Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.6.2007

48. fundur bæjarráðs

 

48. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 14.06.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista stýrði fundi nýkjörins bæjarráðs og leitaði afbrigða til að taka á dagskrá kjör formanns og varaformanns og tillögu um að óska eftir viðræðum við Sveitarfélagið Ölfus um breytingu á sveitarfélagamörkum. Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0701035
Fundargerð landbúnaðarnefndar

frá 30.05.07

b.

0606112
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar

frá 07.06.07

c.

0504050
Fundargerð byggingarnefndar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

frá 04.06.07

 

1a) -liður 1 og 3, 0705110 og 0705036, umsóknir um beitarland í landi Borgar, bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna um landið og leggja fyrir bæjarráð.
-liður 5, 0704031, bæjarráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
-liður b, 0704044, bæjarráð samþykkir að greiddur verði viðmiðunartaxti Veiðimálastjóraembættisins fyrir unninn ref og mink.

 

1b) Eyþór Arnalds D-lista, vék af fundi vegna vanhæfis við afgreiðslu liðar f, 0705114. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest.
Eyþór kom aftur inn á fundinn að afgreiðslu lokinni.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, vék af fundi vegna vanhæfis við afgreiðslu liðar 11, 0705115. Varaformaður tók við stjórn fundarins.
Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest.
Margrét K. kom aftur inn á fundinn að afgreiðslu lokinni og tók við stjórn fundarins.
-liður 7, 0705142, fyrirspurn um lóðirnar Akurhóla 2-4-6, bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

 

1c) -liður 3, lagt var til að bæjarráð samþykki þá áfangaskiptingu sem byggingarnefnd barnaskólans leggur til, þ.e. að 1. áfangi verði viðbygging og endurbætur á Stokkseyri, 2. áfangi verði uppbygging á Eyrarbakka, tímarammi verkefnis verði sá sami og áður, þ.e. verkefninu verði lokið í apríl 2010.
Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum. Eyþór Arnalds, D-lista, situr hjá.
Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Vonandi verður ekki frekari töf á uppbyggingu BES á Eyrarbakka, enda brýnt að bæta úr húsnæðismálum BES á Eyrarbakka svo fljótt sem verða má.

-liður 4, bæjarráð samþykkir rýmisáætlun nefndarinnar.

 

Fundargerðirnar voru staðfestar.

 

2.  Fundargerðir til kynningar:

 

 

a.

0603067
Fundargerð fagráðs sérdeildar Suðurlands

frá 29.05.07

b.

0704081
Fundargerð aðalfundar og aukaaðalfundar Veiðifélags Árnesinga 2007

frá 29.04.07 og 29.05.07

 

Lagðar fram.

 

3. 0706031
Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs -

Lagt var til að Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, yrði kosin formaður bæjarráðs fram í ágúst.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi D-lista sat hjá.
Lagt var til að Jón Hjartarson, V-lista, yrði kosinn varaformaður bæjarráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi D-lista sat hjá.


4. 0508068
Svör við fyrirspurnum bæjarfulltrúa D-lista frá 24.05.07 um vinnuhóp um miðbæjarskipulag -

Lögð voru fram svör við fyrirspurn fulltrúa D lista vegna vinnuhóps um miðbæjarskipulag:

Vinnuhópurinn hittist alls tíu sinnum á tímabilinu frá 5. mars til 7. júní, eða vikulega að meðaltali. Heildarkostnaður liggur ekki fyrir. Í fjárhagsáætlun fyrir 2007 eru áætlaðar fjármunir vegna vinnu við deiliskipulag miðbæjarins, undir liðnum deiliskipulag.
Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Svör meirihlutans við fyrirspurn fulltrúa D-lista vegna vinnuhóps um miðbæjarskipulag eru rýr. Ekki liggja fyrir neinar tölur um heildarkostnað eða þann kostnað sem gjaldfallinn er. Hætt er við að heildarkostnaður vegna miðbæjarskipulags fari úr böndum.

5. 0706068
Tillaga um að óska eftir viðræðum við Sveitarfélagið Ölfus um breytingu á sveitarfélagamörkum

Lögð var fram tillaga um að óska eftir formlegum viðræðum við Sveitarfélagið Ölfus um breytingu á sveitarfélagamörkum.

Bæjarráð Árborgar samþykkir að óska eftir formlegum viðræðum við bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss um breytingu á sveitarfélagamörkum milli Árborgar og Ölfuss á svæði Árbæjarhverfis. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi vegna málsins.

Greinargerð:
Sveitarfélagið Árborg hefur í áraraðir veitt íbúum Árbæjarhverfis í Ölfusi leikskóla- og grunnskólaþjónustu skv. sérstökum samningum milli sveitarfélaganna. Nú hafa fulltrúar Ölfuss leitað eftir víðtækara samstarfi og þjónustukaupum af Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða þjónustu á sviði fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu. Ljóst er að með frekari þéttingu byggðar í hverfinu eins og áætlanir gera ráð fyrir eykst þörfin fyrir þjónustu á þessum sviðum og telur bæjarráð Árborgar eðlilegt að óska eftir viðræðum um að Árbæjarhverfi verði sameinað Sveitarfélaginu Árborg í nánustu framtíð.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

6.  Erindi til kynningar:

 

a) 0706005
Nýmæli í lögum um gatnagerðargjald sem taka gildi 1. júlí n.k. -
Lagt fram.

b) 0704081
Árlegar upplýsingar frá Veiðifélagi Árnesinga -
Lagt fram.

c) 0706032
Samþykktar tillögur aðalfundar Ungmennafélags Selfoss 2007 -

Lagt fram.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:13.

Jón Hjartarson                        
Margrét K. Erlingsdóttir
Eyþór Arnalds                        
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir



 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica