47. fundur bæjarráðs
47. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 3. september 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá afsal af íbúð í Álftarima 11. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1501029 - Fundargerð félagsmálanefndar | |
13. fundur haldinn 25. ágúst | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1501031 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar | |
16. fundur haldinn 26. ágúst | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
3. | 1501028 - Fundargerð fræðslunefndar | |
12. fundur haldinn 27. ágúst | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
4. | 1502151 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands | |
165. fundur haldinn 29. maí 166. fundur haldinn 3. júlí | ||
Bæjarráð býður nýjan framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Sigrúnu Guðmundsdóttur, velkomna til starfa. Fundargerðirnar lagðar fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
5. | 1412006 - Beiðni um áframhaldandi samstarf Árborgar og N4 sjónvarps um þátttöku í þáttaröðinni Að sunnan | |
Bæjarráð samþykkir að halda áfram samstarfi við N4 og að gerður verði samningur um þáttagerð fyrir haustið. | ||
6. | 1508178 - Málefni flóttamanna | |
Bæjarráð Árborgar felur félagsmálastjóra að taka saman minnisblað varðandi fyrirkomulag á móttöku flóttamanna, s.s. um húsnæðismál, framfærslu, skólamál, félagslega aðstoð, annað vinnuframlag félagsþjónustu og aðkomu annarra aðila. Sveitarfélaginu hefur borist beiðni Velferðarráðuneytisins um að það láti vita um afstöðu sína til þess hvort það hafi áhuga á að taka á móti flóttafólki eigi síðar en 10. september nk. | ||
7. | 1206110 - Afsal af íbúð í Álftarimi 11 | |
Bæjarráð staðfestir útgáfu afsals fyrir íbúðinni að Álftarima 11, íb. 403, fastanr. 218-5308, og felur framkvæmdastjóra að undirrita það. | ||
Erindi til kynningar | ||
8. | 1508183 - Kynning á Batasetri, virknimiðstöð fyrir fólk með geðröskun, sem staðsett verður að Skólavöllum 1 | |
Bæjarráð fagnar framtakinu og óskar Batasetri góðs gengis. | ||
9. | 1508179 - Staða leiguíbúða sveitarfélaga 2014 | |
Skýrsla Varasjóðs húsnæðismála lögð fram. | ||
10. | 1508168 - Samstarfsverkefni á vegum Nordregio | |
Skýrsla lögð fram. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:55. Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Helgi Sigurður Haraldsson Arna Ír Gunnarsdóttir Eyrún Björg Magnúsdóttir Ásta Stefánsdóttir