5. fundur umhverfisnefnd
5.fundur í umhverfisnefnd Árborgar miðvikudaginn 20. desember 2006 klukkan 17.15 að Austurvegi 67.
Fundinn sátu: Björn B. Jónsson (formaður), Elfa Dögg Þórðardóttir, Soffía Sigurðardóttir,
varamaður Jóhanns Óla Hilmarssonar, Sigurður Ingi Andrésson, Björn Ingi Gíslason og Siggeir Ingólfsson sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Kosning varaformanns.
Formaður lagði fram tillögu um að Jóhann Óli Hilmarsson verði varaformaður.
Samþykkt samhljóða.
2. Rýmkun veiðisvæðis fyrir dragnót fyrir Suðurlandi.
Tillögur um opnun svæða:
(Tillaga 1)
Að opna allt svæðið fyrir dragnótaveiðum inn að fjörumarki, frá Selvogsvita í vestri að Stokksnesvita í austri, á tímabilinu frá byrjun september til loka febrúar, þ.e.a.s. í sex mánuði í senn.
(Tillaga 2)
Að opna öll eftirfarandi svæði á tímabilinu frá byrjun september til loka febrúar,þ.e.a.s. í sex mánuði í senn.
a). Inn að fjörumarki frá Selvogsvita í vestri að Vestmannaeyjum (vestri mörkum lagnalokunar milli lands og eyja) í austri.
b). Inn að fjörumarki frá Pétursey í vestri ( lengdarlína:19°00’V) að 17°00’V í austri.
d). Inn að fjörumarki frá Ingólfshöfða (16°40’V) í vestri að Hálsaskerjum (15°40’V) í austri.
Nefndin felur starfsmanni umhverfisnefndar að afla upplýsinga um áhrif dragnótaveiða á lífríki á umræddum svæðum. Niðurstaða liggi fyrir í byrjun janúar.
3. Tillaga vegna uppbyggingar kajakferða við Löngudæl á Stokkseyri.
Málið er í vinnslu.
Fundi slitið: 17:40
Björn B. Jónsson (formaður),
Elfa Dögg Þórðardóttir,
Soffía Sigurðardóttir,varamaður Jóhanns Óla Hilmarssonar,
Sigurður Ingi Andrésson,
Björn Ingi Gíslason,
Siggeir Ingólfsson