Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3.8.2006

5. fundur bæjarráðs

 

5. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 03.08.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10  

 

Mætt:
Þórunn J. Hauksdóttir, formaður
Snorri Finnlaugsson, varaformaður og fulltrúi Þorvaldar Guðmundssonar Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi
Hilmar Björgvinsson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri sem ritar fundargerð

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0601112
132. fundur Framkvæmda- veitustjórn

frá 12.07.06

b.

0607075
1. fundur Umhverfisnefndar Árborgar

frá 19.07.06

c.

0606107
Fundargerðir leikskólanefndar 2006

frá 26.07.06


1.a – liður 1) Bæjarráð samþykkir tillögur Framkvæmda- og veitustjórnar um hækkanir gatnagerðagjalda á einbýlishúsalóðum um 20%,  raðhúsa- og parhúsalóðum um 17% og stofngjaldi fráveitu um 50%.

 

1.c – liður 1) Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur bæjarstjóra að koma henni til fyrirspyrjanda.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 

a.

0601067
Félagafundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands á Hótel Selfossi 26. apríl 2006

frá 26.04.06

b.

0601067
258. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 19. maí 2006

frá 19.05.06

 

Lagðar fram.

 

3. 0409087
Lóðarumsókn/úthlutun Vallartröð 11-15 - Minnisblað frá bæjarlögmanni.

 

Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

4. 0409014
Lóðarumsókn - Umsókn Atlandsolíu um lóð við Fossnes 4.

 

Málinu frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

 

5. 0607071
Óskað er upplýsinga um málefni innflytjenda hjá einstökum sveitarfélögum.

 

Málinu vísað til fjölskyldumiðstöðvar sem er falið að svara erindinu.

 

6. 0506052
Selfossþorrablót, ósk um kaup á gólfefnum.

Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga um kostnað og annarra gagna er málið varðar.

7. 0608033
Leikfélag Selfoss - Erindi frá Leikfélagi Selfoss vegna haustfundar Bandalags íslenskra leikfélaga.

 

Bæjarráð samþykkir að bjóða fulltrúum á haustfundi Bandalags ísl. leikfélaga til móttöku í tengslum við fundinn.

 

8. 0607081
Minnisblað um vefgátt vegna beiðna um auglýsingar og styrki.

 

Bæjarráð samþykkir að opna vefgátt á heimsíðu sveitarfélagsins og bæjarstjóra falin nánari útfærsla.

 

Undirrituð leggur áherslu á að opnun vefgáttar af þessu tagi verði til þess að opna og auka skilvirkni stjórnkerfis sveitarfélagsins auk þess sem aðgerðin ætti, ef vel er að staðið, að auka gæði stjórnsýslunnar.  Skilgreina þarf vel hvaða beiðnum verði beint í þennan farveg og hvaða beiðnir þurfi áfram að fara fyrir bæjarráð. Á minnisblaði sem um ræðir, dags. 26. júlí s.l., er gerð tillaga um að afgreiða beiðnir um styrki og auglýsingar t.d. þrisvar á ári. Slíkir starfshættir væru óásættanlegir og myndu hugsanlega stríða gegn lagalegum skyldum sveitarfélagsins hvað varðar hraða málsmeðferðar. Undirrituð hvetur til þess að skoðaðir verði þeir möguleikar sem fyrir liggja á vefsvæði Sunnan 3 fyrir útfærslur af þessu tagi.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, fulltrúi S lista

 

9. 0607067
Boðun fundar í Héraðsnefnd.

 

Erindi frá Ragnheiði Hergeirsdóttur S lista og Hilmari Björgvinssyni VG lista. Undirrituð, fyrir hönd minnihlutans í bæjarstjórn Árborgar, lýsum því yfir að við teljum boðun Héraðsnefndarfundar sem haldinn var þann 19. júlí s.l. hafa verið ólögmæta og fundurinn því ólögmætur. Við förum fram á að fundarboðandi, sem skv. samþykktum Héraðsnefndar er oddviti fjölmennasta aðildarsveitarfélagsins, sjái til þess að boðað verði til fundarins að nýju á löglegan hátt og löglegur fundur verði haldinn. Afrit af þessari bókun verði send öllum fulltrúum héraðsnefndar.

 

Tillaga: Undirrituð leggja til að bæjarstjóra sé falið að fá skriflegt álit félagsmálaráðuneytisins um boðun funda í tölvupósti. 
Þórunn Jóna Hauksdóttir og Snorri Finnlaugsson D lista.

Tillagan samþykkt með atkvæðum fulltrúa D lista en fulltrúi S lista situr hjá.

 

10. Erindi lögð fram til kynningar:

 

a) 0406077
Minnisblað um fund með klúbbnum Strók.

 

Starfsemi Klúbbsins Stróks hefur stórbætt búsetuskilyrði á Suðurlandi fyrir fólk með geðsjúkdóma og geðraskanir.  Stuðningur sveitarfélaga á svæðinu er ein af forsendum þess að starfsemin geti áfram þróast og dafnað.  Undirrituð leggur þunga áherslu á að staðið verði við fyrri áform um stuðning við klúbbinn og honum verði tryggt framtíðar húsnæði á Selfossi fyrir starfsemi sína.  Húsið við Skólavelli 1 hefur verið talið geta hentað starfseminni mjög vel og sómi að fyrir Árborg að bjóða það fram sem framtíðar húsnæði Stróks þegar sérdeildin sem þar er nú flytur í nýtt húsnæði.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, fulltrúi S lista

 

b) 0607055
Ráðstefna 2006 um ALS/MND á Selfossi -

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:46.

Þórunn J Hauksdóttir
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Stefanía Katrín Karlsdóttir
Hilmar Björgvinsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica