Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.12.2006

5. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

 

5. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 20. desember 2006, kl. 17:15 í ráðhúsi Árborgar.

 

Mætt:  Gylfi Þorkelsson, Helgi S. Haraldsson, Sædís Ósk Harðardóttir, Grímur Arnarson, Einar Guðmundsson, varamaður Kristínar Hrefnu Halldórsdóttur, og Grímur Hergeirsson.

 

1. mál: Kosning varaformanns og ritara.
ÍTÁ samþykkir með þrem atkvæðum fulltrúa B, S og V lista að kjósa Helga Haraldsson varaformann nefndarinnar og Grím Hergeirsson ritara hennar.  Fulltrúar D lista sitja hjá.

 

2. mál: Breyting á skipan í stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Árborgar.
ÍTÁ samþykkir að skipa Sædísi Ósk Harðardóttur, Grím Arnarson og Grím Hergeirsson í stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Árborgar.  Samþykkt samhljóða.

 

3. mál: Breyting á skipan í undirbúningsnefnd fyrir uppskeruhátíð ÍTÁ.
ÍTÁ samþykkir að skipa Helga Haraldsson, Sædísi Ósk Harðardóttur og Grím Arnarson í undirbúningsnefnd fyrir uppskeruhátíð ÍTÁ 2006. Verkefnisstjóri íþrótta- forvarna- og menningarmála vinni með nefndinni.  Samþykkt samhljóða.

 

4. mál: Starfshópur um ungmennahús. Endurskoðun á verkefni og skipun nýrra fulltrúa í hópinn, skv. beiðni bæjarráðs frá 14.12.06.
ÍTÁ leggur til við bæjarráð að vinnuhópurinn undirbúi stofnun Ungmennaráðs Árborgar. Ungmennaráð verði ÍTÁ og bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks og vinni tillögur um ungmennahús í sveitarfélaginu. Vinnuhópurinn skili tillögum að erindisbréfi ungmennaráðs og stjórnskipulegri stöðu þess til bæjarráðs. ÍTÁ leggur til að vinnuhópinn skipi Sædís Ósk Harðardóttir formaður, Hildur Grímsdóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir og Kristín Hrefna Halldórsdóttir. Verkefnisstjóri íþrótta- forvarna- og menningarmála vinni með hópnum.  Samþykkt samhljóða.

 

5. mál: Úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja, síðari úthlutun 2006.
Alls bárust 22 umsóknir um íþrótta-og tómstundastyrki frá 8 aðilum sem sóttu samtals um styrki að upphæð um 7,5 milljónir. Til úthlutunar nú eru kr. 800.000,-.

 

Samþykkt var að styrkja eftirfarandi aðila / verkefni:

 

Suðri, íþróttafélag fatlaðra
vegna kaupa á búnaði  bocciaiðkunar   kr. 85.000,-  

 

Fimleikadeild Umf. Selfoss  
vegna æfinga og sýningaferðar til Belgíu   kr.   60.000
vegna þjálfaranámskeiða                            kr. 200.000,-

 

Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss
vegna ráðningar yfirþjálfara         kr. 50.000,-
vegna keppnis- og æfingaferða   kr. 50.000,-

 

Körfuknattleiksdeild Umf. Selfoss                                          
vegna ráðningar yfirþjálfara    kr. 40.000,-

 

Handknattleikdsdeild Umf. Selfoss
vegna Ragnarsmótsins 2006  kr.  100.000,-

 

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss- unglingaráð
vegna Olísmótsins 2006               kr. 150.000,-
til eflingar kvennaknattspyrnu     kr.   65.000,-

 

6. mál:     Tillaga um fjölnota íþróttahús við Engjaveg. Vísað til umsagnar í ÍTÁ frá bæjarstjórn 13.12.06.
ÍTÁ beinir því til bæjarráðs að skipa vinnuhóp sem skoði uppbyggingu íþróttamannvirkja í víðu samhengi í sveitarfélaginu og leggi fram áætlun þar um. Vinnuhópnum verði m.a. falið að skoða möguleika á byggingu fjölnota íþróttahúss frá öllum hliðum, svo sem stærð, staðsetningu, fjármögnunarleiðir, nýtingarmöguleika o.fl. Hópurinn athugi hvort mögulegt er og hagkvæmt að byggja yfir nýlagðan gervigrasvöll og afli einnig upplýsinga um og meti annars vegar kosti við svokallaða einkaframkvæmd og hinsvegar að sveitarfélagið byggi, eigi og reki mannvirkið. Hópurinn meti hvaða starfsemi gæti farið fram í húsinu, og hafi um leið í huga aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir, s.s. byggingu reiðhallar á svæði Hestamannafélagsins Sleipnis, endurbætur við Sundhöll Selfoss, íþróttaaðstöðu við grunnskólana, frjálsíþróttavöll, íbúaþróun, atvinnuuppbyggingu og fjölgun ferðamanna í sveitarfélaginu.  Samþykkt samhljóða.

 

7. mál: Breyting á gjaldskrá sundstaða í Árborg.
ÍTÁ samþykkir tillögu verkefnisstjóra um breytingu á gjaldskrá sundlauga í Sveitarfélaginu Árborg, þar sem gert er ráð fyrir 5% meðaltalshækkun í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar 2007. Í tillögunni er ekki gert ráð fyrir hækkun barnagjalds fyrir stakt skipti.  Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2007. 

 

8. mál: Önnur mál.
a)  Einar Guðmundsson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Verður gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að greiða niður æfinga- og tómstundagjöld barna og unglinga á árinu 2007?

 

b) Samþykkt að stefna að næsta fundi miðvikudaginn 24. janúar 2007.

 

Fundi slitið  kl. 19:10

 

Gylfi Þorkelsson                                       
Helgi S. Haraldsson    
Sædís Ósk Harðardóttir                           
Grímur Arnarson                                 
Einar Guðmundsson                                
Grímur Hergeirsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica