Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.4.2013

135. fundur bæjarráðs

135. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 18. apríl 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Rósa Sif Jónsdóttir, ritari. 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá breytingu á fundartíma bæjarráðs og einnig að taka á dagskrá minnisblað um störf fyrir námsmenn sumarið 2013. Var það samþykkt samhljóða. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301009 - Fundargerð fræðslunefndar

 

31. fundur 11. apríl 2013

 

- liður 1. Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöður foreldrakönnunar í leikskólum Árborgar.

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

4. fundur haldinn 10. apríl

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

3.

1302051 - Fundargerð hverfisráðs Selfoss

 

12. fundur haldinn 4. apríl, ásamt upplýsingum framkvæmdastjóra til bæjarráðs vegna tveggja fyrirspurna frá fyrri fundi

 

Lagt fram.

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að senda hverfisráði svör við þeim atriðum sem tilgreind eru í fundargerðinni, ásamt upplýsingum vegna tveggja fyrirspurna frá fyrri fundi.

Bæjarfulltrúi S-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

„Undirritaður tekur undir áhyggjur hverfisráðsins af fjölgun kanína í sveitarfélaginu og óskar eftir því að framkvæmda- og veitustjórn vinni aðgerðaáætlun til að stemma stigu við fjölgun þessara meindýra í sveitarfélaginu“

Eggert Valur Guðmundsson S-lista.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar.

 

   

4.

1301276 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

149. fundur 5. apríl 2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

5.

1302226 - Fundargerð fagráðs Brunavarna Árnessýslu

 

2. fundur 5. apríl 2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

6.

1104257 - Drög að samningi milli Íslandsbanka og Sveitarfélagsins Árborgar vegna frágangs í Gráhelluhverfi

 

Gögn eru trúnaðarmál

 

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra undirritun hans, gangi eftir áform Íslandsbanka um samþykki annarra aðila.

 

   

7.

1004111 - Leigusamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Tryggvaskála um leigu á Tryggvaskála

 

Bæjarráð staðfestir samninginn.

Bókun áheyrnarfulltrúa B-lista:

„Það liggur fyrir áhugi aðila á að taka Tryggvaskála á leigu fyrir starfsemi sína og í krafti þess að sveitarfélagið nái strax að endurleigja húsnæðið og beri þar með ekki kostnað af leigu á húsnæðinu, samþykki ég þennan samning.“

Helgi S. Haraldsson, B-lista

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók undir bókunina.

 

   

8.

1303249 - Umsóknir um rekstur Tryggvaskála

 

Gögn eru trúnaðarmál

 

Sex aðilar lýstu áhuga á að koma á fót starfsemi í Tryggvaskála. Bæjarráð samþykkir að ganga til viðræðna við tvo aðila. Framkvæmdastjóra er falið að svara umsækjendum.

 

   

9.

1304220 - Fundarboð aðalfundar Veiðifélags Árnesinga 23. apríl 2013

 

Tilnefning fulltrúa

 

Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar, Ara B. Thorarensen, að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

   

10.

1304233 - Tillaga að breytingum á fræðslusviði vegna sérfræðiþjónustu við skóla

 

Lagt fram og afgreiðslu frestað þar til fræðslunefnd hefur fjallað um málið.

 

   

11.

1002167 - Beiðni íbúa að Austurvegi 21, 21b og 21c um frágang götu að Austurvegi

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar til úrvinnslu.

 

   

12.

1303078 - Fundartímar bæjarráðs 2013

 

Bæjarráð samþykkir að reglulegur fundur í næstu viku verði 24. apríl en ekki 25. apríl vegna sumardagsins fyrsta.

 

   

13.

1304284 - Átak í atvinnu námsmanna sumarið 2013

 

Lagt var fram bréf Vinnumálastofnunar þar sem kynnt er átaksverkefni um tímabundin störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur ásamt greinagerð frá menningar- og frístundafulltrúa.  Bæjarráð samþykkir að sækja um 25 störf vegna verkefnisins..

 

   

Erindi til kynningar

14.

1001181 - Þakkir héraðsþings HSK til bæjarstjórnar Árborgar og starfsmanna sveitarfélagsins vegna 15. Unglingalandsmóts UMFÍ 2012

 

Lagt fram.

 

   

15.

1304187 - Skýrslur Landsnets - kerfisáætlun 2013-2017

 

Lagt fram.

 

 

   

16.

1304221 - Tillögur samþykktar af HSK á 91. héraðsþingi ásamt ársskýrslu HSK

 

Lagt fram.

 

   

17.

1211126 - Ný samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar

 

Lögð fram drög að hluta nýrra samþykkta fyrir sveitarfélagið til umræðu og yfirferðar.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50
 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert Valur Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Rósa Sif Jónsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica