46. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
46. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri, Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista, Guðjón Guðmundsson. Varamaður, D-lista.
Dagskrá:
| 
 Almenn afgreiðslumál  | 
||
| 
 1.  | 
 1211055 - Snjómokstur í Árborg 2012-2013  | 
|
| 
 Verklagsreglur vegna snjómoksturs lagðar fram til kynningar og samþykktar. Ákveðið að kynna fyrirkomulagið fyrir íbúum í héraðsfréttablöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 1202238 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2012  | 
|
| 
 Stjórnin þakkar fyrir ábendingar hverfisráðsins. Bæjarstjórn á eftir að afgreiða fjárfestingaráætlun fyrir árið 2013, í framhaldi af því mun framkvæma- og veitustjórn forgangsraða verkefnum m.a. þeim sem koma fram í fundargerð hverfisráðsins. Tekið verður tillit til ábendinga hverfisráðsins í þeirri vinnu.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 1006066 - Selfossvirkjun  | 
|
| 
 Lagðar voru fram lokatölur vegna kostnaðar við Selfossvirkjun. Er heildarkostnaður vegna verkefnisins 13.293.450 kr.m.vsk.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 1211056 - Skipurit á framkvæmda- og veitusviði 2012  | 
|
| 
 Lagðar fram nýjar hugmyndir að skipuriti fyrir tækni- og veitusvið. Stjórnin samþykkir þær tillögur sem liggja fyrir. Samþykkt að breyta nafni sviðsins úr "tækni- og veitusviði" í framkvæmda- og veitusvið.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 1210108 - Lyfta í íþróttahús Vallaskóla  | 
|
| 
 Lögð fram skýrsla frá Verkfræðistofu Guðjóns Sigfússonar. Ákveðið að fara í vettvangsferð og skoða þá valkosti sem lagðir eru til í skýrslunni.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 1210127 - Tillaga um fasteignamál  | 
|
| 
 Stjórnin felur tækni- og veitustjóra að fara yfir ástand útistofa við Barnaskólann á Eyrarbakka. Nú er unnið að undirbúningi endurnýjunar á þaki íþróttahússins á Stokkseyri. Stefnt er að því að leysa geymsluvandamál við íþróttahúsið á Stokkseyri á næsta ári. Stjórnin þakkar fyrir ábendingarnar og erindið frá ungmennaráði.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:06
 
| 
 Gunnar Egilsson  | 
 
  | 
 Ingvi Rafn Sigurðsson  | 
| 
 Eggert Valur Guðmundsson  | 
 
  | 
 Jón Tryggvi Guðmundsson  | 
| 
 Andrés Rúnar Ingason  | 
 
  | 
 Guðjón Guðmundsson  |