48. fundur bæjarráðs
48. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 10. september 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
14. fundur haldinn 2. september | ||
-liður 6, mál nr. 1508170 úthlutun á lóðinni Gagnheiði 73. Bæjarráð samþykkir að veita Hópbílum ehf vilyrði fyrir lóðinni að Gagnheiði 73 í samræmi við 8. gr. reglna um úthlutun lóða í Árborg. Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1501030 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar | |
12. fundur haldinn 2. september | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 1509013 - Fundargerðir Borgarþróunar 2015 | |
Stjórnarfundur haldinn 3. september Aðalfundur haldinn 3. september | ||
Lagt fram. | ||
4. | 1501033 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga | |
173. fundur haldinn 1. september | ||
Lagt fram. | ||
5. | 1505227 - Fundir um svæðisskipulag og hlutverk við byggðaþróun | |
1. fundur haldinn 18. ágúst 2. fundur haldinn 31. ágúst | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
6. | 1508178 - Undirbúningur - hugsanleg móttaka flóttafólks, erindi Velferðarráðuneytisins þar sem óskað er upplýsinga um hvort sveitarfélög hafi áhuga á að taka á móti flóttafólki | |
Bæjarráð Árborgar tekur jákvætt í erindi Velferðarráðuneytisins um móttöku flóttafólks, vinna er farin af stað við að skoða hvað í þessu felst. Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að vinna áfram að málinu í samráði við Velferðarráðuneyti, félagsmálastjóra, fræðslustjóra og aðra samstarfsaðila. | ||
Erindi til kynningar | ||
7. | 1509010 - Ársskýrsla Flugklúbbs Selfoss 2014 | |
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:35.
Gunnar Egilsson | Sandra Dís Hafþórsdóttir | |
Helgi Sigurður Haraldsson | Viðar Helgason | |
Arna Ír Gunnarsdóttir | Ásta Stefánsdóttir |