Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.4.2013

136. fundur bæjarráðs

136. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 24. apríl 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir,  framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá 32. fundargerð fræðslunefndar. Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

52. fundur haldinn 17. apríl

 

-liður 1, 1303238, viðhald á íþróttahúsi Stokkseyrar. Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í byggingu áhaldageymslu við íþróttahúsið á Stokkseyri og að kostnaði verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

-liður 2, 0912091, umhleðsluaðstaða á gámasvæði Árborgar. Bæjarráð samþykkir að fest verði kaup á rampi á gámasvæðinu, kostnaði, kr. 1.700.000, verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1301008 - Fundargerð félagsmálanefndar

 

27. fundur haldinn 18. apríl

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

3.

1301009 - Fundargerð fræðslunefndar

 

32. fundur haldinn 22. apríl

 

-liður 1, breytingar á formgerð sérfræðiþjónustu skóla í Árborg. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslustjóra um að ný formgerð á sérfræðiþjónustu skóla taki gildi um áramót og að kostnaði við breytingarnar, 8,9 mkr., verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. Ekki eru forsendur til annars en að hefja undirbúning og ráðningar inn á fræðslusvið vegna áður samþykktra breytinga.

 

   

Almenn afgreiðslumál

4.

1304318 - Umsókn um leyfi til hænsnahalds að Baugstjörn 26, Selfossi

 

Bæjarráð vísar umsókninni til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.

 

   

5.

1303249 - Umsóknir um að taka Tryggvaskála á leigu fyrir rekstur

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Selfossveitingar ehf um rekstur Tryggvaskála.

 

   

6.

1303238 - Viðhald á íþróttahúsi Stokkseyrar 2013

 

Heimsókn frá fulltrúa UMF. Stokkseyrar

 

Fulltrúar Ungmennafélags Stokkseyrar komu inn á fundinn. Rætt var um áætlun um viðhald íþróttahússins á Stokkseyri árið 2013.

 

   

7.

1110130 - Beiðni Gatnamóta ehf um að fá úthlutað lóð

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

8.

1106016 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss, undirbúnings- og hönnunarvinna

 

Lagt var til að bæjarráð feli framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Konsept ehf um gerð aðalteikninga.

Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Í stað þess að samþykkja að ganga einhliða til samninga við einn aðila telur undirritaður að eðlilegra hefði verið að gera verðkönnun hjá fleiri aðilum vegna hönnunarkostnaðar vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss. „

 

   

9.

1304330 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um tækifærisleyfi vegna kosningavöku í Hvíta húsinu

 

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.

 

   

Erindi til kynningar

10.

1304241 - Kynning Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á verkefninu Hjólað í vinnuna 2013

 

Bæjarráð hvetur íbúa og starfsfólk til þátttöku í verkefninu.

 

   

11.

1303007 - Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2013 vegna endurbyggingar Þuríðarbúðar

 

Lögð var fram tilkynning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um 1.175.000 kr. styrk til endurbyggingar Þuríðarbúðar, Stokkseyri.

Framkvæmdir við verkið munu hefjast á næstu vikum.

 

   

12.

1209046 - Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Kríunnar

 

Lögð var fram tilkynning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um 1.150.000 kr. styrk til umhverfishönnunar og skipulags við Kríuna við Eyrarbakka.

Bæjarráð samþykkir að leita tilboða í skipulagsvinnu.

 

   

13.

1303004 - Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2013 vegna skipulags og hönnunar við Húsið á Eyrarbakka og Eyrarbakkakirkju

 

Lögð var fram tilkynning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um 3.150.000 kr. styrk til skipulags og hönnunar við Húsið á Eyrarbakka og Eyrarbakkakirkju.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að skipulagsvinnu.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:55.
 
 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica