Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.1.2018

46. fundur skipulags- og byggingarnefndar

46. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 17. janúar 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Sveinn Ægir Birgisson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi  Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundagerð. Formaður leitaði afbrigða að taka fyrir umsókn um byggingarleyfi að Skólavöllum 5 og umsóknir um breytingar á innkeyrslum að Dranghólum 1, 5 og 17. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1708193 - Umsókn um lóðina að Eyrargötu 15 Eyrarbakka. Umsækjandi; Trausti Þór Sverrisson
  Samþykkt að úthluta lóðinni.
     
2.   1712152 - Beiðni um breytingu á skipulagsskilmálum að Hraunhellu 19, Selfossi. Umsækjandi: Superior slf.
  Tekið er fyrir erindi frá eiganda Hraunhellu 19 þar sem óskað er eftir heimild til þess að víkja frá hámarkshæð byggingar á lóðinni frá því sem kemur fram í deiliskipulagsskilmálum. Erindi eiganda Hraunhellu 19 hefur verið grenndarkynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og bárust athugasemdir frá eigendum nærliggjandi fasteigna sem andmæltu umbeðnum breytingum. Samkvæmt gildandi deiliskipulagsskilmálum má hámarkshæð byggingarinnar mest vera 7,2 m frá uppgefnum gólfkóta. Á lóðarblaði fyrir lóðina nr. 19 fyrir Hraunhellu eru gefnir út fastir hæðarkótar lóðarinnar á lóðamörkum og gólfkóti hússins sem er 20,1 m. Samkvæmt deiliskipulagsskilmálunum má leyfa allt að 10 cm frávik frá uppgefnum gólfkóta. Að framangreindu virtu þykir ekki ástæða til þess að víkja frá gildandi deiliskipulagsskilmálum er varða hámarkshæð byggingarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn skv. framansögðu að hafna erindi eiganda Hraunhellu 19.
     
3.   1801092 - Beiðni um breytingar á lóðinni að Austurvegi 65 Selfossi. Umsækjandi: Efla fyrir hönd Auðhumlu svf.
  Lagt er til við bæjarstjórn að breytingarnar verði samþykktar.
     
4.   1801004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa
  4.1   - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Laxalæk 15, Selfossi. Fyrirspyrjandi; Sævar Haraldsson
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Óskað er eftir fullnægjandi gögnum til grenndarkynningar og óskað er eftir samþykki meðeigenda.
   
 
  4.2   - Fyrirspurn til byggingarnefndar um viðbyggingu að Hásteinsvegi 30, Stokkseyri. Fyrirspyrjandi: Lagnir og lóðir.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Óskað eftir ítarlegri gögnum um framkvæmdina og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda.
   
 
  4.3   - Beiðni um umsögn vegna hestaleigu að Stekkjarvaði 5, Eyrarbakka. Umsagnaraðili: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
   
 
  4.4   - Umsókn um byggingarleyfi að Norðurbraut 15, Tjarnabyggð. Umsækjandi: LN verktakar.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
   
 
  4.5   - Umsókn um breytingu á utanhúsklæðningu að Engjavegi 45, Selfossi. Umsækjendur: Helgi S. Haraldsson og Sigríður Anna Guðjónsdóttir.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
   
 
  4.6   - Umsókn um byggingarleyfi að Víkurheiði 6, Selfossi. Umsækjandi; VOK ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Óskað er umsagnar eldvarnaeftirlits.
   
 
  4.7   - Umsókn um byggingarleyfi að Akralandi 5-9, Selfossi. Umsækjandi; Eggert Smiður ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum. Umsækjanda er bent á það að allur kostnaður við breytingar á innkeyrslum fellur á lóðarhafa.
   
 
  4.8   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir garðskála að Baugstjörn 27, Selfossi. Umsækjandi: Ásgeir Ragnarsson.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Baugstjörn 25 og 29
   
 
  4.9   - Umsókn um byggingarleyfi að Vallarlandi 21, Selfossi. Umsækjendur: Auðunn Jóhannsson og Herta S. Haraldsdóttir
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
   
 
  4.10   - Umsókn um byggingarleyfi að Heiðarvegi 1, Selfossi. Umsækjandi: Pétur Kúld.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Heiðarvegi 2, 3 og 4 og Kirkjuvegi 8, 10-12 og 14.
   
 
  4.11   - Fyrirspurn um viðbyggingu að Eyravegi 2, Selfossi. Fyrirspyrjandi: Hótel Selfoss.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Óskað er umsagnar eldvarnaeftirlits.
   
 
  4.12   - Umsókn um byggingarleyfi að Hásteinsvegi 48, Stokkseyri. Umsækjandi: Birna Jónsdóttir.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt er að grenndarkynna erindið fyrir Hásteinsvegi 46 og 50.
   
 
  4.13   - Byggingarleyfisumsókn (2 smáhýsi) að Fagra Tanga. Umsækjandi: Sigurður K. Kolbeinsson.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Óskað er eftir fullnægjandi aðaluppdráttum.
   
 
     
5.   1708102 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðalinngangi og svölum að Skólavöllum 5, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist
  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
     
6.   1801140 - Umsókn um breytingu á innkeyrslu að Dranghólum 1
  Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn framkvæmda- og veitusviðs. Allur kostnaður við breytingu á innkeyrslu fellur á lóðarhafa.
     
7.   1801142 - Umsókn um breytingu á innkeyrslu að Dranghólum 5
  Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn framkvæmda- og veitusviðs. Allur kostnaður við breytingu á innkeyrslu fellur á lóðarhafa.
     
8.   1801141 - Umsókn um breytingu á innkeyrslu að Dranghólum 17
  Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn framkvæmda- og veitusviðs. Allur kostnaður við breytingu á innkeyrslu fellur á lóðarhafa.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 09:00 Ásta Stefánsdóttir                                         Magnús Gíslason Gísli Á. Jónsson                                             Viktor Pálsson Bárður Guðmundsson                                   Sveinn Ægir Birgisson Ástgeir Rúnar Sigmarsson  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica