liður 2, bæjarráð Árborgar óskar eftir að hafin verði endurskoðun á samstarfssamningi um rekstur sérdeildar Suðurlands. Bæjarráð telur mikilvægt að sveitarfélögin á Suðurlandi standi saman í rekstri sem þessum, en samningurinn er barn síns tíma og þarfnast endurskoðunar. Bæjarráð felur verkefnisstjóra fræðslumála að vinna að málinu.

 

Lögð fram.

 

3. 0508068
Samningur við ASK arkitekta um vinnu við deiliskipulag - til staðfestingar

Bæjarráð staðfestir samninginn.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir:
Vinnuhópur er starfandi vegna deiliskipulags miðbæjar.
Hve reglulega hittist hópurinn?
Hvenær hittist hann síðast?
Hvað er heildarkostnaður vegna starfa vinnuhópsins orðinn hár núna?
Hver er áætlaður kostnaður vegna starfa vinnuhópsins árið 2007; þóknanir og kostnaður?
Hver er áætlaður heildarkostnaður vegna starfa vinnuhópsins í heild?
Af hvaða lið fjárhagsáætlunar er þessi kostnaður greiddur?

4. 0703153
Reglur um Skólaþróunarsjóð Árborgar - sbr. umsagnir 11. fundar leikskólanefndar og 10. fundar skólanefndar

Bæjarráð leggur til að eftirfarandi ákvæði verði bætt við 9. tl.:
Verkefnisstjóri fræðslumála skal, að úthlutun lokinni, gera samning við styrkhafa þar sem kveðið er á um þau atriði sem tilgreind eru í 10., 12. og 13. tl. reglnanna.
12. tl. hljóði þannig:
Styrkhafar skulu skila skýrslu um framvindu verkefnis til verkefnisstjóra fræðslumála áður en síðari greiðsla fer fram. Ljúki styrkhafi ekki verkefninu eins og samningur gerir ráð fyrir getur verkefnisstjóri fræðslumála f.h. sveitarfélagsins krafið hann um endurgreiðslu á þeirri upphæð sem greidd hefur verið skv. lið 10 a).
Bæjarráð staðfestir reglurnar með framangreindri breytingu.


5. 0705100
Tilboð Eyjamanna ehf í hlutafé Árborgar í Vinnslustöðinni hf -

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Eyjamanna ehf. í hlutafé Árborgar í Vinnslustöðinni hf á genginu 4,60.

6. 0608004
Tillaga um að fjárhagsáætlun 2007 verði ekki endurskoðuð með sama hætti og tíðkast hefur -

Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, kom á fundinn og kynnti málið.
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til við bæjarstjórn Árborgar að fella niður endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Við ákvörðun í bæjarráði og/eða bæjarstjórn eru fjárhagslegar breytingar samþykktar sem breyting á áætlun og fjármögnun ákveðin. Þetta er gert samkvæmt 2 mgr. 62 gr. sveitarstjórnarlaga en þar segir:
 
“62. gr. Breytingar á fjárhagsáætlun.
 Heimilt er að endurskoða fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana sveitarfélags og gera á henni nauðsynlegar breytingar ef í ljós koma breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn afgreiðir slíkar breytingar á fjárhagsáætlun við eina umræðu. Breytingartillögur skulu sendar öllum fulltrúum í sveitarstjórn með dagskrá viðkomandi sveitarstjórnarfundar.
 Samþykki sveitarstjórn fjárveitingu sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun skal hún jafnframt kveða á um hvernig útgjöldum skuli mætt. Samþykkt slíkrar fjárveitingar telst breyting á fjárhagsáætlun.
 [Ef sveitarstjórn tekur ákvörðun um verulegar skuldbindingar sem ekki koma fram í fjárhagsáætlun, þ.m.t. langtímaskuldbindingar samkvæmt leigusamningum, samningum um rekstur fasteigna eða þjónustu við íbúa eða sambærilegum samningum, skal hún tilkynna þá ákvörðun til eftirlitsnefndar, sbr. 74. gr.]1)
 1)L. 74/2003, 4. gr.”

Ekki verði því um formlega endurskoðun fjárhagsáætlunar eins og verið hefur undanfarin ár.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:
Nú eru liðnir 5 mánuðir af þeim 6 sem eru undir í endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007, sé litið til venju undanfarinna ára. Ég fagna því að B- og S-listi ætli að víkja frá venjunni og taka upp agaðri vinnubrögð frá því sem tíðkuðust á síðasta kjörtímabili. Vegna þess hve langt er liðið á árið legg ég til að 6 mánaða uppgjör verði lagt fram og fjárhagsáætlun endurskoðuð svo sem gert hefur verið – en vandaðri vinnubrögð tekin upp frá næstu áramótum í samræmi við tillögu framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Árborgar.

Breytingartillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihluta bæjarráðs:
Meirihluti bæjarstjórnar rekur ábyrga fjármálastjórnun og er hún meðal annars byggð á starfsáætlunum og vinnubrögðum sem komið var á á síðasta kjörtímabili af B- og S-lista. Niðurstaða rekstrar sveitarfélagsins síðustu ár ber vott um vönduð vinnubrögð allra stjórnenda. Stjórnendur sveitarfélagsins hafa ávallt sýnt ábyrgð í rekstri og teljum við þeim ekkert að vanbúnaði að taka á þessum tímapunkti við nýjum áherslum. Þess vegna greiðum við atkvæði gegn breytingartillögunni.

Tillaga um að fjárhagsáætlun verði ekki endurskoðuð með sama hætti og verið hefur var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B- og V-lista. Fulltrúi D-lista situr hjá.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu:
Frávik frá fjárhagsáætlunum B- og S-lista á síðasta kjörtímabili voru veruleg. Miðað við það má áætla að eftirlit með að fjárhagsáætlun standist þurfi að vera meira en ekki minna. Bæjarráð fer, ásamt bæjarstjóra, með fjármálastjórn sveitarfélagsins. Í ljósi þessara staðreynda legg ég til að staða á rekstri bæjarsjóðs verði gerð gagnsæ með mánaðarlegu uppgjöri.

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Með ráðningu deildarstjóra reikningshalds var lagður grunnur að 3 mánaða uppgjörum sem lögð verða fyrir bæjarráð. Á árinu 2007 verður lagt fram 6 mánaða og 9 mánaða uppgjör fyrir bæjarráð. Allir stjórnendur stofnana og deilda fá mánaðarleg rekstraruppgjör með samanburði við fjárhagsáætlun, fjármála- og stjórnsýslusvið hefur stíft eftirlit með þróun rekstrar hjá þeim. Á þessum forsendum vísum við tillögunni frá.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B- og V-lista, gegn atkvæði fulltrúa D-lista.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Samþykktir um að auka útgjöld í rekstri og fjárfestingum á fyrstu fimm mánuðum þessa árs nema nærri 90 milljónum króna umfram fjárhagsáætlun sem samþykkt var í janúar. Pakkhúsið, rekstur þess og Pizza 67 voru dæmi um ófyrirséð útgjöld. Samhliða því samþykkti meirihlutinn yfirdrátt upp á 300 milljónir í erlendri mynt og reikna má með að gengisáhætta sé nú þegar veruleg. Í dagskrá bara þessa fundar er samþykkt sala á hlut í Vinnslustöðinni upp á 202.460,- sem dugar engan veginn til að dekka kostnað upp á hundruð þúsunda vegna annars liðs á dagskrá þessa fundar; samnings við ASK-arkitekta. Af þessu má augljóslega sjá að mánaðarlegt uppgjör á bæjarsjóði er nauðsynlegt svo yfirsýn með útgjöldum sé nægilegt.

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun f.h. meirihlutans:
Samþykkt útgjöld í rekstri sveitarfélagsins eru 27 milljónir. Erindi Leigubústaða vegna viðgerðar að upphæð 67 milljónir sem lagt var fyrir bæjarráð er á þriggja ára áætlun og þriðji partur á áætlun ársins. Samningur vegna kaupa á Pakkhúsinu liggur ekki fyrir. Lántaka að upphæð 300 milljónir frá Landsbanka Íslands er rekstrarlínulán tekið til að fjármagna fjárfestingar sveitarfélagsins þar til gengið hefur verið frá langtímalánum vegna þeirra, samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og er því þessum málum óviðkomandi. Hvað varðar gengistap má benda á að staða gengis er mun hagstæðari í dag en þegar lánið var tekið, þannig að um gengishagnað er að ræða í dag. Að öðru leyti vísum við til fyrri bókunar.

7. 0703155
Háskólanám á Suðurlandi- ráðstefna í Gunnarsholti 25. maí og undirritun viljayfirlýsingar -

Lögð var fram fundardagskrá og drög að viljayfirlýsingu. Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að mæta á fundinn f.h. sveitarfélagsins og felur honum að undirrita viljayfirlýsinguna.

8. Erindi til kynningar:

 

 a) 0705076
Viðbragðsáætlun vegna sorphirðu - heimsfaraldur inflúensu -

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu að afgreiðslu:
Erindi hefur borist frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélagið vinni viðbragðsáætlun vegna sorphirðu, komi til heimsfaraldurs inflúensu. Meðfylgjandi erindinu eru drög að viðbragðsáætlun frá Reykjavíkurborg. Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar. Skal nefndin gera drög að áætlun og leggja fyrir bæjarráð.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:45.

 

 


Jón Hjartarson


 


Margrét K. Erlingsdóttir


Þórunn Jóna Hauksdóttir


 


Ásta Stefánsdóttir

 

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica