5. fundur landbúnaðarnefndar
5. fundur landbúnaðarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 17.04.2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 16.00
Mætt:
Björn Harðarson, formaður, B-lista
Viðar Magnússon, nefndarmaður V-lista
Þorsteinn G. Þorsteinsson, nefndarmaður D-lista
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður
Starfsmaður nefndarinnar ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. 0704045
Kosning varaformanns -
Tillaga formanns um að Viðar Magnússon verði varaformaður nefndarinnar.
Samþykkt með tveim atkvæðum
Þorsteinn G Þorsteinsson sat hjá.
2. 0704031
Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit 2007 -
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.
Nefndin gerir athugasemd við 4.gr. gjaldskrár, sem vísar í heimild til gjaldtöku. Vantar tilvísun í 11. gr. laga nr 103/2002.
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
3. 0704030
Samþykkt um búfjárhald 2007 -
Lögð fram tillaga að Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Árborg.
Breyting við 8. gr. þriðju efnisgrein. Greinin hljóði svo. " En fremur geta þeir, sem fyrir ágangi verða, einnig á lögbýlum ......
Tillaga samþykkt með framanskráðri breytingu.
4. 0701058
Umsögn um breytta notkun á landi Byggðarhorns landnr. 166177 -
Landeigandi óskar samþykkis nefndarinnar um breytt afnot af landi, land nr. 166177.
Samþykkt samhljóða.
5. 0704028
Umsókn um beitarland -
Jens Petersen óska eftir beitarlandi til leigu, en land sem hann var með á leigu frá sveitarfélaginu var selt á sl. ári.
Land það sem Jens óskar eftir er í dag leigt Hagsmunafélagi hestaeigenda.
Afgreiðslu frestað, málið í skoðun.
6. 0704087
Fyrirspurn frá Þorsteini G. Þorsteinssyni:
Getur Hagsmunafélag hestaeigenda á Selfossi fengið afnot af beitarlandi í landi Bjarkar, sem er í eigu sveitarfélagsins.
Hestamenn hafa haft afnot af landi í Fossnesi og Hellismýri en þar sem mestur hluti þessa lands hefur verið tekið undir byggingar hefur þrengt verulega að beitarmöguleikum hjá þeim hestaeigendum sem búa á Selfossi.
Þar af leiðandi er leitað eftir afnotum á umræddu beitarlandi. Afnotaréttur væri víkjandi fyrir þörfum sveitarfélagsins.
Fyrirspurninni er vísað til bæjarráðs.
Erindi til kynningar:
a) 0704044
Um tvöföldun veiðilauna fyrir refaveiðar -
Haraldur Ólason óska eftir að veiðilaun fyrir hvern veiddan ref verði verði tvöfalt viðmunarverð, hækki úr kr. 7.000 í kr. 14.000.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og kanna málið nánar.
b) 0604034
Um dagskrárliðinn önnur mál.
-
Minnisblað frá bæjarritara um dagskráliðinn önnur mál.
Lagt fram til kynningar
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17.30
Björn Harðarson
Viðar Magnússon
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Grétar Zóphóníasson