5. fundur skipulags- og byggingarnefnd
5. fundur var haldin í Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar fimmtudaginn 10. ágúst 2006 kl. 17:00 á skrifstofu Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar Austurvegi 67, Selfossi.
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður
Ármann Ingi Sigurðsson
Þorsteinn Ólafsson
Þór Sigurðsson
Torfi Áskelsson
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Gústaf Adolf Hermannsson, ritaði fundargerð
Dagskrá:
1. Lagður fram listi yfir byggingarleyfisumsóknir sem skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt
a) Mnr. 0606128
Umsókn um byggingarleyfi fyrir ýmsum breytingum að Eyrargötu Ásabergi Eyrarbakka.
Umsækjandi: F.h. lóðarhafa Pro-Ark ehf kt: 460406-1100 Austurvegi 69, Selfossi
b) Mnr. 0607084
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 56 m2 húsi á lóðinni Gagnheiði 28 Selfossi. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.
Umsækjandi: Selsburstir ehf kt: 411298-2219 Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
c) Mnr. 0605111
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Kjarrhólum 12 Selfossi.
Umsækjandi: Guðmundur Jón Sigurðsson kt: 171262-7719 Sóltúni 14 Selfossi
d) Mnr. 0605167
Umsókn um leyfi fyrir uppsetningu upplýsingarskiltis að Tryggvatorgi 1, Selfossi.
Umsækjandi: Miðjan á Selfossi ehf kt: 470705-0270 Þrastanesi 2, 210 Garðabær.
e) Mnr. 0607061
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Vatnsdal á Stokkseyri.
Umsækjendur: Jón Reynir Jónsson kt: 060577-5449
Ásgerður Tinna Jónsdóttir kt: 020485-2489 Tjarnarstíg 3, Stokkseyri
Listi lagður fram til kynningar.
2. Mnr. 0509093
Umsókn um frest til að hefja byggingaframkvæmdir að Gagnheiði 78 Selfossi.
Umsækjandi: Sel-hús ehf. kt: 610501-2220 Sólvöllum 1, Selfossi
Samþykkt að veita frest til 4 mánaða.
3. Mnr. 0501095
Umsókn um frest til að hefja byggingaframkvæmdir að Ólafsvöllum 11 Stokkseyri.
Umsækjandi: Böðvar Þór Kárason kt: 280673-5529
Þóra Þorsteinsdóttir kt: 010579-4659 Bólstaðarhlíð 23, 105 Rvk.
Samþykkt að veita frest til 4 mánaða.
4. Mnr. 0504029
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Kirkjuhvoli, Eyrarbakka
Umsækjandi: Þóra Ósk Guðjónsdóttir kt: 280878-5619 Kirkjuhvoli, Eyrarbakki
Afgreiðslu frestað og erindi sent til grenndarkynningar að Mundakoti 2 og Þykkvaflöt 4.
5. Mnr. 0504029
Umsókn um framkvæmdaleyfi til að rifa niður vatnstank að Háeyrarvöllum 7 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg kt: 650598-2029 Austurvegi 2, Selfossi.
Samþykkt
6. Mnr. 0608001
Umsókn um stækkun lóðar að Kjarrhólum 20 Selfossi.
Umsækjandi: Arnar Daðason kt: 070248-4179 Kjarrhólum 20, Selfossi
Frestað, Skipulags og byggingarfulltrúa falið að svara umsækjanda.
7. Mnr. 0605018
Fyrirspurn um breytt deiliskipulag fyrir Eyraveg 11-13 Selfossi
Fyrirspyrjandi: f.h. lóðarhafa Kristinn Ragnarsson arkitekt ehf kt: 581298-3589 Suðurlandsbraut 4a, 108 Rvk.
Skipulags og bygginganefnd leggur til að deiliskipulag verði óbreytt.
8. Mnr. 0606085
Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Löngumýri 54, Selfossi. ( Áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar 27. júní sl.) Samþykki nágranna v/fyrirspurnar liggur fyrir.
Fyrirspyrjandi: Kristján Árnason kt: 031232-7169 Löngumýri 54, Selfossi
Nefndin getur ekki fallist á erindið þar sem það er ekki gert ráð fyrir bílgeymslu í deiliskipulagi lóðarinnar.
9. Mnr. 0607016
Erindi frá nefnd um endurskoðun skipulags- og byggingarlaga – óskað er umsagnar um frumvörp um skipulags- og byggingarmálefni. Bæjarráð vísar frumvörpunum til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.
Skipulags og byggingarnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvörp um skipulags og byggingarmálefni.
10. Mnr. 0605136
Erindi þar sem óskað er eftir skiptingu lóðar og útgáfu stofnskjals fyrir Eyraveg 51 Selfossi. Afgreiðslu frestað á fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. júlí sl.
Frestað að beiðni umsækjanda.
11. Mnr. 0511057
Tillaga að umferðarskipulagi Árbogar. Tillagan til frekari afgreiðslu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu að umferðarskipulagi að öðru leyti en því, lagt er til að Fossvegur verði 50 km/klst. gata, Nauthagi milli Fossheiðar og Lambhaga verði 30 km/klst gata. Nauthagi milli Lambhaga og Gagnheiðar verði
50 km/klst gata
12 Önnur mál.
a)
Nefndin leggur til að verði gerð tímasett kostnaðar- og framkvæmdaáætlun um hvernig koma megi umferðaskipulaginu í framkvæmd.
Nefndin beinir því til Framkvæmda- og veitusviðs að gera nauðsynlegar umbætur hvað umferðarmerkingar varðar í Árborg.
Sett verði upp skilti sem tilgreina hámarkshraða skv. nýju umferðarskipulagi auk þess sem götur verði merktar með kvoðu þar sem hámarkshraði er 30 km/klst.
b)
Skipulags- og byggingarnefnd beinir því til Framkvæmda- og veitusviðs að settir verði upp borðar á ljósastaura við og í nágrenni grunnskóla í Árborg sem minnir ökumenn á unga vegfarendur sem eru að stíga fyrstu skref í umferðinni. Þetta hefur reynst vel í bæjarfélögum eins og Hafnarfirði og dregið úr umferðarhraða á þeim svæðum sem merkingar af þessu tagi hafa verið settar upp. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að í Árborg er hraðamerkingum víða mjög ábótavant.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 17:50
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ármann Ingi Sigurðsson
Torfi Áskelsson
Þór Sigurðsson
Þorsteinn Ólafsson
Bárður Guðmundsson
Gústaf Adolf Hermannsson