22.3.2018
49. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
49. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 13. mars 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri
Jakob H. P. Burgel Ingvarsson áheyrnarfulltrúi frá ungmennaráði sat fundinn.
Helgi S. Haraldsson boðaði forföll.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1711264 - Viðbygging við leikskólann Álfheima |
|
Framkvæmda- og veitustjóri fór yfir stöðu hönnunar vegna viðbyggingar við leikskólann Álfheima við Sólvelli. Gert er ráð fyrir að bjóða verkið út í byrjun ágúst nk., reiknað er með að framkvæmdir taki eitt ár. |
|
|
|
2. |
1803093 - Sunnulækjarskóli 6. áfangi 2018 |
|
Framvinduskýrslur frá eftirlitsaðila vegna janúar og febrúar lagðar fram. Verkið er á áætlun og verklok eru áætluð fyrir skólabyrjun í haust. |
|
|
|
3. |
1706058 - Gatnagerð í Hagalandi 2017-2018 |
|
Niðurstaða útboðs lögð fram. Tveir lægstbjóðendur uppfylltu ekki skilyrði útboðsgagna. Stjórnin samþykkir að taka tilboði Borgarverks ehf. um verkið sem hljóðar upp á 218.871.000. Verkið rúmast innan fjárhagsáætlunar, áætluð verklok eru í september/október 2018. |
|
|
|
4. |
1803082 - Miðbær Selfoss 2018 |
|
Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa D-lista að fela framkvæmda- og veitustjóra að hefja hönnun hitaveitu í miðbæ Selfoss og vinna kostnaðaráætlun um verkið. Fulltrúi S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins. |
|
|
|
5. |
1704230 - Ingólfsfjall vatnsvernd |
|
Sigurður Þór kom inn á fundinn og kynnti hugmyndir um öryggisgirðingar á vatnsverndarsvæði við Ingólfsfjall. |
|
|
|
6. |
1802016 - Vátryggingayfirlit veitu- og hafnarmannvirkja Árborgar 2018 |
|
Stjórnin samþykkir að endurnýja tryggingar á hafnarmannvirkjum við ströndina. |
|
|
|
7. |
1803094 - Hreinsunarátak í Árborg 2018 |
|
Stjórnin samþykkir að hreinsunarátak í Árborg 2018 verði með óbreyttu sniði dagana 7.-12. maí. |
|
|
|
8. |
1803095 - Leigusamningur um jarðhitaréttindi við Búnaðarsamband Suðurlands |
|
Samningur um jarðhitaréttindi í landi Stóra Ármóts lagður fram og kynntur. Stjórnin felur formanni og framkvæmda- og veitustjóra að undirrita samninginn. |
|
|
|
9. |
1612166 - Samningur um jarðhitaréttindi Oddgeirshólum |
|
Lagður var fram samningur við Hitaveitufélag Hraungerðishrepps um vatnsöflun og jarðhitaréttindi á landi jarðarinnar Oddgeirshóla. Stjórnin felur formanni og framkvæmda- og veitustjóra að undirrita samninginn. |
|
|
|
10. |
1803096 - Gatnagerð í Björk 2018 |
|
Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að undirbúa verkhönnun á gatna- og veituhönnun í Björkurlandi. |
|
|
|
11. |
1803097 - Knatthús Selfossi 2018 |
|
Stjórnin samþykkir að hefja vinnu við undirbúning að útboði á knatthúsi við íþróttavöllinn við Engjaveg. |
|
|
|
12. |
1510214 - Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð. |
|
Málinu frestað. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30
Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson Jón Tryggvi Guðmundsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir Jakob H. P. B. Ingvarsson