Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.2.2018

48. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

48. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 31. janúar 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál
1.   1801210 - Austurbyggð - yfirborðsfrágangur og göngustígar 2018
  Farið yfir framkvæmdir við göngustígagerð í Austurbyggð 2018. Framkvæmdastjóra falið að vinna að undirbúningi framkvæmda í samræmi við fjárfestingaráætlun 2018.
     
2.   1801209 - Göngustígar 2018
  Stjórnin samþykkir að leggja áherslu á malbikun göngu- og hjólastígs við Engjaveg, á milli Sigtúns og Kirkjuvegar, og göngustígs um Gesthúsasvæðið á milli Engjavegar og Langholts.
     
3.   1801208 - Göngu- og hjólastígar 2018 með styrk frá Vegagerðinni
  Stjórnin samþykkir framlagða tillögu um forgangsröðun framkvæmda samkvæmt fjárfestingaráætlun. Stefnt er að malbikun fjörustígs frá Stokkseyri að Hraunsá, einnig lagningu burðarlags frá Sandvíkurafleggjara að Tjarnabyggð og uppsetningu á ljósastaurum frá Miðtúni að Olís.
     
4.   1801205 - Verkhönnun Víkurheiði 2018
  Stjórnin samþykkir að halda áfram verkhönnun á gatnagerð og veitukerfum við Víkurheiði, jafnframt vísar stjórnin skipulaginu til skipulags- og byggingarnefndar með ósk um endurskoðun á lóðastærðum og skipulagi gatna.
     
5.   1801206 - Framkvæmdir við Selfossveg og aðliggjandi svæði 2018
  Stjórnin staðfestir að haldið verði áfram vinnu við frágang samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi við Selfossveg.
     
6.   1801212 - Gjaldskrá Selfossveitna 2018 -heimtaugagjald -frostálag
  Stjórnin samþykkir að nýta heimild í gjaldskrá og innheimta 20% frostálag vegna heimtauga.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45  
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir  
Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson  
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica