47. fundur bæjarráðs
47. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 07.06.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fyrirspurnir um fasteignaskatt eldri borgara og kaup á hluta Austurvegar 2a. Var það samþykkt samhljóða.
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0703038 |
frá 30.05.2007 |
1a) –liður 1, Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram bókun:
Niðurstöður skýrslna VGK-Hönnunar ehf. varðandi vatnafar við Eyrarbakka benda til þess að unnt sé að byggja á svæðinu. Þessu ber að fagna og er ljóst að athugasemdir íbúa og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við aðalskipulag hafa verið á rökum reistar.
Margrét K. Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi B-lista, lagði fram bókun:
Meirihluti bæjarráðs bendir fulltrúa D-lista á að skýrsla um byggingarhæfi svæðisins er ekki væntanleg fyrr en í byrjun júlí.
-liður 11, Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Ástæða er til að fagna framkomnum lista yfir stöðu framkvæmda á vegum sveitarfélagins. Æskilegt er að bæjarráð sem er framkvæmdastjórn sveitarfélagsins fái þetta yfirlit reglulega til kynningar.
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerðir til kynningar:
0702070 |
frá 23.05.07 |
Lögð fram.
3. 0512067
Tilkynning um forkaupsrétt að hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja hf. -
Afgreiðslu málsins er frestað þar sem boðað hefur verið til fundar hluthafa um málið 12. júní n.k. Bæjarráð felur formanni og varaformanni framkvæmda- og veitustjórnar, formanni bæjarráðs og oddvita D-listans, Eyþóri Arnalds, að sækja fundinn.
4. 0503093
Beiðni Afréttarmálafélags Flóa- og Skeiða um fjárstyrk vegna landbótastarfa á afrétti -
Bæjarráð samþykkir að veita 100.000 kr. styrk, í samræmi við erindið. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
5. 0705138
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð -
Bæjarritara er falið að vinna drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð.
6. 0704151
Minnisblað um leiðir til að koma á almenningssamgöngum innan Árborgar og milli Árborgar og höfuðborgarsvæðisins -
Minnisblaðið var lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bæjarstjóra Hveragerðis um hugsanlega samvinnu varðandi almenningssamgöngur milli Selfoss, Hveragerðis og Reykjavíkur. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja viðræður við Samgönguráðuneytið og Vegagerðina um aðkomu sveitarfélagsins að útboði sérleyfis sem fram fer haustið 2008.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við forsvarsmann Þingvallaleiðar ehf um möguleika á tilraunaverkefni um almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins í haust.
7. 0705157
Áskorun frá foreldraráði Vallaskóla um að settar verði upp eftirlitsmyndavélar í Vallaskóla -
Bæjarráð þakkar ábendingarnar. Bæjarráð felur verkefnisstjóra fræðslumála að fara yfir þær kröfur sem gerðar eru skv. lögum um notkun eftirlitsmyndavéla í og við skóla og kostnað við uppsetningu og rekstur þeirra og skila minnisblaði þar um til bæjarráðs fyrir 15. ágúst n.k.
8. 0612058
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um fasteignaskatt 70 ára og eldri. -
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvert yrði áætlað tekjutap bæjarsjóðs ef fasteignaskattur á íbúa 70 ára og eldri félli að fullu niður fyrir árið 2008? Hér er eingöngu átt við það húsnæði sem viðkomandi býr í.
Ljóst er að hagkvæmara og mannúðlegra er að stuðla að því að eldri borgarar geti búið í eigin húsnæði, enda gert ráð fyrir þeim möguleika að fella niður fasteignaskatta í lögum.
9. 0704141
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um kaup á Pakkhúsinu -
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir:
Samkvæmt fréttum úr fjölmiðlum hefur sveitarfélagið Árborg keypt rekstur og fasteignir "Pakkhússins" við Austurveg. Málið hefur ekki verið kynnt formlega og er því rétt að spyrja um eftirfarandi:
a) Hver er tilgangur kaupanna?
b) Hvernig eru þau fjármögnuð?
c) Hefur öðrum aðilum sem nýta húseignina verið kynnt framtíðaráform hússins?
d) Hefur sögulegt gildi hússins verið skoðað?
10. Erindi til kynningar:
Engin.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:45
Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Eyþór Arnalds
Ásta Stefánsdóttir