8.2.2018
48. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
48. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 31. janúar 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri
Dagskrá:
| Almenn afgreiðslumál |
| 1. |
1801210 - Austurbyggð - yfirborðsfrágangur og göngustígar 2018 |
| |
Farið yfir framkvæmdir við göngustígagerð í Austurbyggð 2018. Framkvæmdastjóra falið að vinna að undirbúningi framkvæmda í samræmi við fjárfestingaráætlun 2018. |
| |
|
|
| 2. |
1801209 - Göngustígar 2018 |
| |
Stjórnin samþykkir að leggja áherslu á malbikun göngu- og hjólastígs við Engjaveg, á milli Sigtúns og Kirkjuvegar, og göngustígs um Gesthúsasvæðið á milli Engjavegar og Langholts. |
| |
|
|
| 3. |
1801208 - Göngu- og hjólastígar 2018 með styrk frá Vegagerðinni |
| |
Stjórnin samþykkir framlagða tillögu um forgangsröðun framkvæmda samkvæmt fjárfestingaráætlun. Stefnt er að malbikun fjörustígs frá Stokkseyri að Hraunsá, einnig lagningu burðarlags frá Sandvíkurafleggjara að Tjarnabyggð og uppsetningu á ljósastaurum frá Miðtúni að Olís. |
| |
|
|
| 4. |
1801205 - Verkhönnun Víkurheiði 2018 |
| |
Stjórnin samþykkir að halda áfram verkhönnun á gatnagerð og veitukerfum við Víkurheiði, jafnframt vísar stjórnin skipulaginu til skipulags- og byggingarnefndar með ósk um endurskoðun á lóðastærðum og skipulagi gatna. |
| |
|
|
| 5. |
1801206 - Framkvæmdir við Selfossveg og aðliggjandi svæði 2018 |
| |
Stjórnin staðfestir að haldið verði áfram vinnu við frágang samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi við Selfossveg. |
| |
|
|
| 6. |
1801212 - Gjaldskrá Selfossveitna 2018 -heimtaugagjald -frostálag |
| |
Stjórnin samþykkir að nýta heimild í gjaldskrá og innheimta 20% frostálag vegna heimtauga. |
| |
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45
| Gunnar Egilsson |
|
Ragnheiður Guðmundsdóttir
|
| Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Eggert Valur Guðmundsson
|
| Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |