49. fundur bæjarráðs
49. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 21.06.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, tillögu um stofnun skólasögusafns og samning um akstursþjónustu fyrir aldraða. Var það samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, leitaði afbrigða til að svör við fyrirspurnum um kaup á Austurvegi 2a, yrðu tekin til afgreiðslu á undan kaupsamningi um eignina. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0701012 |
Frá 11.06.07 |
|
b. |
0701117 |
frá 13.06.07 |
c. |
0701055 |
frá 14.06.07 |
d. |
0702011 |
14.06.07 |
e. |
0701068 |
frá 14.06.07 |
1b) -liður 1, 0706041, Menningarstefna Sveitarfélagsins Árborgar, bæjarráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar að vinna verklagsreglur og fjárhagsáætlun og leggja fyrir bæjarráð í ágúst.
-liður 3, 0706043, Leiksýning á Jónsmessu 2007, bæjarráð lýsir sérstakri ánægju með að fjölskyldum í Árborg sé boðið á leiksýninguna Dýrin í Hálsaskógi á Jónsmessu.
-liður a), 0705068, tillaga um kaup á veitingatjaldi, bæjarráð vísar málinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2008.
liðir a), b) og c), 0705068, 0703178, 0701150, bæjarráð þakkar aðstandendum hátíðanna Sumar á Selfossi, Vorskipið kemur og Sýningin Árborg 2007 fyrir gott starf í þágu sveitarfélagsins.
-liður d, 0705071, bæjarráð fagnar skipan menningarráðs og því að menningarsamningur er í höfn. Bæjarráð væntir mikils af menningarfulltrúa Suðurlands og lýsir vilja til samstarfs.
1c) -liður 1, 0706024, bæjarráð samþykkir að ráða Guðbjarts Ólasonar sem aðstoðarskólastjóra Vallaskóla.
-liður 2, 0705063, að fenginni umsögn skólanefndar samþykkir bæjarráð að Sunnulækjarskóli verði hverfisskóli Tjarnarbyggðar þar til nýtt húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður tekið í notkun.
-liður 3, 0705025, bæjarráð leggur áherslu á að mörkuð verði nútímaleg umhverfisstefna fyrir skólana.
1d) -liður 2, 0701161, bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um fyrirhugað nýtt iðnaðarsvæði við Hestagötu, ofan við Stokkseyri.
1e) -liður 1, 0706051, málið var borið sérstaklega undir atkvæði þar sem mótatkvæði hafði komið fram við afgreiðslu nefndarinnar. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista. Eyþór Arnalds tók undir bókun nefndarinnar.
-liður 2, 0706050,málið var borið sérstaklega undir atkvæði þar sem mótatkvæði hafði komið fram við afgreiðslu nefndarinnar. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista. Eyþór Arnalds tók undir bókun nefndarinnar.
-liður 3, 0706049, málið var borið sérstaklega undir atkvæði þar sem mótatkvæði hafði komið fram við afgreiðslu nefndarinnar. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista. Eyþór Arnalds tók undir bókun nefndarinnar.
-liður 4, 0706048,málið var borið sérstaklega undir atkvæði þar sem mótatkvæði hafði komið fram við afgreiðslu nefndarinnar. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista. Eyþór Arnalds tók undir bókun nefndarinnar.
-liður 5, 0706047,málið var borið sérstaklega undir atkvæði þar sem mótatkvæði hafði komið fram við afgreiðslu nefndarinnar. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista. Eyþór Arnalds tók undir bókun nefndarinnar.
-liður 8, 0704083, bæjarráð samþykkir tillögu að landskiptingu að Fagurgerði 2 og 2b.
-liður 9, 0508068, Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, tekur undir bókun fulltrúa D-lista í nefndinni varðandi breytingar á deiliskipulagi og kynningarmál.
Gert var fundarhlé.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta bæjarráðs: Enn á ný gera sjálfstæðismenn tilraun til að slá ryki í augu íbúa. Engar breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagshugmyndum vegna miðbæjar frá því íbúafundur var haldinn 5. júní s.l.
Fulltrúar B og V lista.
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Athygli vakti að deiliskipulagstillögu um nýjan miðbæ á Selfossi var frestað á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar. Engar athugasemdir voru gerðar af hálfu fulltrúa meirihlutans við bókun D-listans í nefndinni. Tillagan er enn í vinnslu og hefur tekið fjölmörgum breytingum frá því að samkeppni fór fram. Ljóst er að tillagan er enn í vinnslu og kann því að breytast hvað varðar gerð og svæði. Auk þess vantar breytingar á aðalskipulagi sem nauðsynlegar eru til að unnt sé að samþykkja fjölbýlishúsabyggð í Bæjargarðinum.
Engar skýringar fylgdu frestuninni en í fundargerð segir: "tillaga og greinargerð eru enn í vinnslu".
-liður 10, 0704015, bæjarráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi Norðurhóla 3, Selfossi.
-liður 11, 0704071, bæjarráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi gámasvæðis við Borg.
-liður 12, 0611145, bæjarráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi Hólaborgar.
-liður 13, 0706077, bæjarráð leggur áherslu á að aðgengismál í sveitarfélaginu séu til fyrirmyndar og felur framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að vinna kostnaðaráætlun við gerð úttektar á aðgengismálum í Sveitarfélaginu Árborg fyrir 15. ágúst.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði að undanskildum þeim liðum sem þegar höfðu verið afgreiddir og samþykktar samhljóða.
2. Fundargerðir til kynningar:
0701126 |
01.06.07 |
|
b. |
0702070 |
frá 07.06.07 |
Lagðar fram.
3. 0706066
Fundarboð félagsfundar Sorpstöðvar Suðurlands bs -
Bæjarstjóri fer með atkvæðisrétt sveitarfélagins á fundinum, varamaður er Gylfi Þorkelsson.
4. 0704080
Erindi Sorpstöðvar Suðurlands um söfnun og skil á pappír frá íbúum -
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Bæjarráð ítrekar þann ásetning að komið verði á skilvirkri söfnun pappírs og umbúðaúrgangs. Bæjarráð samþykkir að taka þátt í undirbúningi og samstarfi við Sorpstöð Suðurlands um sameiginlegt söfnunarkerfi fyrir pappír og umbúðir frá heimilum í Árborg.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum. Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá og gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Bæjarfulltrúi D-lista fagnar flokkun sorps en ítrekar að leitað sé leiða til að ná sem mestri hagkvæmni í krafti stærðar Sveitarfélagsins Árborgar.
5. 0611106
Beiðni FSu um tilnefningu fulltrúa í byggingarnefnd vegna viðbyggingar við verknámshúsið Hamar -
Bæjarráð lýsir ánægju með að framkvæmdir við viðbyggingu verknámshús séu að hefjast.
Lagt var til að bæjarráð tilnefni Þorvald Guðmundsson sem fulltrúa í byggingarnefnd vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við verknámshúsið. Varamaður verði Gylfi Þorkelsson.
Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, situr hjá.
6. 0706036
Erindi styrktarsjóðs EBÍ 2007 um styrkveitingar -
Bæjarráð felur verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála að gera tillögu til bæjarráðs um styrkumsóknir fyrir 1. ágúst n.k.
7. 0706056
Beiðni um heimild til millifærslu fjárveitinga á milli leikskóla og aukningu stöðugilda í eldhúsi Hulduheima -
Bæjarráð samþykkir erindið.
8. 0706081
Kostnaðaráætlun vegna endurskipulagningar efnistöku í námu sem sveitarfélagið á hlut í í landi Seyðishóla -
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps um málefni námunnar í Seyðishólum og leggja niðurstöðuna fyrir bæjarráð.
9. 0704141
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um kaup á Pakkhúsinu, frá 47. fundi -
Svar:
Húsið er inni á miðbæjarsvæði, en vinna á vegum sveitarfélagsins við gerð framtíðar deiliskipulagstillögu af því svæði er nú á lokastigum. Það er mikilvægt fyrir skipulag og uppbyggingu þessa svæðis að sveitarfélagið eignist nú þann hluta Austurvegar 2 a sem um er rætt. Kaupin eru fjármögnuð með lántöku. Málið hefur verið kynnt þeim sem málið varðar, þar með töldum forstöðumanni Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans. Sögulegt gildi hússins hefur verið skoðað, húsinu hefur verið breytt allnokkuð frá upprunalegri mynd og er það ekki talið uppfylla skilyrði til friðunar.
10. 0704141
Kaupsamningur um Austurveg 2a, Selfossi -
Lagt var til að bæjarráð staðfesti kaupsamninginn og feli eignasjóði að taka lán fyrir kaupverðinu.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Fulltrúi D-lista mótmælir kaupum sveitarfélagsins á fjórðungshlut í "Pakkhúsinu", sögulegu húsi við Austurveg 2a. Enn er óljóst hver tilgangur kaupanna er en þau eru fjármögnuð með lánsfé. Ef tilgangur kaupanna er niðurrif hússins þarfnast kaupin frekari skýringa enda húsið í heild mun stærra en sá hlutur sem nú er keyptur.
11. 0512067
Forkaupsréttur sveitarfélagsins hlutabréfum í HS hf. -áður frestað á 47. fundi -
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti að hlutabréfum ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hf.
12. 0611068
Deiliskipulag lands norðan og austan sjúkrahús í landi Laugardæla, áður frestað 31.05.07 -
Bæjarráð vísar deiliskipulagstillögunni til skipulags- og byggingarnefndar vegna úrvinnslu á vegtengingu og legu vegar við Árveg.
13. 0704104
Erindi eigenda Toppsports ehf., áður til afgreiðslu á 41. fundi -
Lagt var fram minnisblað. Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við eiganda Toppsports ehf.
14. 0706082
Breytingar á skipan fulltrúa S-lista í leikskóla- og skipulags- og byggingarnefnd -
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Í leikskólanefnd verður Þórunn Elva Bjarkadóttir aðalmaður í stað Gyðu Björgvinsdóttur og Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður.
Í skipulags- og byggingarnefnd verður Kjartan Ólason aðalmaður í stað Torfa Áskelssonar frá og með 1. júlí 2007.
Samþykkt með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista sat hjá.
15. 0706080
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista, um með hvaða hætti 60 ára afmælis Selfossbæjar verði minnst
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Með hvaða hætti verður 60 ára afmælis Selfossbæjar minnst?
Fyrirspurninni verður svarað á næsta fundi.
16. 0706111
Tillaga um stofnun skólasögusafns -
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð Árborgar samþykkir að leita eftir viðræðum við Kennaraháskóla Íslands um stofnun Skólasögusafns Íslands, sem staðsett yrði á Eyrarbakka í núverandi skólahúsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka. Í viðræðuhópnum af hálfu Árborgar verða Margrét Katrín Erlingsdóttir formaður bæjarráðs, Jón Hjartarson, forseti bæjarstjórnar og Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri.
Greinargerð:
Óformlegar bréfaskriftir hafa átt sér stað milli KHÍ og forseta bæjarstjórnar þar sem KHÍ var kynnt hugmyndin um stofnun skólasögusafns á Eyrarbakka í elsta starfandi barnaskóla landsins. Skólameistari og skrifstofustjóri KHÍ hafa tekið afar vel í hugmyndina og lýst vilja sínum til að taka þátt í viðræðum og þróa hugmyndina áfram.
Á Íslandi er ekki til neitt safn sem fjallar um skólasögu þjóðarinnar. Margar sögulegar minjar glatast á hverjum degi og því þörfin mikil að koma slíku safni upp. Á Eyrabakka er starfandi elsti barnaskóli á landsins og því afar viðeigandi að koma safninu fyrir í húsnæði hans. Um yrði að ræða muna og minjasafn, rannsóknarsafn og svo kennslusafn með viðeigandi rannsóknar- og kennsluaðstöðu.
Aðilar sem kæmu að stofnun og rekstri safns af þessu tagi eru auk KHÍ, KÍ, menntamálaráðuneytið, HÍ og aðrir háskólar, framhaldsskólar landsins, þjóðminjasafnið o.fl. Safn af þessu tagi yrði gífurleg lyftistöng fyrir allt menningar- og safnalíf á Eyrarbakka og myndi auðga safnaflóru staðarins umtalsvert.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds þakkaði Jóni Hjartarsyni fyrir frumkvæði í málinu.
17. 0704103
Samningur um akstursþjónustu fyrir eldri borgara -
Samningurinn var staðfestur. Kostnað vegna hans, kr. 409.000, skal greiða af liðnum óráðstafað.
18. Erindi til kynningar:
a) 0705062
Upplýsingar um afgreiðslu aðliggjandi sveitarfélaga á tillögu um samstarfsnefnd vegna svæðisskipulag -
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15.
Margrét K. Erlingsdóttir
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir