Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.4.2013

133. fundur bæjarráðs

133. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 4. apríl 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður,
Ari Björn Thorarensen, varamaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, 
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, 
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, áheyrnarfulltrúi V-lista, 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301010 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

 

35. fundur haldinn 26. mars

 

-liður 7, 1302194, aðalskipulagsbreyting að Nýjabæ. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimiluð verði breyting á aðalskipulagi úr landbúnaðarsvæði í landbúnaðar- og íbúðarsvæði.

-liður 18, 1302259, tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurbyggð. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1303137 - Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2013

 

5. fundur haldinn 18. febrúar

 

-liður 1, strætó í Tjarnabyggð. Útbúið hefur verið plan fyrir stoppistöð í Tjarnabyggð, unnið er að lausn á því að vagnstjórar geti með góðu móti séð frá vegi hvort farþegar eru að bíða.

-liður 2, afgreiðsla fundargerða. Fundargerðir hverfisráða eru teknar til afgreiðslu í bæjarráði og hefur sá háttur verið hafður á frá því að hverfisráðin voru sett á fót.

Þeim liðum fundargerða hverfisráðsins sem eru bókaðir undir liðnum "til yfirferðar" verður svarað bréflega.

 

   

3.

1301198 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2013

 

148. fundur haldinn 25. mars

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

   

Almenn afgreiðslumál

4.

1302081 - Ályktun Kennarafélags Suðurlands vegna sérfræðiþjónustu skóla í Árborg

 

Andrés Rúnar Ingason, áheyrnarfulltrúi V-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég tek undir þau vonbrigði og áhyggjur sem koma fram í bréfi Kennarafélags Suðurlands dags. 13. mars 2013.

 

Bæjarráð Árborgar leggur fram eftirfarandi bókun:

Í framhaldi af ályktun Kennarafélags Suðurlands leggur bæjarráð áherslu á að ákvörðun um úrsögn Sveitarfélagsins Árborgar úr Skólaskrifstofu Suðurlands er tekin að undangenginni vandaðri undirbúningsvinnu og verður þess gætt að hagsmunir nemenda og kennara verði ætíð í fyrirrúmi hér eftir sem hingað til.

 

   

5.

1003170 - Lögreglusamþykkt

 

Áður á dagskrá á 132. fundi

 

Bæjarráð vísar lögreglusamþykktinni til bæjarstjórnar.

 

   

6.

1303138 - Styrkbeiðni - Formleg opnun Konubókastofunnar

 

Bæjarráð vísar umsókninni til íþrótta- og menningarnefndar sem mun auglýsa eftir styrkumsóknum vegna menningarmála.

 

   

7.

1303139 - Styrkbeiðni - Útgáfa Séð og jarmað

 

Bæjarráð vísar umsókninni til íþrótta- og menningarnefndar sem mun auglýsa eftir styrkumsóknum vegna menningarmála.

 

   

8.

1303140 - Styrkbeiðni - Söguferð um þorpin, Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Bæjarráð vísar umsókninni til íþrótta- og menningarnefndar sem mun auglýsa eftir styrkumsóknum vegna menningarmála.

 

   

9.

1303141 - Styrkbeiðni - Rannsókn á torfbæjum

 

Bæjarráð vísar umsókninni til íþrótta- og menningarnefndar sem mun auglýsa eftir styrkumsóknum vegna menningarmála.

 

   

10.

1303214 - Styrkbeiðni - Sumarhúsið og garðurinn ehf vegna menningarviðburðar

 

Bæjarráð vísar umsókninni til íþrótta- og menningarnefndar sem mun auglýsa eftir styrkumsóknum vegna menningarmála.

 

   

11.

1303238 - Viðhald á íþróttahúsi Stokkseyrar 2013

   
 

Farið var yfir stöðu mála. Á næstu vikum verður skipt um þak á húsinu og rakaskemmdir lagaðar, þá verður einnig bætt úr hljóðvist í húsinu. Í samráði við Ungmennafélag Stokkseyrar er unnið að kostnaðarmati á viðbyggingu (geymslu) við húsið. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa að kanna hvaða möguleikar eru á endurbótum á gólfefni í íþróttasalnum.

 

   

12.

1205038 - Staða á leigumarkaði

 

Lagðar voru fram upplýsingar frá Íbúðalánasjóði um íbúðir sem fara í útleigu frá 1. maí. Meðal annars er um að ræða fjórar íbúðir á Selfossi. Bæjarráð fagnar þessu og hvetur til þess að fleiri íbúðir verði settar í leigu hið fyrsta.

 

   

13.

1303247 - Útsending fundarboða

 

Bæjarráð heimilar að fundir bæjarráðs verði boðaðir með rafrænum hætti í samræmi við heimild sem tilgreind er í  47. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar.

 

   

Erindi til kynningar

14.

1303184 - Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga 2012

 

Lagt fram.

 

   

15.

1302094 - Ljósnetslagning í sveitarfélaginu

 

Lagðar voru fram upplýsingar frá Mílu um framkvæmdir við lagningu Ljósnetsins á Selfossi.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

 

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Andrés Rúnar Ingason

 

Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica