Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.9.2015

49. fundur bæjarráðs

49. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 17. september 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður, Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll. Varaformaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá trúnaðarmál. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1501031 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
  17. fundur haldinn 9. september
  Fundargerðin staðfest.
     
2. 1501028 - Fundargerð fræðslunefndar
  13. fundur haldinn 10. september
  Fundargerðin staðfest.
     
Almenn afgreiðslumál
3. 1509052 - Auglýsing Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015-2016
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að sækja um byggðakvóta fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri.
     
4. 1509044 - Styrkbeiðni Samtaka dagforeldra á Suðurlandi, dags. 8. september 2015
  Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá fræðslusviði um fjölda dagforeldra í Árborg og barna í daggæslu, fjárhæðir niðurgreiðslna og gjöld fyrir dagvistun.
     
5. 1509061 - Beiðni Auðar Lilju Arnþórsdóttur og Hauks Gunnarssonar, dags. 9. september 2015, um umsögn - stofnun lögbýlis að Ásamýri 1
  Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar.
     
6. 1506207 - Styrkbeiðni Fischerseturs vegna skákkennsla í Fischersetri 2015-2016
  Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun og staðfestingu á því hverjir muni annast kennslu á námskeiðinu og hvenær það muni fara fram.
     
7. 1503158 - Beiðni Sigtúns þróunarfélags um framlengingu vilyrðis fyrir lóðum í miðbæ Selfoss
  Upphaflegt vilyrði var veitt til sex mánaða með möguleika á framlengingu til sama tíma. Bæjarráð samþykkir framlengingu vilyrðis til sex mánaða.
     
8. 1509098 - Trúnaðarmál
  Fært í trúnaðarbók.
     
Erindi til kynningar
9. 1509047 - Tillögur af aðalfundi Umf. Selfoss 2015
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1509078 - Fundur sveitarstjórna og fjárlaganefndar alþingis 2015
  Lagt fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40.

Sandra Dís Hafþórsdóttir   Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Viðar Helgason
Arna Ír Gunnarsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica