Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.2.2013

49. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

49. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 23. janúar 2013  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður ,V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1203068 - Aðgengi fatlaðra nemenda

 

Ákvörðun frestað. Formanni og tækni- og veitustjóra falið að ræða við skólastjóra BES og afla frekari gagna um aðgengismál fatlaðs fólks í BES.

 

   

2.

1212001 - Heitavatnsöflun 2013

 

Hitaveita á Selfossi hefur verið starfandi síðan 1948 og á þeim tíma hefur öflun á heitu vatni að mestu leyti verið í nágrenni Þorleifskots og Laugardæla. Þetta svæði er nú talið fullnýtt og nokkuð hefur borið á kólnun á svæðinu á sama tíma og Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið töluvert. Selfossveitur hafa mætt þessari aukningu með borun í Ósabotnum í landi Stóra- Ármóts.  Þetta var gert bæði til að styrkja vatnsöflun fyrir hitaveituna og auka afhendingaröryggi en í dag eru þar tvær vinnsluholur ásamt dælustöð. Framkvæmda- og veitustjórn hefur rætt við OR um afnot af borholu í landi Öndverðarness og í framhaldinu falið Verkfræðistofu Suðurlands að gera athugun á kostnaði við að veita vatni frá Öndverðarnesi að Ósabotnum. Einnig hefur stjórnin haldið áfram að skoða þann kost að halda áfram vatnsöflun í Ósabotnum.

Lagnaleiðir frá Öndverðarnesi eru stystar með því að þvera Hvítá eftir árbotninum, en mikill óvissa er um kostnað og útfærslu án frekari rannsókna. Að fara yfir Hvítá með því að byggja göngubrú er ”einfaldari“ lausn og viðhald og rekstur á lögninni væri aðgengilegri, það kostar hinsvegar umhverfismat og samningaviðræður við sumarhúsaeigendur. Lagnaleiðin yfir núverandi Sogsbrú og væntanlega Ölfusárbrú veitir mjög gott aðgengi að lögninni og gefur einnig góða möguleika á framtíðarvatnsöflun. Lagnaleiðin er hins vegar löng og ekki hægt að framkvæma fyrr en ný Ölfusárbrú er byggð. Áframhaldandi vatnsöflun í Ósabotnum er fljótlegust að því leyti að hægt er að hefja framkvæmdir innan nokkurra mánuða. Tækni- og veitustjóra er falið að hefja undirbúning á framkvæmdum skv. fjárfestingaráætlun ársins 2013.

Nú í ársbyrjun var tekin í notkun ný aðveitulögn hitaveitu frá Þorleifskoti að miðlunartank, sú framkvæmd skilaði umtalsverðum ávinningi. Með lækkun á safnæðarþrýstingi skilaði sú framkvæmd aukningu í orkuvinnslu um 22 l/sekúndu sem er ca. 10% af heildarnotkun heitavatns í Sveitarfélaginu Árborg. Jafnframt skilar framkvæmdin sparnaði í rafmagnskostnaði við dælingu um 80 kW, sem jafngildir um 500 - 600 þús. kr. pr. mánuð. 

 

   

3.

1006066 - Selfossvirkjun

 

Skýrsla frá Veiðimálastofnun varðandi mat á búsvæðum laxfiska í Ölfusá, lögð fram til kynningar. 

 

   

4.

1301020 - Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar

 

Stjórnin fór yfir erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:40

 

Gunnar Egilsson

 

Ingvi Rafn Sigurðsson

Tómas Ellert Tómasson

 

Eggert Valur Guðmundsson

Andrés Rúnar Ingason

 

Jón Tryggvi Guðmundsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica