Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.6.2013

143. fundur bæjarráðs

143. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 6. júní 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri.  

Helgi S. Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, boðaði forföll. 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá umsókn um leyfi fyrir aksturskeppnir og beiðni um afnot af landi fyrir tjaldsvæði vegna Kótelettunnar. Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

6. fundur haldinn 22. maí

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

55. fundur haldinn 29. maí

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

3.

1301009 - Fundargerð fræðslunefndar

 

33. fundur haldinn 30. maí

 

Fundargerðin staðfest.

-liður 13, 1206087, Barnabær. Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með verkefnið og er skólinn vel að hvatningarverðlaunum Heimils og skóla kominn. Frumkvæði skólans er öðrum til fyrirmyndar.

 

 

 

Fundargerðir til kynningar

4.

1301276 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

7. aðalfundur haldinn 18. október 2012 150. fundur haldinn 22. maí

 

Lagt fram. 

 

   

5.

1301266 - Fundargerð stjórnar SASS

 

467. fundur haldinn 30. maí

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

6.

1211126 - Samþykktir Sveitarfélagsins Árborgar

 

Rætt var um einstaka liði.

 

   

7.

1109169 - Erindi Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, hvatning til sveitarfélaga um að útvega húsnæði fyrir grasrótarfélög

 

Bæjarráð þakkar bréfið . Sveitarfélagið Árborg hefur útvegað fjölda félagasamtaka með starfsemi í sveitarfélaginu húsnæði á undanförnum árum.

 

   

8.

1306001 - Beiði Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Kótelettan 2013

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið um opnunartíma og útiveitingar.

 

   

9.

1306010 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um mótorkrosskeppnir í Hrísmýri, Selfossi

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið

 

   

10.

1305117 - Beiðni um afnot af landi fyrir tjaldsvæði vegna Kótelettunnar 2013

 

Bæjarráð samþykkir beiðni handknattleiksdeildar UMF Selfoss um tjaldsvæði sunnan við Suðurhóla vegna Kótelettuhátíðar um komandi helgi.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:18 

Eyþór Arnalds                                               
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson                        
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica