135. fundur bæjarráðs
135. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 18. apríl 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Rósa Sif Jónsdóttir, ritari.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá breytingu á fundartíma bæjarráðs og einnig að taka á dagskrá minnisblað um störf fyrir námsmenn sumarið 2013. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
|
Fundargerðir til staðfestingar |
||
|
1. |
1301009 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
|
31. fundur 11. apríl 2013 |
||
|
- liður 1. Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöður foreldrakönnunar í leikskólum Árborgar. Fundargerðin staðfest. |
||
|
|
||
|
2. |
1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
|
4. fundur haldinn 10. apríl |
||
|
Fundargerðin staðfest. |
||
|
|
||
|
Fundargerðir til kynningar |
||
|
3. |
1302051 - Fundargerð hverfisráðs Selfoss |
|
|
12. fundur haldinn 4. apríl, ásamt upplýsingum framkvæmdastjóra til bæjarráðs vegna tveggja fyrirspurna frá fyrri fundi |
||
|
Lagt fram.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að senda hverfisráði svör við þeim atriðum sem tilgreind eru í fundargerðinni, ásamt upplýsingum vegna tveggja fyrirspurna frá fyrri fundi. Bæjarfulltrúi S-lista lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirritaður tekur undir áhyggjur hverfisráðsins af fjölgun kanína í sveitarfélaginu og óskar eftir því að framkvæmda- og veitustjórn vinni aðgerðaáætlun til að stemma stigu við fjölgun þessara meindýra í sveitarfélaginu“ Eggert Valur Guðmundsson S-lista. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar. |
||
|
|
||
|
4. |
1301276 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands |
|
|
149. fundur 5. apríl 2013 |
||
|
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
|
||
|
5. |
1302226 - Fundargerð fagráðs Brunavarna Árnessýslu |
|
|
2. fundur 5. apríl 2013 |
||
|
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
|
||
|
Almenn afgreiðslumál |
||
|
6. |
1104257 - Drög að samningi milli Íslandsbanka og Sveitarfélagsins Árborgar vegna frágangs í Gráhelluhverfi |
|
|
Gögn eru trúnaðarmál |
||
|
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra undirritun hans, gangi eftir áform Íslandsbanka um samþykki annarra aðila. |
||
|
|
||
|
7. |
1004111 - Leigusamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Tryggvaskála um leigu á Tryggvaskála |
|
|
Bæjarráð staðfestir samninginn. Bókun áheyrnarfulltrúa B-lista: „Það liggur fyrir áhugi aðila á að taka Tryggvaskála á leigu fyrir starfsemi sína og í krafti þess að sveitarfélagið nái strax að endurleigja húsnæðið og beri þar með ekki kostnað af leigu á húsnæðinu, samþykki ég þennan samning.“ Helgi S. Haraldsson, B-lista Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók undir bókunina. |
||
|
|
||
|
8. |
1303249 - Umsóknir um rekstur Tryggvaskála |
|
|
Gögn eru trúnaðarmál |
||
|
Sex aðilar lýstu áhuga á að koma á fót starfsemi í Tryggvaskála. Bæjarráð samþykkir að ganga til viðræðna við tvo aðila. Framkvæmdastjóra er falið að svara umsækjendum. |
||
|
|
||
|
9. |
1304220 - Fundarboð aðalfundar Veiðifélags Árnesinga 23. apríl 2013 |
|
|
Tilnefning fulltrúa |
||
|
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar, Ara B. Thorarensen, að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. |
||
|
|
||
|
10. |
1304233 - Tillaga að breytingum á fræðslusviði vegna sérfræðiþjónustu við skóla |
|
|
Lagt fram og afgreiðslu frestað þar til fræðslunefnd hefur fjallað um málið. |
||
|
|
||
|
11. |
1002167 - Beiðni íbúa að Austurvegi 21, 21b og 21c um frágang götu að Austurvegi |
|
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar til úrvinnslu. |
||
|
|
||
|
12. |
1303078 - Fundartímar bæjarráðs 2013 |
|
|
Bæjarráð samþykkir að reglulegur fundur í næstu viku verði 24. apríl en ekki 25. apríl vegna sumardagsins fyrsta. |
||
|
|
||
|
13. |
1304284 - Átak í atvinnu námsmanna sumarið 2013 |
|
|
Lagt var fram bréf Vinnumálastofnunar þar sem kynnt er átaksverkefni um tímabundin störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur ásamt greinagerð frá menningar- og frístundafulltrúa. Bæjarráð samþykkir að sækja um 25 störf vegna verkefnisins.. |
||
|
|
||
|
Erindi til kynningar |
||
|
14. |
1001181 - Þakkir héraðsþings HSK til bæjarstjórnar Árborgar og starfsmanna sveitarfélagsins vegna 15. Unglingalandsmóts UMFÍ 2012 |
|
|
Lagt fram. |
||
|
|
||
|
15. |
1304187 - Skýrslur Landsnets - kerfisáætlun 2013-2017 |
|
|
Lagt fram.
|
||
|
|
||
|
16. |
1304221 - Tillögur samþykktar af HSK á 91. héraðsþingi ásamt ársskýrslu HSK |
|
|
Lagt fram. |
||
|
|
||
|
17. |
1211126 - Ný samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar |
|
|
Lögð fram drög að hluta nýrra samþykkta fyrir sveitarfélagið til umræðu og yfirferðar. |
||
|
|
||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50
|
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Rósa Sif Jónsdóttir |